Handbækur og kallanir
12. Barnafélagið


„12. Barnafélagið,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„12. Barnafélagið,“ Valið efni úr Almennri handbók

Ljósmynd
fjölskylda heldur á ritningum

12.

Barnafélagið

12.1

Tilgangur og skipulag

Barnafélagið er heimamiðuð og kirkjustudd samtök. Það er fyrir 18 mánaða til 11 ára börn.

12.1.1

Tilgangur

Barnafélagið hjálpar börnum að:

  • Skynja elsku himnesks föður og læra um hamingjuáætlun hans.

  • Læra um Jesú Krist og hlutverk hans í áætlun himnesks föður.

  • Læra og lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists.

  • Skynja, þekkja og bregðast við áhrifum heilags anda.

  • Búa sig undir, gera og halda helga sáttmála.

  • Taka þátt í starfi sáluhjálpar og upphafningar.

12.1.3

Námsbekkir

Þegar börn eru nægilega mörg, er þeim skipt í námsbekki eftir aldri.

Almennt fara börn úr Barnafélaginu yfir í Stúlknafélagið eða djáknasveitina í janúar á því ári sem þau verða 12 ára.

12.1.4

Söngstund

Söngstund hjálpar börnum að skynja elsku himnesks föður og læra um hamingjuáætlun hans. Þegar börn syngja um reglur fagnaðarerindisins, ber heilagur andi vitni um sannleiksgildi þeirra.

Forsætisráð Barnafélags og tónlistarstjóri velja lög fyrir hvern mánuð, til að undirstrika þær reglur fagnaðarerindisins sem börnin læra í námsbekkjum sínum og á heimilinu.

12.1.5

Barnastofa

Barnastofa hjálpar 18 mánaða til 3 ára börnum að skynja elsku himnesks föður og læra um hamingjuáætlun hans.

12.2

Þátttaka í starfi sáluhjálpar og upphafningar

12.2.1

Lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists

12.2.1.2

Trúarnám

Barnafélagssamkomur á sunnudögum. Meðlimur forsætisráðs Barnafélags stjórnar opnunarathöfninni.

Dagskráin er eins og eftirfarandi:

Dagskrárliðir samkomu

Lengd

Dagskrárliðir samkomu

Upphafsbæn (bæn, ritningar eða Trúaratriðin og ræða – allt flutt af börnum)

Lengd

5 mínútur

Dagskrárliðir samkomu

Söngstund

Lengd

20 mínútur

Dagskrárliðir samkomu

Bekkjaskipting

Lengd

5 mínútur

Dagskrárliðir samkomu

Námsbekkir og lokabæn

Lengd

20 mínútur

Barnastofa fyrir börn, 18 mánaða til 3 ára, varir 50 mínútur. Í Behold Your Little Ones [Lítið á börn yðar] er lögð til dagskrá.

Barnakynning á sakramentissamkomu. Árleg barnakynning á sakramentissamkomu er höfð á síðustu mánuðum ársins.

Forsætisráð Barnafélags og tónlistarstjóri skipuleggja kynninguna í bænaranda. Biskupsráð veitir leiðsögn. Börn geta sungið, flutt ræður og sagt sögur og miðlað ritningarversum eða vitnisburði.

Undirbúningsfundur musteris og prestdæmis. Forsætisráð Barnafélags skipuleggur undirbúningsfund musteris og prestdæmis á hverju ári. Biskupsráð veitir leiðsögn. Fundurinn er fyrir 10 ára börn. Foreldrum er boðið.

12.2.1.3

Þjónusta og athafnir

Frá og með janúar á því ári sem börn verða 8 ára, geta þau byrjað að sækja barnaathafnir.

Athafnir Barnafélagsins fara fram á öðrum tímum en sunnudags- eða mánudagskvöldum.

  • Athafnir Barnafélagsins eru tvisvar í mánuði, þegar það er hægt.

  • Drengir og telpur hittast að jafnaði sitt í hvoru lagi. Þó geta þau sameinast fyrir ákveðnar athafnir eða á stöðum þar sem fá börn eru.

Biskupsráð tryggir að fjárveitingar og athafnir fyrir drengi og telpur í Barnafélaginu séu fullnægjandi og skynsamlegar.

12.2.1.4

Eigin framþróun

Í viðleitni sinni til að líkjast frelsaranum er börnum – frá og með því ári sem þau verða 8 ára – boðið að setja sér markmið um að vaxa andlega, félagslega, líkamlega og vitsmunalega (sjá Lúkas 2:52).

Þau geta notað Eigin framþróun: Leiðarvísir fyrir börn til að setja og skrá markmið.

12.3

Leiðtogastarf Barnafélags í deild

12.3.1

Biskupsráð

Mikilvægasta ábyrgð biskups er hin upprennandi kynslóð, þar á meðal börnin. Biskup getur falið ráðgjafa að aðstoða við ábyrgð sína á Barnafélaginu. Biskup eða tilnefndur ráðgjafi á reglubundið fund með Barnafélagsforseta.

Biskup og ráðgjafar hans sækja Barnafélagið reglubundið.

12.3.2

Forsætisráð Barnafélags

Biskup kallar og setur í embætti konu til að þjóna sem Barnafélagsforseti deildar.

Í fámennri einingu getur Barnafélagsforsetinn verið eini kallaði leiðtoginn í Barnafélaginu. Í því tilviki, starfar hún með foreldrum við að skipuleggja kennslustundir, söngtíma og athafnir. Ef einingin er nægilega fjölmenn, gætu fleiri kallanir verið skipaðar í þessari röð: ráðgjafar, tónlistarstjóri, kennarar og leiðtogar barnastofu, ritari og athafnaleiðtogar.

Forsætisráð Barnafélags hjálpar foreldrum við að búa börn sín undir að fara inn á og vaxa á sáttmálsveginum.

Til að framfylgja þessu, getur Barnafélagsforseti falið meðlim í forsætisráði sínu að hjálpa foreldrum við að búa börn sín undir skírn og staðfestingu. Barnafélagsforseti getur falið hinum meðlim forsætisráðsins að hjálpa foreldrum við musteris- og prestdæmisundirbúning barna sinna.

Barnafélagsforseti hefur að auki eftirfarandi ábyrgðarskyldur. Ráðgjafar hennar aðstoða hana.

  • Þjónar í deildarráði.

  • Heldur reglubundið forsætisráðsfundi Barnafélags og á fund með biskupi eða tilnefndum ráðgjafa hans.

  • Hjálpar við að skipuleggja skírnarathafnir fyrir börn á skrá, þegar beðið er um það (sjá 18.7.2).

  • Skipuleggja og stjórna opnunarathöfn sunnudagasamkoma Barnafélagsins.

  • Þjónusta einstaka barn, kennara og leiðtoga í Barnafélaginu.

  • Kenna leiðtogum og kennurum Barnafélagsins ábyrgðarskyldur þeirra og styðja þá í þeirri ábyrgð með því að leiðbeina þeim í köllunum þeirra (sjá Kenna að hætti frelsarans [2016], 38).

  • Hafa yfirumsjá með skýrslum, greinargerðum, rekstrarsjóði og fjármálum Barnafélagsins.

12.3.4

Tónlistarstjóri og píanóleikari

Tónlistarstjóri og píanóleikari kenna börnum fagnaðarerindi Jesú Krists með tónlist í söngstund.

Ef píanóleikari eða píanó er ekki til staðar mega leiðtogar nota upptökur.

12.3.5

Kennarar og leiðtogar barnastofu

Forsætisráð Barnafélags mælir með körlum og konum við biskupsráð, til að þjóna sem Barnafélagskennarar og leiðtogar barnastofu. Þessir meðlimir eru kallaðir til að kenna og þjóna ákveðnum aldurshópum barna.

Barnafélagskennarar og leiðtogar barnastofu kenna úr Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið (3–11 ára) og Behold Your Little Ones [Lítið á börn yðar] (barnastofa).

12.3.6

Athafnaleiðtogar

Athafnaleiðtogar Barnafélagsins þjóna börnum með því að skipuleggja þjónustu og athafnir sem hefjast í janúar fyrir börn sem verða 8 ára á árinu (sjá 12.2.1.3). Þjónusta og athafnir hafa starf sáluhjálpar og upphafningar að þungamiðju. Þær eru skemmtilegar og áhugavekjandi.

12.5

Fleiri leiðbeiningar og reglur

12.5.1

Verndun barna

Þegar fullorðnir eru í samskiptum við börn á kirkjuvettvangi, ættu hið minnsta tveir ábyrgir fullorðnir að vera viðstaddir.

Allir fullorðnir sem vinna með börnum verða að ljúka þjálfun í barna- og ungmennavernd innan eins mánaðar frá því að þau eru studd (ProtectingChildren.ChurchofJesusChrist.org).

Prenta