Handbækur og kallanir
5. Aðalleiðtogar og svæðisleiðtogar


„5. Aðalleiðtogar og svæðisleiðtogar,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„5. Aðalleiðtogar og svæðisleiðtogar,“ Valið efni úr Almennri handbók.

Æðsta forsætisráðið

5.

Aðalleiðtogar og svæðisleiðtogar

5.0

Inngangur

Jesús Kristur er „hyrningarsteinn“ þessarar kirkju (Efesusbréfið 2:20). Hann hefur alla prestdæmislykla. Hann kallar postula og spámenn sér til aðstoðar í starfi sáluhjálpar og upphafningar. Hann veitir þessum útvöldu þjónum alla lykla sem á þessum tíma varða ríki Guðs á jörðu. (Sjá Kenning og sáttmálar 27:12–13; sjá einnig 3.4.1 í þessari handbók.)

Með spámönnum og postulum, kallar Drottinn karlmenn til embættis hinna Sjötíu, sér til aðstoðar í verki sínu um allan heim (sjá Kenning og sáttmálar 107:38). Að auki eru Yfirbiskupsráðinu, aðalembættismönnum og öðrum karl- og kvenleiðtogum veittar mikilvægar ábyrgðarskyldur til að aðstoða við starfið.

Fyrir frekari upplýsingar, sjá kafla 5 í General Handbook: Serving in The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints (ChurchofJesusChrist.org).