Handbækur og kallanir
37. Sérhæfðar stikur, deildir og greinar


„37. Sérhæfðar stikur, deildir og greinar,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„37. Sérhæfðar stikur, deildir og greinar,“ Valið efni úr Almennri handbók

fólk snæðir úti við

37.

Sérhæfðar stikur, deildir og greinar

37.0

Inngangur

Stikuforseti kann að leggja til stofnun sérhæfðra stika, deilda og greina til að þjóna meðlimum, eins og greint er frá í þessum kafla.

37.1

Tungumáladeildir og greinar

Stikuforseti kann að leggja til stofnun tungumáladeildar eða greinar fyrir stikumeðlimi sem (1) tala ekki tungumál svæðisins eða (2) nota táknmál.

37.7

Hópar í stikum, trúboðum og á svæðum

Hópar eru litlar heimilaðar samansafnanir meðlima undir eftirliti biskups, greinarforseta eða trúboðsforseta. Stiku- eða trúboðsforsetinn kann að leggja til stofnun hóps í eftirfarandi aðstæðum:

  • Ferðalag er erfitt fyrir hugsanlega meðlimi hans til að mæta í deild eða grein.

  • Lítill hópur meðlima talar tungumál sem er ólíkt því sem aðrir í deild eða grein tala.

  • Meðlimum í hernum er best þjónað með því að vera hópur.

Hópur verður að samanstanda af tveimur meðlimum hið minnsta. Annar verður að vera verðugur prestur í Aronsprestdæminu eða verðugur Melkísedeksprestdæmishafi.

Í stikum velur stikuforseti biskup eða greinarforseta til að skipuleggja og hafa eftirlit með hópnum. Í trúboðum velur trúboðsforseti greinarforseta til að skipuleggja og hafa eftirlit með hópnum.

Stikuforsetinn, trúboðsforsetinn, biskup eða greinarforseti kallar hópleiðtoga og setur hann í embætti. Hópleiðtoginn skipuleggur og stýrir hópsamkomum sem innihalda þjónustu sakramentisins.

Hópleiðtogi er ekki með prestdæmislykla og hann hefur ekki heimild til að:

  • Taka á móti tíund og fórnargjöfum.

  • Ráðleggja meðlimum varðandi alvarlega synd.

  • Veita óformlegar eða formlegar aðildartakmarkanir.

  • Framkvæma aðrar skyldur sem krefjast prestdæmislykla.

Yfirleitt nota hópar Grunnskipulag eininga [Basic Unit Program].

Meðlimaskýrslur hóps eru geymdar í þeirri deild eða grein sem hefur eftirlit með hópnum.

Höfuðstöðvar kirkjunnar gefa hópnum ekki einingarnúmer.