Handbækur og kallanir
14. Einhleypir meðlimir


„14. Einhleypir meðlimir,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„14. Einhleypir meðlimir,“ Valið efni úr Almennri handbók

fólk á tali

14.

Einhleypir meðlimir

14.0

Inngangur

Karlar og konur sem ekki hafa gift sig eða eru fráskilin eða ekklar eða ekkjur, eru umtalsverður hluti kirkjumeðlima. Öllum er mikilvægt að finna von fyrir friðþægingu Jesú Krists (sjá Eter 12:4). Eftirfarandi eilífur sannleikur getur hjálpað ykkur að þróa slíka von:

  • Ritningar og síðari daga spámenn staðfesta að öllum sem trúfastlega halda sáttmála fagnaðarerindisins, mun gefast tækifæri til upphafningar.

  • Nákvæmlega hvenær og hvernig blessanir upphafningar eru veittar, hefur ekki verið fyllilega opinberað. Þær eru þó engu að síður tryggðar (sjá Mósía 2:41).

  • Að setja traust sitt á Drottin, merkir að sýna þarf stöðuga hlýðni og andlega framþróun í átt að honum (sjá Jesaja 64:4).

  • Guð býður öllum börnum sínum eilíft líf. Allir sem eru hæfir fyrir hina náðarsamlegu fyrirgefningargjöf frelsarans og lifa eftir boðorðum hans, munu öðlast eilíft líf. (Sjá Mósía 26:30; Moróní 6:8.)

  • Traust á þessi loforð á sér rætur í trú á Jesú Krist. Fyrir náð hans, mun allt sem varðar jarðlífið fært til rétts vegar (sjá Alma 7:11–13).

Drottinn þarfnast þess að allir meðlimir leggi sitt af mörkum í starfi sáluhjálpar í deildum sínum og stikum (sjá 1. Korintubréf 12:12–27). Einhleypir meðlimir eru kallaðir í leiðtoga- og kennslustöður, eins og andinn leiðbeinir.

Í þessum kafla eru:

  • „Einhleypir meðlimir“ allir fullorðnir kirkjumeðlimir sem enn eru ekki giftir.

  • „Einhleypt ungt fólk“ eru þeir sem eru á aldrinum 18–30 ára.

  • „Einhleypt fólk“ eru þeir sem eru á aldrinum 31 árs og eldri.

14.1

Einhleypir meðlimir í landfræðilegum einingum

14.1.1

Stikuleiðtogar

14.1.1.2

Stikunefndir fyrir ungt einhleypt fólk og einhleypt fólk

Stikuforsætisráð setur á stofn nefnd fyrir ungt einhleypt fólk.

Stikuforsætisráð getur líka sett á stofn nefnd fyrir eldra einhleypt fólk.

Nefndirnar leitast við að styðja meðlimi með vináttu og tækifærum til þátttöku í starfi sáluhjálpar og upphafningar (sjá 14.2).

14.1.2

Deildarleiðtogar

14.1.2.1

Biskupsráð

Biskupsráð er lykill að því að fá einhleypa meðlimi til að taka þátt í starfi sáluhjálpar og upphafningar. Það starfar með deildarráði við að bera kennsl á mikilvægar kallanir og verkefni fyrir einhleypa meðlimi. Það ber kennsl á og leitast við uppfylla þarfir einstæðra foreldra.

  • Meðlimur í biskupsráði á fund með sérhverjum einhleypum ungum einstaklingi, hið minnst einu sinni á ári.

  • Biskupsráð getur stofnsett deildarnefnd fyrir einhleypt ungt fólk.

14.1.2.2

Tilnefndir meðlimir í forsætisráðum öldungasveitar og Líknarfélags fyrir ungt einhleypt fólk

Forsetar öldungasveitar og Líknarfélags geta tilnefnt meðlim í forsætisráðum sínum til að styðja ungt einhleypt fólk. Þessir meðlimir forsætisráðsins kynna sér styrkleika ungs einhleyps fólks og hjálpar við að uppfylla þarfir þess.

Forsetar öldungasveitar og Líknarfélags geta greint frá því starfi á deildarráðsfundi.

14.1.2.3

Leiðtogar ungs einhleyps fólks

Í deild þar sem margt ungt einhleypt fólk er, getur biskupsráð kallað einhleypan ungan karl og konu sem leiðtoga ungs einhleyps fólks. Ábyrgðarskyldur þeirra eru að:

  • Hjálpa ungu einhleypu fólki að taka þátt í starfi sáluhjálpar og upphafningar (sjá 14.2).

  • Þjóna í stikunefnd fyrir einhleypt ungt fólk.

  • Leiða deildarnefnd fyrir ungt einhleypt fólk, ef hún hefur verið stofnsett.

  • Koma reglubundið saman með forsætisráðum öldungasveitar og Líknarfélags. Á þeim fundum ræða þau styrkleika ungs einhleyps fólks og hvernig uppfylla mætti þarfir þess. Þau einbeita sér líka að hirðisþjónustu við ungt einhleypt fólk.

14.2

Þátttaka í starfi sáluhjálpar og upphafningar

14.2.1

Lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists

14.2.1.1

Heimiliskvöld og trúarnám

Leiðtogar eða meðlimir sem vilja taka þátt, geta skipulagt einn eða fleiri heimiliskvöldshópa fyrir einhleypt fullorðið fólk og aðra hópa fyrir ungt einhleypt fólk.

14.2.1.3

Athafnir

Undir handleiðslu deildar- eða stikuleiðtoga, getur ungt einhleypt fólk skipulagt sig og tekið þátt í verkefnum sérstaklega ætluð því. Dæmi um það gæti verið:

  • Musterisheimsóknir.

  • Ættarsögustarf.

  • Miðla fagnaðarerindinu.

  • Samfélagsþjónusta.

  • Tónlistar- og menningarviðburðir.

  • Íþróttir.

Undir handleiðslu stikuleiðtoga, getur ungt einhleypt fólk skipulagt álíka athafnir á stikustigi.