Handbækur og kallanir
15. Trúarskóli yngri og eldri deildar


„15. Trúarskóli yngri og eldri deildar,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„15. Trúarskóli yngri og eldri deildar,“ Valið efni úr Almennri handbók

Ljósmynd
stúlka með upprétta hönd í námsbekk

15.

Trúarskóli yngri og eldri deildar

15.0

Inngangur

Trúarskóli yngri og eldri deildar (S&I) aðstoða foreldra og kirkjuleiðtoga við að hjálpa ungmennum og ungu fullorðnu fólki að efla trú sína á Jesú Krist og endurreist fagnaðarerindi hans.

&Fulltrúi trúarskólans er tilnefndur fyrir hverja stiku, til að hjálpa leiðtogum að þjónusta& trúarskólanámsleiðir.

15.1

Trúarskóli yngri deildar

Trúarskóli yngri deildar er fjögurra ára nám, þar sem ungt fólk lærir fagnaðarerindi Jesú Krists eins og það er sett fram í ritningunum og kenningum síðari daga spámanna. Trúarskólanemendur eru að jafnaði á aldrinum 14–18 ára.

Biskupsráðið, ungmennaleiðtogar og forsætisráð sveita og námsbekkja hvetja öll ungmenni til fullrar þátttöku í trúarskólanum.

15.1.1

Kennarar

Trúarskólakennarar ættu að vera kirkjumeðlimir sem búa yfir trú á Drottin Jesú Krist og hafa vitnisburð um hið endurreista fagnaðarerindi hans. Þeir ættu að lifa eftir reglunum sem þeir kenna og eiga gott með að starfa með ungmennum. Þegar mögulegt er, ættu kennarar að hafa gild musterismeðmæli.

Meðlimur stikuforsætisráðs eða tilnefndur háráðsmaður kallar, setur í embætti og leysir af trúarskólakennara yngri deildar og umsjónarmenn stiku.

Til að vernda kennara og nemendur, ættu tveir fullorðnir að vera til staðar í byggingunni eða á heimilinu þar sem kennsla trúarskóla fer fram.

15.1.2

Valkostir fyrir trúarskóla yngri deildar

Trúarskólinn er afar gagnlegur þegar nemendur geta komið saman með kennara á hverjum virkum degi. Þó gæti þetta ekki verið mögulegt vegna öryggis, vegalengdar og annarra þátta.

Kirkjuleiðtogar ráðfæra sig við fulltrúa &trúarskólans við að ákveða hvaða valkostur:

  • Hjálpar nemendum best að læra fagnaðarerindið og vaxa andlega.

  • Gætir öryggis nemenda.

  • Íþyngir fjölskyldum ekki að óþörfu.

Kennslu ætti ekki að hafa á sunnudögum.

15.1.3

Byggingar, búnaður og efni

Stiku- og deildarleiðtogar tryggja að staðir eins og samkomuhús eða heimili meðlima séu í boði fyrir námsbekki trúarskólans.

Fulltrúi &trúarskólans útvegar efni fyrir kennara og nemendur fyrir hvern námsbekk. Nemendur ættu að koma með eigin ritningar, prentaðar eða stafrænar.

15.1.5

Stigagjöf og útskrift

Trúarskólanemendur geta lært á skilvirkari hátt og dýpkað trúskipti sín ef þeir mæta reglulega í kennslustund, taka þátt og læra ritningarnar utan kennslustundar. Þegar þeir gera þessa hluti, vinna þeir sér líka inn trúarskólastig á hverju ári og geta útskrifast úr trúarskóla yngri deildar.

Til að útskrifast úr trúarskóla yngri deildar, þarf nemandi að ávinna sér fjögurra ára námsstig og fá kirkjulega áritun frá meðlimi biskupsráðs.

15.2

Trúarskóli eldri deildar

Trúarskóli eldri deildar býður upp á trúarnám á virkum dögum sem styrkir vitnisburð og trú á Jesú Krist og hið endurreista fagnaðarerindi hans. Hvetja ætti allt ungt fólk á aldrinum 18–30 til að sækja námsbekki trúarskóla eldri deildar, hvort sem það sækir skóla eða ekki.

15.3

Kirkjuskólar og fræðslukerfi kirkjunnar

Fyrir upplýsingar um grunn- og framhaldsskóla kirkjunnar, BYU–Pathway Worldwide og háskólastofnanir, sjá þá CES.ChurchofJesusChrist.org. Þar eru líka veittar upplýsingar um útfyllingu kirkjulegra áritana fyrir nemendur til að sækja þessa skóla.

Að auki má finna upplýsingar um kirkjuráðningar gegnum CES Ecclesiastical Clearance Office á help.ChurchofJesusChrist.org.

Prenta