„0. „Kynningaryfirlit,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).
„0. Kynningaryfirlit,“ Valið efni úr Almennri handbók
0.
Kynningaryfirlit
0.0
Inngangur
Drottinn kenndi: „Lát því hvern mann læra skyldu sína og starfa af fullri kostgæfni í því embætti, sem hann hefur verið tilnefndur í“ (Kenning og sáttmálar 107:99). Sem leiðtogi í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, ættuð þið að sækjast eftir persónulegri opinberun, til að hjálpa ykkur að læra og uppfylla skyldur köllunar ykkar.
Að læra ritningarnar og kenningar síðari daga spámanna, mun hjálpa ykkur að skilja og uppfylla skyldur ykkar. Þegar þið lærið orð Guðs, munið þið verða móttækilegri fyrir áhrifum andans (sjá Kenning og sáttmálar 84:85).
Þið lærið skyldur ykkar með því að kynna ykkur leiðbeiningarnar í þessari handbók. Þessar leiðbeiningar geta verið hvetjandi til opinberunar, ef þær eru notaðar til að veita skilning á reglum og verklagi sem skal tileinka sér meðan leitað er leiðsagnar andans.
0.1
Handbókin
General Handbook: Serving in The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints [Almenn handbók: Þjónusta í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu] er leiðbeinandi fyrir aðalleiðtoga og staðarleiðtoga.
Fyrirsagnir og undirfyrirsagnir þessarar handbókar eru tölusettar, til að auðvelt sé að finna efni og tilvísanir. Sem dæmi má finna leiðbeiningar um hverja má innsigla í musteri í 27.3.1. Talan 27 vísar til kafla, talan 3 vísar í hluta í þeim kafla og talan 1 vísar í undirhluta.
0.2
Breytingar og valkvætt efni
Ekki hafa allar stikur og deildir sömu þarfir.
Leiðtogar leita innblásturs um hvaða leiðbeiningar og valkvæð úrræði skuli nota til að uppfylla þarfir meðlima.
0.4
Spurningar um leiðbeiningar
Þegar spurningar vakna sem ekki er svarað í ritningunum, orðum lifandi spámanna eða þessari handbók, ættu kirkjumeðlimir að treysta á sáttmála sína við Guð, leiðsögn staðarleiðtoga sinna og innblástur andans sér til leiðsagnar.
Ef leiðtogar hafa spurningar um efni í þessari handbók eða um mál sem ekki er fjallað um í henni, ráðfæra þeir sig við valdhafa sem eru næstir þeim í forsæti.
0.5
Hugtakasafn
Nema annað sé tilgreint, þá eiga:
-
Hugtökin biskup og biskupsráð í þessari handbók líka við um greinarforseta og greinarforsætisráð. Hugtökin stikuforseti og stikuforsætisráð líka við um umdæmisforseta og umdæmisforsætisráð. Sjá 6.3 fyrir samantekt á því hvernig valdsumboð umdæmisforseta er öðruvísi en stikuforseta.
-
Deildir og stikur eiga almennt líka við um greinar, umdæmi og trúboð.
-
Sunnudagur á við um hvern þann dag sem hvíldardagstilbeiðsla fer fram á tilgreindum stað.
-
Hugtakið eining á við um deildir og greinar.
-
Foreldrar eiga almennt líka við um forsjáraðila.
Kallanir biskups og greinarforseta eru ekki jafngildar að valdsumboði og ábyrgð og ekki heldur köllun stikuforseta og umdæmisforseta. Biskup er embætti í prestdæminu og vígsla hans er einungis heimiluð af Æðsta forsætisráðinu. Stikuforsetar eru kallaðir af aðalvaldhöfum og svæðishöfum Sjötíu.
0.6
Hafa samband við höfuðstöðvar kirkjunnar eða svæðisskrifstofu
Sumir kaflar í þessari handbók hafa að geyma leiðbeiningar um að samband skuli hafa við höfuðstöðvar kirkjunnar eða svæðisskrifstofuna. Leiðbeiningarnar um að samband skuli haft við höfuðstöðvar kirkjunnar eiga við um þá sem eru innan Bandaríkjanna og Kanada. Leiðbeiningarnar um að samband skuli haft við svæðisskrifstofu eiga við um þá sem eru utan Bandaríkjanna og Kanada.