Handbækur og kallanir
26. Musterismeðmæli


„26. Musterismeðmæli,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„26. Musterismeðmæli,“ Valið efni úr Almennri handbók

Ljósmynd
biskup með mann í viðtali

26.

Musterismeðmæli

26.0

Inngangur

Það eru heilög forréttindi að fara í musterið. Deildar- og stikuleiðtogar hvetja alla meðlimi til að vera verðuga þess að hafa gild musterismeðmæli, jafnvel þótt þeir búi ekki nærri musteri.

Kirkjuleiðtogar gera allt sem í þeirra valdi stendur til að sjá til þess að allir sem fara í musterið séu verðugir að gera svo (sjá Sálmarnir 24:3–5).

Meðlimir þurfa að hafa gild musterismeðmæli til að fara í musteri.

Biskup ráðfærir sig við stikuforseta sinn, ef hann hefur spurningar um musterismeðmæli sem ekki er svarað í þessum kafla. Stikuforsetinn getur haft samband við skrifstofu Æðsta forsætisráðsins með spurningar.

26.1

Tegundir musterismeðmæla

Til eru þrjár tegundir musterismeðmæla:

  1. Musterismeðmæli fyrir meðlimi sem ekki hafa hlotið musterisgjöf. Þessi meðmæli eru fyrir meðlimi sem hafa ekki hlotið musterisgjöf og eru að innsiglast foreldrum sínum eða að framkvæma staðgengilsskírnir og staðfestingar. Þau eru gefin út í gegnum Leader and Clerk Resources (LCR) [Úrræði leiðtoga og ritara]. Fyrir frekari upplýsingar, sjá 26.4.

  2. Musterismeðmæli fyrir helgiathafnir lifenda. Þessi musterismeðmæli eru fyrir meðlimi sem eru að fá eigin musterisgjöf eða að innsiglast maka. Musterismeðmæli fyrir helgiathafnir lifenda eru tengd venjulegum musterismeðmælum fyrir meðlimi sem hafa hlotið musterisgjöf (lýst hér á eftir).

  3. Musterismeðmæli fyrir meðlimi sem hafa hlotið musterisgjöf. Þessi musterismeðmæli eru fyrir meðlimi sem hafa áður hlotið musterisgjöf. Þau eru gefin út í gegnum LCR. Þau heimila meðlimi að taka þátt í öllum musterisathöfnum fyrir hina látnu. Þau eru einnig notuð þegar meðlimur sem hefur hlotið musterisgjöf er innsiglaður lifandi eða látnum foreldrum eða börnum. Fyrir frekari upplýsingar, sjá 26.3.

26.2

Varðveita musterismeðmæli

26.2.1

Prestdæmisleiðtogar varðveita musterismeðmæli

Prestdæmisleiðtogar sem hafa heimild fyrir musterismeðmælabókum ættu að varðveita þær.

Prestdæmisleiðtogar ættu einnig að tryggja það að óviðkomandi aðilar hafi ekki aðgang að upplýsingum um musterismeðmæli í LCR.

26.2.3

Glötuð eða stolin meðmæli

Biskupinn biður meðlimi að tilkynna sér það við fyrsta tækifæri ef musterismeðmæli þeirra hafa týnst eða þeim hefur verið stolið. Hann eða skipaður ráðgjafi eða ritari notar LCR til að ógilda meðmælin eins fljótt og hægt er. Ef þetta kerfi er ekki tiltækt, þá hefur biskupinn samband við skrifstofu musterisins til að fá meðmælin felld úr gildi.

26.2.4

Musterismeðmælahafar sem lifa ekki eftir verðugleikastöðlum

Ef biskupinn ákvarðar að meðlimur sem er með gild musterismeðmæli sé ekki að lifa eftir verðugleikastöðlum (sjá 26.3), óskar hann eftir meðmælunum frá meðlimnum. Hann notar LCR til að ógilda meðmælin. Ef þetta kerfi er ekki tiltækt, þá hefur biskupinn samband við skrifstofu musterisins til að fá meðmælin felld úr gildi.

26.3

Almennar leiðbeiningar um útgáfu musterismeðmæla

Prestdæmisleiðtogar ættu einungis að gefa út meðmæli ef meðlimurinn svarar musterismeðmælaspurningunum á viðeigandi hátt.

Musterismeðmælaviðtöl ættu ekki að vera gerð í flýti. Þau ættu að fara fram einslega. Hins vegar getur sá sem verið er að ræða við, boðið öðrum fullorðnum aðila að vera viðstaddur.

Prestdæmisleiðtogar ættu ekki að bæta neinum kröfum við þær sem eru útlistaðar í musterismeðmælabókinni. Þeir ættu heldur ekki að sleppa einhverjum kröfum.

Í stikum virkjar meðlimur stikuforsætisráðsins eða ritari stiku musterismeðmælin í LCR, eftir að þau hafa verið gefin út. Í umdæmum er það meðlimur í forsætisráði trúboðsins eða ritari trúboðsins sem virkjar meðmælin. Meðmæli fyrir staðgengilsskírnir og staðfestingar eru virkjuð þegar meðlimur biskupsráðsins eða greinarforsetinn prentar þau út.

26.3.1

Musterismeðmælaviðtöl fyrir meðlimi í deildum og greinum

Í deild leiðir biskupinn eða skipaður ráðgjafi musterismeðmælaviðtöl og gefur út meðmæli fyrir þá sem eru verðugir. Í grein getur einungis greinarforsetinn leitt musterismeðmælaviðtöl og gefið út meðmæli.

Í deild leiðir biskupinn sjálfur viðtöl við meðlimi sem:

  • Eru að fá sína eigin musterisgjöf (sjá 27.1 og 27.2).

  • Eru að innsiglast maka (sjá 27.3).

Í brýnum tilfellum, þar sem biskupinn er fjarverandi, má hann veita einum ráðgjafa sinna heimild til að hafa þessi viðtöl.

Áður en meðmæli eru gefin út í einhverjum þessara tilfella sem tekin eru fram hér að ofan, fer biskupinn yfir meðlimaskýrslu meðlimsins til að staðfesta að þar sé ekki að finna neinar athugasemdir um takmarkanir á aðild meðlimsins. Fyrir meðlimi sem eru að fá eigin musterisgjöf eða að innsiglast maka, sér hann einnig til þess að:

  • Skírn og staðfesting einstaklingsins séu skráð í meðlimaskýrslunni.

  • Bræður hafi tekið á móti Melkísedeksprestdæminu.

Eftir viðtalið við meðlim biskupsráðsins eða greinarforsetann, hefur meðlimur stikuforsætisráðsins viðtal við meðlimi sem búa í stiku. Meðlimur í forsætisráði trúboðs leiðir seinna viðtalið við meðlimi sem búa í umdæmi. Umdæmisforseti sér ekki um musterismeðmælaviðtöl nema með leyfi Æðsta forsætisráðsins.

26.3.2

Musterismeðmælaviðtöl fyrir meðlimi á einangruðum svæðum

Sumir meðlimir búa á svæðum sem myndu krefjast kostnaðarsamra ferðalaga eða mikilla erfiðleika til að hitta meðlimi forsætisráðs stiku eða trúboðs. Í slíkum aðstæðum getur musterisforseti tekið viðtal við einstaklinginn og skrifað undir meðmælin. Áður en hann tekur viðtalið ræðir hann við stiku- eða trúboðsforsetann. Biskupinn, tilnefndur ráðgjafi eða greinarforsetinn ætti þegar að hafa tekið viðtal við meðliminn og skrifað undir meðmælin.

26.4

Útgáfa musterismeðmæla fyrir meðlimi sem ekki hafa musterisgjöf

26.4.1

Almennar leiðbeiningar

Musterismeðmæli eru gefin meðlimum sem ekki hafa eigin musterisgjöf eins og eftirfarandi:

  • Meðlimum 11 ára og eldri, til þess að skírast og staðfestast fyrir hina látnu. (Stúlkur og vígðir piltar eru gjaldgeng fyrir musterismeðmæli í byrjun janúar, árið sem þau verða 12 ára.)

  • Fyrir meðlimi 8 ára til og með 20 ára, til að innsiglast foreldrum sínum. Börn yngri en 8 ára þarfnast ekki meðmæla til að innsiglast foreldrum sínum (sjá 26.4.4).

  • Fyrir meðlimi 8 ára til og með 20 ára, til að verða vitni að innsiglun lifandi systkina sinna, stjúpsystkina eða hálfsystkina, til foreldra þeirra.

Meðlimir sem hafa áður hlotið musterisgjöf fá ekki nein þeirra meðmæla sem útskýrð eru í þessum kafla.

Karlkyns meðlimur sem er nægilega gamall til að hafa prestdæmið, verður að vera vígður prestdæmisembætti áður en hann getur fengið musterismeðmæli.

26.4.2

Musterismeðmæli fyrir nýlega skírða meðlimi

Biskup tekur viðtal við nýja meðlimi sem eru á viðeigandi aldri til að fá einungis musterismeðmæli fyrir skírnir og staðfestingar staðgengla. Hann hefur þetta viðtal stuttu eftir staðfestingu meðlimsins, yfirleitt innan viku (sjá 26.4.1). Fyrir bræður kann þetta viðtal að vera hluti af því viðtali að meðtaka Aronsprestdæmið.

26.4.3

Musterismeðmæli einungis fyrir skírnir og staðfestingar staðgengla

Musterismeðmæli sem eru gefin út fyrir skírnir og staðfestingar staðgengla má einungis nota í þeim tilgangi.

26.4.4

Musterismeðmæli fyrir innsiglun lifandi barna og foreldra

Meðlimir sem eru 21 árs eða eldri mega innsiglast foreldrum sínum eða vera vitni að innsiglunum, ef þeir hafa (1) hlotið eigin musterisgjöf og (2) eru með gild musterismeðmæli.

26.5

Útgáfa musterismeðmæla í sérstökum aðstæðum

26.5.1

Meðlimir sem taka á móti eigin musterisgjöf

Verðugir meðlimir sem þrá að meðtaka eigin musterisgjöf geta gert svo þegar þeir hafa uppfyllt eftirfarandi skilyrði:

  • Þeir eru að minnsta kosti 18 ára.

  • Þeir hafa lokið eða eru ekki lengur í efri grunnskóla, framhaldsskóla eða samsvarandi.

  • Eitt ár hefur liðið frá staðfestingu þeirra.

  • Þeir finna þrá til að meðtaka og heiðra musterissáttmála allt sitt líf.

Að auki verður karl að hafa fengið Melkísedeksprestdæmið áður en hann fær musterisgjöf sína. Fyrir upplýsingar um undirbúning meðlima að því að hljóta eigin musterisgjöf, sjá 25.2.8. Fyrir upplýsingar um það hverjir mega hljóta musterisgjöf, sjá 27.2.1.

26.5.3

Ungir trúboðar að snúa heim úr þjónustu fjarri eigin heimili

Trúboðsforsetinn dagsetur og virkjar meðmæli þeirra svo að þau renni út þremur mánuðum eftir að trúboði snýr aftur heim.

Biskupinn hefur viðtal við heimkomna trúboða til að gefa út ný musterismeðmæli nálægt lokum þessa þriggja mánaðar gildistíma.

26.5.4

Meðlimir sem hafa ekki búið í sömu deild í hið minnsta eitt ár

Biskupinn eða tilnefndur ráðgjafi hefur samband við fyrrverandi biskup áður en hann hefur musterismeðmælaviðtal.

26.5.7

Meðlimir sem auðkenna sig sem transfólk

Stikuforsetinn ætti að ráðgast við svæðisforsætisráðið til að takast á við hverjar aðstæður af nærgætni og kristilegum kærleika (sjá 38.6.23).

26.5.8

Meðlimir sem hafa drýgt alvarlega synd

Meðlimur sem er sekur um alvarlega synd má ekki fá musterismeðmæli fyrr en hann eða hún hefur iðrast (sjá 32.6).

26.5.9

Meðlimir sem hafa endurheimt kirkjuaðild eftir afturköllun eða uppsögn kirkjuaðildar

26.5.9.1

Meðlimir sem höfðu ekki áður hlotið musterisgjöf

Þessir meðlimir geta ekki fengið musterismeðmæli fyrir eigin musterisgjöf fyrr en eitt heilt ár hefur liðið frá endurkomu þeirra inn í kirkjuna með skírn og staðfestingu.

26.5.9.2

Meðlimir sem höfðu áður hlotið musterisgjöf

Meðlimir sem höfðu áður hlotið musterisgjöf geta ekki fengið neins konar musterismeðmæli fyrr en að musterisblessanir þeirra hafa verið endurreistar þeim með helgiathöfn endurreisnar blessana.

Prenta