Handbækur og kallanir
35. Umönnun og notkun samkomuhúsa


„35. Umönnun og notkun samkomuhúsa,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„35. Umönnun og notkun samkomuhúsa,“ Valið efni úr Almennri handbók

fólk þrífur glugga og ryksugar

35.

Umönnun og notkun samkomuhúsa

35.1

Tilgangur

Kirkjan leggur til samkomuhús svo að allir sem þangað ganga inn geti:

35.2

Hlutverk og ábyrgðarskyldur

35.2.2

Umsjónarmaður kirkjufasteigna

Starfsmaður kirkjunnar með fasteignaumsjón aðstoðar hverja stiku að reka samkomuhúsin. Hann eða hún skipuleggur stórvægilegar viðgerðir, djúphreinsun og venjubundið viðhald.

Umsjónarmaður fasteigna hjálpar við að leiðbeina fulltrúum bygginga stiku og deilda með þrif á byggingunni eftir þörfum og við að framkvæma önnur svæðisbundin verk. Hann eða hún veitir leiðsögn og leggur til efni og tækjabúnað.

Hann eða hún getur einnig yfirfarið byggingarútgjöld með biskupsráðum.

35.2.7

Biskupsráð

Biskupsráðið (eða fulltrúi deildarbyggingar í deild) kennir meðlimum að nota og hirða um bygginguna og tryggja öryggi hennar. Biskupsráðið útdeilir einnig leiðtogum deilda lyklum að byggingunni.

Þeir sjá til þess að athafnir í byggingunni og á lóð hennar fari fram í öryggi (sjá 20.7).

Þeir eru í samskiptum við umsjónarmann fasteigna kirkjunnar varðandi viðhald og rekstrarþarfir. Þeir geta einnig yfirfarið tengd útgjöld með umsjónarmanni fasteigna.

35.2.9

Fulltrúi deildarbyggingar

Biskupsráðið ákveður hvort kalla skuli fulltrúa deildarbyggingar. Ef þeir ákveða að kalla í þessa köllun, getur biskupsráðið kallað fullorðinn karl eða kvenmeðlim. Ef fulltrúi deildarbyggingar er ekki kallaður, getur biskup útdeild þessari ábyrgð til eins af ráðgjöfum sínum, deildarritara eða aðstoðarritara deildar eða framkvæmdarritarans.

Fulltrúi deildarbyggingar setur upp áætlun fyrir meðlimi og sjálfboðaliða að þrífa og viðhalda byggingunni. Hann eða hún kennir þeim hvernig framkvæma skuli hvert verk með til þess gerðu efni og áhöldum.

35.3

Veiting samkomuhúsa

Samkomuhús eru mismunandi að stærð og gerð samkvæmt þörfum svæðisins og aðstæðum. Samkomuhús getur verið byggt af kirkjunni eða keypt aðstaða, heimili meðlims, skólahús eða samfélagsmiðstöð á svæðinu, leigt húsnæði eða önnur samþykkt aðstaða.

Svæðis- og staðarleiðtogar vinna að því að fullnýta núverandi samkomuhús og að vera skynsamir í að mæla með viðbótaraðstöðu.

35.4

Viðhald samkomuhúsa

35.4.1

Þrif og viðhald samkomuhúsa

Staðarleiðtogar og meðlimir, þar á meðal ungmenni, bera ábyrgð á að halda hverri byggingu hreinni og í góðu ásigkomulagi.

Þrifaáætlunin ætti ekki að vera meðlimum byrði. Sé það til dæmis áskorun að ferðast til byggingarinnar, gætu meðlimir nýtt vikulega viðburði og þrifið á sama tíma, þegar þeir eru þegar komnir í bygginguna.

35.4.2

Biðja um viðgerðir

Meðlimir deildar- og stikuráða geta tilkynnt um þörf á viðgerðum á húsnæðinu. Þetta má gera með því að nota verkfærið Facility Issue Reporting [Tilkynning um húsnæðismál] (FIR).

35.4.5

Öryggi og öryggismál

Leiðtogar og meðlimir ættu að:

  • Halda göngum, stigagöngum, útgönguleiðum og áhaldaherbergjum opnum, svo að inn og útganga geti verið örugg.

  • Nota hvorki né geyma hættuleg, eldfim efni í byggingunum.

  • Setja upp og fylgja lokunarferli byggingar.

  • Tryggja áhöld í eigu kirkjunnar gagnvart þjófnaði.

  • Vita hvernig loka skal fyrir veituinntök eins og vatn, rafmagn, gas eða eldsneyti.

Ef þörf er á, getur umsjónarmaður fasteigna sett upp kort sem sýnir eldvarnartæki, sjúkrakassa og staðsetningar veituinntaka. Frekari upplýsingar um öryggi má finna á „Security and Lockup Procedures [Öryggis- og lokunarferlar]“ í „Maintaining Meetinghouses [Viðhald samkomuhúsa]“ (Meetinghouse Facilities Guide [Leiðarvísir um húsnæði samkomuhúsa]). Sjá einnig 20.7.

35.5

Reglur um notkun kirkjueigna

35.5.1

Listaverk

Samkomuhús ættu að endurspegla viðhorf lotningar fyrir Jesú Kristi og bera vitni um trú meðlima á hann. List sem sýnir Jesú Krist ætti að vera í anddyri samkomuhússins til að hjálpa við að endurspegla þessa miðlægu trú.

35.5.2

Óheimil notkun bygginga

35.5.2.1

Notkun í atvinnuskyni

Kirkjueign skal ekki nota í atvinnuskyni. Til dæmis má ekki nota hana í neins konar viðskiptatilgangi. Slík notkun samræmist ekki tilgangi kirkjueigna. Það gæti einnig verið í andstöðu við svæðis- eða landslög sem kunna að bjóða upp á skattaafslátt á kirkjueignum.

Einnig er óheimilt að bjóða upp á ræðumenn eða kennara sem kalla eftir nýliðun, falast eftir viðskiptavinum eða fá greiðslu fyrir að bjóða upp á fyrirlestra eða lexíur (nema einkakennslu á píanó eða orgel sjá 19.7.2), líkamsræktartíma eða annað slíkt.

35.5.2.2

Stjórnmálalegur tilgangur

Kirkjueign skal ekki nota í stjórnmálalegum tilgangi. Þar með talið til að halda stjórnmála- eða framboðsfundi. Kirkjan er hlutlaus í stjórnmálum (sjá 38.8.30).

35.5.2.3

Önnur notkun

Önnur notkun á kirkjueignum sem er ekki heimil, er til dæmis:

  • Halda skipulagðar íþróttaæfingar eða aðra viðburði sem eru ekki í boði kirkjunnar. Samfélagskórar og borgaraleg brúðkaup geta fallið undir undantekningar (sjá 38.3.4 varðandi borgaralegar hjónavígslur).

  • Leyfa næturgistingar (nema í neyðartilvikum; sjá 35.5.4).

  • Útilegur eða önnur tilvik sem fela í sér næturgistingu.

Eftirfarandi notkun er yfirleitt ekki leyfð. Svæðisleiðtogar hafa samband við umsjónarmann fasteigna ef þeim finnst að undantekning eigi rétt á sér.

  • Útleiga kirkjubygginga og eigna

  • Notkun eigna fyrir kosningaskráningu eða kosningastað; gera má undantekningu að ósk yfirvalda þegar enginn annar góður möguleiki er í boði og að viðburðurinn muni ekki skaða ímynd eða hlutleysi kirkjunnar (sjá 38.8.30)

35.5.4

Neyðartilvik

Meðan á neyðarástandi stendur, ákveður stikuforseti hvort halda eigi deildar- og stikusamkomur. Hann kann einnig að leyfa að byggingar og eignir kirkjunnar verði notaðar sem neyðarskýli af hjálparstofnunum og fyrir samstarfsverkefni.

35.5.10

Ljósmyndun og myndbandsupptökur á sakramentissamkomu

Sakramentissamkomur eru heilagar. Vegna þessa eru ljósmyndanir og upptökur af sakramentissamkomum ekki leyfðar.

Fyrir upplýsingar varðandi útsendingar eða streymi frá sakramentissamkomum og öðrum fundum, sjá 29.7.