„21. Hirðisþjónusta,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).
„21. Hirðisþjónusta,“ Valið efni úr Almennri handbók
21.
Hirðisþjónusta
21.0
Inngangur
Að þjóna, þýðir að þjóna öðrum eins og frelsarinn gerði (sjá Matteus 20:26–28).
Drottinn vill að allir meðlimir kirkju hans hljóti slíka umönnun. Af þessum sökum, er hverju heimili úthlutað prestdæmishöfum sem þjónandi bræðrum. Þjónandi systur eru tilnefndar fyrir hverja fullorðna systur.
21.1
Ábyrgðarskyldur þjónandi systra og bræðra
Þjónandi systur og bræður hafa eftirfarandi ábyrgðarskyldur gagnvart einstaklingum og fjölskyldum sem þeim er úthlutað:
-
Hjálpa þeim að styrkja trú sína á himneskan föður og Jesú Krist.
-
Hjálpa þeim að búa sig undir að gera og halda helga sáttmála við Guð þegar þau taka á móti helgiathöfnum.
-
Skilgreina þarfir, sýna kristilegan kærleika og veita umhyggju og þjónustu.
-
Hjálpa þeim að verða andlega og stundlega sjálfbjarga.
21.2
Skipuleggja hirðisþjónustu
21.2.1
Verkefnagerð
Forsætisráð öldungasveitar og Líknarfélags íhuga í bænaranda verkefni fyrir þjónandi bræður og systur. Þau skipa venjulega tvo bræður eða tvær systur sem félaga. Þau leita eftir samþykki biskups fyrir þjónandi félaga og verkefni.
Hjónum getur verið falið að þjóna einstaklingi eða fjölskyldu saman.
Þjónandi bræður og systur eru ekki kölluð, studd eða sett í embætti.
21.2.2
Þjónustuverkefni fyrir ungmenni
Stúlka getur þjónað sem þjónandi félagi Líknarfélagssystur þegar stúlkan er fær og fús til þess. Hún getur byrjað að þjóna árið sem hún verður 14 ára.
Piltur þjónar sem þjónandi félagi Melkísedeksprestdæmishafa þegar hann er vígður í embætti kennara eða prests.
21.3
Hirðisþjónustuviðtöl
Öldungasveitarforsetinn og ráðgjafar hans hafa viðtal við þjónandi bræður. Líknarfélagsforseti og ráðgjafar hennar hafa viðtal við þjónandi systur.
Þessi viðtöl eru höfð að minnsta kosti einu sinni á ársfjórðungi.
Tilgangur þeirra er að:
-
Ræða styrkleika, þarfir og áskoranir úthlutaðra einstaklinga og fjölskyldna.
-
Ræða leiðir til að hjálpa fólki að búa sig undir að taka á móti helgiathöfnum, ef þörf krefur.
-
Hugleiða hvernig öldungasveitin, Líknarfélagið, deildarráðið og aðrir gætu hjálpað.
-
Kenna þjónandi bræðrum og systrum og hvetja þau.
21.4
Samræma þjónustustarf
Forsætisráð Líknarfélags og öldungasveitar funda saman að minnsta kosti ársfjórðungslega. Þau fara yfir það sem þau hafa lært í þjónustuviðtölum (sjá 21.3). Þau samræma líka úthlutaða þjónustu.
Í deildum þar sem fáir virkir meðlimir eru, geta forsætisráð Líknarfélagsins og öldungasveitar ákveðið að úthluta sumum meðlimum ekki bæði þjónandi systrum og þjónandi bræðrum.