Handbækur og kallanir
13. Sunnudagaskóli


„13. Sunnudagaskóli,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„13. Sunnudagaskóli,“ Valið efni úr Almennri handbók

fjölskylda lærir í ritningum

13.

Sunnudagaskóli

13.1

Tilgangur

Leiðtogar, kennarar og námsbekkir sunnudagaskólans:

  • Styrkja trú á himneskan föður og Jesú Krist, með því að kenna „kenningu ríkisins“ (Kenning og sáttmálar 88:77).

  • Styður heimilismiðað og kirkjustutt trúarnám og kennslu.

  • Hjálpar meðlimum að kenna að hætti frelsarans.

13.2

Leiðtogastarf sunnudagaskóla í deild

13.2.1

Biskupsráð

Biskupsráð hefur yfirumsjá með sunnudagaskólanum. Yfirleitt felur biskup öðrum ráðgjafa sínum að framfylgja þessari ábyrgð, undir sinni handleiðslu.

13.2.2

Sunnudagaskólaforseti

13.2.2.1

Sunnudagaskólaforseti

Biskup kallar og setur Melkísedeksprestdæmishafa í embætti sem sunnudagaskólaforseta deildar. Ef þörf er á ráðgjöfum og nægilega margir karlmenn eru til að þjóna í þessum stöðum, getur sunnudagaskólaforseti mælt með einum eða tveimur ráðgjöfum.

13.2.2.2

Ábyrgðarskyldur

  • Þjónar í deildarráði.

  • Hefur yfirumsjá með bættu trúarnámi og kennslu á heimilinu og í kirkju.

  • Mælir með fullorðnum meðlimum við biskupsráð, til að þjóna sem sunnudagaskólakennarar.

  • Styður, hvetur og fræðir sunnudagaskólakennara.

  • Leiðir kennararáðsfundi, eins og biskup leiðbeinir (sjá Kenna að hætti frelsarans, 3).

13.2.3

Sunnudagaskólakennarar

Til að búa sig undir kennslu nota kennarar sunnudagaskólans ritningarnar, Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur og Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann.

13.3

Sunnudagaskólabekkir

Sunnudagaskóli er hafður fyrsta og þriðja sunnudag mánaðar.

Með samþykki biskupsráðs skipuleggur sunnudagaskólaforseti kennslu fyrir fullorðna og ungmenni.

Hið minnsta tveir ábyrgir fullorðnir ættu að vera til staðar í hverjum námsbekk ungmenna.

Allir fullorðnir sem vinna með börnum verða að ljúka þjálfun í barna- og ungmennavernd innan eins mánaðar frá því að þau eru studd (ProtectingChildren.ChurchofJesusChrist.org).

13.4

Bæta nám og kennslu í deild

Deildarleiðtogar bera ábyrgð á að bæta nám og kennslu í samtökum sínum. Þeir geta beðið sunnudagaskólaforseta um hjálp, ef þörf er á því.

13.5

Bæta nám og kennslu á heimilinu

Foreldrar bera ábyrgð á því að kenna börnum sínum fagnaðarerindið. Þeir geta beðið sunnudagaskólaforseta um hjálp við að bæta sig sem kennara.