Handbækur og kallanir
19. Tónlist


„19. Tónlist,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„19. Tónlist,“ Valið efni úr Almennri handbók

Ljósmynd
kona og barn spila á píanó

19.

Tónlist

19.1

Tilgangur tónlistar í kirkjunni

Helgitónlist eykur trú á Jesú Krist. Hún býður andanum og kennir kenningar. Hún skapar líka lotningu, sameinar meðlimi og er leið til að tilbiðja himneskan föður og Jesú Krist.

19.2

Tónlist á heimilinu

Með spámönnum sínum, hefur Drottinn hvatt einstaklinga og fjölskyldur til að nota upphefjandi tónlist í daglegu lífi.

Upptökur af kirkjutónlist eru fáanlegar á eftirfarandi stöðum:

19.3

Tónlist á kirkjusamkomum

19.3.1

Skipuleggja tónlist fyrir kirkjusamkomur

Tónlistarstjórar í deild og stiku vinna með prestdæmisleiðtogum að því að skipuleggja tónlist fyrir tilbeiðslusamkomur. Þeir velja tónlist sem stuðlar að anda tilbeiðslu á samkomunum.

19.3.2

Tónlist á sakramentissamkomu

Tónlist á sakramentissamkomu felur í sér sálmasöng safnaðar við upphaf og enda samkomu og áður en sakramentið er þjónustað. Sakramentissálmurinn ætti að vísa til sakramentisins sjálfs eða til fórnar frelsarans.

Forspil er leikið þegar meðlimir koma saman fyrir samkomuna. Eftir lokabænina, er hljóðfæraleikur á meðan meðlimir yfirgefa samkomuna.

Sakramentissamkoma gæti líka falið í sér annan sálm sem sunginn er um miðbik samkomunnar – til að mynda á milli ræðuflutnings.

19.3.3

Tónlist í námsbekkjum og á öðrum deildarfundum

Leiðtogar hvetja kennara til að nota sálma og aðra helgitónlist til að auðga kennsluna.

19.3.6

Hljóðfæri

Lifandi hljóðfæraleikur eru venjulega hafður við forspil og eftirspil og við sálmaundirleik á kirkjusamkomum. Þar sem hljóðfæri eru tiltæk og þar sem meðlimir geta leikið á þau, hafa orgel og píanó verið staðalhljóðfæri. Biskupsráði er heimilt að samþykkja notkun annarra hljóðfæra til undirleiks safnaðarsöngs, forspils og eftirspils og við annan tónlistarflutning.

Ef píanó, orgel eða undirleikari er ekki til staðar má nota upptökur (sjá 19.2).

19.3.7

Kórar

19.3.7.1

Kórar í deild

Þar sem nægilega margir meðlimir eru, geta deildir skipulagt kóra sem syngja reglubundið á sakramentissamkomu.

Auk deildarkórsins er hægt að bjóða fjölskyldum og hópum kvenna, karla, ungmenna eða barna að syngja á kirkjusamkomum.

19.4

Tónlistarstjórnun í deild

19.4.1

Biskupsráð

Biskup ber ábyrgð á tónlist í deild. Hann getur úthlutað einum ráðgjafa sinna þessari ábyrgð.

19.4.2

Tónlistarstjóri í deild

Tónlistarstjóri í deild þjónar undir handleiðslu biskupsráðs. Hann eða hún hefur eftirfarandi ábyrgðarskyldur:

  • Er biskupsráði og öðrum deildarleiðtogum innan handar með málefni sem snerta tónlist.

  • Vinnur með biskupsráði við að ákveða tónlist fyrir sakramentissamkomur (sjá 19.3.1 og 19.3.2).

  • Mælir með meðlimum til að þjóna í tónlistarköllunum í deild, eins og biskupsráð biður um. Leiðbeinir þeim sem þjóna í þessum köllunum, býður fram stuðning, kennslu og þjálfun, eins og þörf krefur.

19.4.3

Fleiri kallanir

Biskupsráð getur kallað meðlimi til að þjóna í eftirfarandi köllunum.

19.4.3.1

Söngstjórnandi í deild

Söngstjórnandi stjórnar safnaðarsöng á sakramentissamkomu og á öðrum samkomum deildarinnar, eftir óskum.

19.4.3.2

Undirleikari í deild

Undirleikari í deild sér um forspil og eftirspil og undirleik sálmasöngs á sakramentissamkomum og öðrum samkomum deildarinnar, eftir óskum.

19.7

Fleiri reglur og leiðbeiningar

19.7.2

Notkun hljóðfæra samkomuhúss til æfinga, einkakennslu og flutnings

Þegar engir skynsamlegir valkostir eru fyrir hendi, geta prestdæmisleiðtogar heimilað notkun píanós og orgels í safnaðarheimilinu til æfinga, greiddrar einkakennslu og flutnings sem hefur að gera með þá meðlimi eininga sem nota safnaðarheimilið.

Prenta