Handbækur og kallanir
17. Kenna fagnaðarerindið


„17. Kenna fagnaðarerindið,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„17. Kenna fagnaðarerindið,“ Valið efni úr Almennri handbók

Ljósmynd
móðir kennir syni sínum

17.

Kenna fagnaðarerindið

Við kennum fagnaðarerindið til að hjálpa fólki að styrkja trú sína á himneskan föður og Jesú Krist.

17.1

Reglur kristilegrar kennslu

Þegar foreldrar, kennarar og leiðtogar kenna fagnaðarerindið, fylgja þeir fordæmi Jesú Krists, sem er meistarakennarinn.

Leiðtogar miðla kennurum samtaka sinna eftirfarandi reglum kristilegrar kennslu. Þessar reglur eru útskýrðar enn frekar í ritinu Kenna að hætti frelsarans.

17.1.1

Elska þá sem þið kennið

Allt sem frelsarinn gerir er tjáning á kærleika hans (sjá 2. Nefí 26:24).

17.1.2

Kenna með andanum

Kennarar leita leiðsagnar andans þegar þeir búa sig undir kennslu og leitast við að lifa verðugir þess að njóta áhrifa hans á hverjum degi.

17.1.3

Kenna kenninguna

Kennarar fylgja fordæmi frelsarans og einbeita sér að mikilvægum, endurleysandi sannleika fagnaðarerindisins. Þeir kenna með því að nota ritningarnar, kenningar síðari daga spámanna og samþykkt námsefni.

17.1.4

Hvetja til kostgæfni í námi

Kennarar hvetja meðlimi til að bera ábyrgð á eigin námi.

17.2

Heimamiðað trúarnám og kennsla

Kirkjuleiðtogar og kennarar styðja og hvetja til heimamiðaðs trúarnáms og kennslu.

Leiðtogar og kennarar hvetja meðlimi til að leita sér innblásturs um hvernig skuli læra og kenna fagnaðarerindið. Meginheimildir þeirra ættu að vera ritningarnar og aðalráðstefnuræður.

17.3

Ábyrgðarskyldur leiðtoga

  • Sýnir fordæmi með því að læra fagnaðarerindið og kenna það að hætti frelsarans.

  • Gætir þess að kennsla í samtökum sínum byggi upp trú og sé kenningarlega rétt.

  • Veitir kennurum í samtökum sínum viðvarandi stuðning.

17.4

Kennararáðsfundur

Á kennararáðsfundum ræða kennarar saman um reglur kristilegrar kennslu. Þeir ræða líka hvernig bæta megi trúarnám og kennslu. Þeir nota Kenna að hætti frelsarans sem stuðningsrit.

Kennararáðsfundir eru haldnir ársfjórðungslega í 50 mínútna kennslutíma sunnudags.

Prenta