Handbækur og kallanir
20. Athafnir


„20. Athafnir,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„20. Athafnir,“ Valið efni úr Almennri handbók

Ljósmynd
stúlka með vatnsbyssu

20.

Athafnir

20.1

Tilgangur

Kirkjuathafnir leiða kirkjumeðlimi og aðra saman sem „samþegna hinna heilögu“ (Efesusbréfið 2:19). Tilgangur athafna getur verið eftirfarandi:

  • Stuðla að trú á Jesú Krist.

  • Vera til skemmtunar og stuðla að einingu.

  • Veita tækifæri til persónulegs vaxtar.

  • Styrkja einstaklinga og fjölskyldur.

  • Hjálpa meðlimum að taka þátt í starfi sáluhjálpar og upphafningar (sjá 1.2).

20.2

Skipuleggja athafnir

Áður en leiðtogar skipuleggja athafnir, íhuga þeir andlegar og stundlegar þarfir meðlima. Leiðtogar leita leiðsagnar andans við að ákveða hvers konar athafnir myndu hjálpa við að mæta þessum þörfum.

20.2.1

Ábyrgð varðandi skipulag athafna

Hægt er að skipuleggja athafnir deildar á einhvern eftirfarandi hátt, byggt á staðarþörfum:

  • Deildarráð gæti haft umsjón með skipulaginu.

  • Deildarráð gæti falið sérstökum samtökum að aðstoða við að skipuleggja eina eða fleiri athafnir.

  • Þegar þörf er á og þar sem nægilega margir meðlimir eru, getur biskupsráð skipulagt athafnanefnd deildar.

Sjá nánar í 10.2.1.3 og 11.2.1.3 um skipulag ungmennaathafna deildar.

20.2.2

Bjóða öllum að taka þátt

Þeir sem skipuleggja athafnir ættu að ná til allra, einkum nýrra meðlima, lítt virkra meðlima, ungmenna, einhleypra fullorðinna, fatlaðra og fólks af annarri trú.

Athafnir ættu ekki að vera of íþyngjandi fyrir leiðtoga og meðlimi.

20.2.3

Staðlar

Kirkjuathafnir ættu að vera upplyftandi og leggja áherslu á það sem er „dyggðugt, fagurt, háleitt eða lofsvert“ (Trúaratriðin 1:13). Athafnir mega ekki fela í sér neitt sem er andstætt kenningum kirkjunnar.

20.2.6

Fjármögnun fyrir athafnir

Flestar athafnir ættu að vera einfaldar og bera lítinn eða engan kostnað. Öll útgjöld verða að vera samþykkt fyrir fram af biskupsráði eða stikuforsætisráði.

Meðlimir eiga venjulega ekki að greiða fyrir að taka þátt í athöfnum. Fyrir reglur og leiðbeiningar um fjármögnunarstarfsemi, sjá þá 20.6.

20.4

Ungmennaráðstefna

Frá og með janúar á því ári sem piltar og stúkur verða 14 ára, er þeim boðið að taka þátt í ungmennaráðstefnu saman. Ungmennaráðstefnur eru venjulega haldnar einu sinni á ári á deildar- eða stikustigi. Þær geta líka verið haldnar á fjölstiku- eða svæðisstigi. Á því ári sem ungmennum er ætlað að sækja FSY-ráðstefnu, ættu stikur og deildir ekki að halda ungmennaráðstefnur.

Ungmennaráðstefnur deildar eru skipulagðar og framkvæmdar af ungmennaráði deildar, undir handleiðslu biskupsráðs (sjá 29.2.6). Biskupsráð fær samþykki stikuforsætisráðs varðandi áætlanir um ungmennaráðstefnu deildar.

Þegar leiðtogar og ungmenni skipuleggja ungmennaráðstefnu, ættu þau að virða reglurnar í þessum kafla og eftirfarandi leiðbeiningar:

  • Hægt væri að nota árlegt ungmennaþema kirkjunnar sem ráðstefnuþema.

  • Skipuleggið athafnir sem eru í samræmi við þemað.

  • Fáið samþykki biskupsráðs eða stikuforsætisráðs varðandi alla ræðumenn og athafnir.

  • Gangið úr skugga um fullnægjandi eftirlit fullorðinna, öllum stundum (sjá 20.7.1).

20.5

Reglur og leiðbeiningar fyrir val og skipulag athafna

20.5.1

Athafnir í viðskiptalegum eða stjórnmálalegum tilgangi

Athafnir sem hafðar eru í viðskiptalegum eða stjórnmálalegum tilgangi eru ekki leyfðar (sjá 35.5.2).

20.5.2

Dansleikir og tónlist

Á öllum dansleikjum ættu klæðnaður, snyrtimennska, lýsing, danstegund, textar og tónlist að skapa andrúmsloft þar sem andi Drottins getur verið til staðar.

20.5.3

Mánudagskvöld

Meðlimir eru hvattir til að hafa fjölskylduathafnir á mánudögum eða öðrum tímum. Engar kirkjulegar athafnir, fundir eða skírnarathafnir ættu að fara fram eftir klukkan 18:00 á mánudögum.

20.5.5

Athafnir sem vara yfir nótt

Kirkjuathafnir sem krefjast næturgistingar fyrir sameinaða hópa pilta og stúlkna, verða að vera samþykktar af biskupi og stikuforseta. Sama gildir um athafnir fyrir einhleypa karlkyns og kvenkyns meðlimi.

Næturgisting í samkomuhúsum kirkjunnar eða á lóðum samkomuhúsa er ekki samþykkt.

20.5.8

Hvíldardagsþjónusta

Engar kirkjubúðir, íþróttaviðburðir eða afþreyingarviðburðir eiga að vera á dagskrá á sunnudegi. Ungmennahópar og aðrir ættu heldur ekki að ferðast til eða frá búðum eða ungmennaráðstefnum á sunnudegi.

20.5.10

Musterisheimsóknir

Musterisheimsóknir eru skipulagðar á deildar- eða stikustigi, innan tilnefnds musterissvæðis.

20.6

Reglur og leiðbeiningar fyrir fjármögnun athafna

20.6.1

Athafnir sem greitt er fyrir með rekstrarsjóðum deildar eða stiku

Rekstrarsjóð deildar eða stiku ætti að nota til að greiða fyrir allar athafnir – með mögulegum undantekningum sem tilgreindar eru í 20.6.2.

20.6.2

Fjármögnun ungmennabúða

Ef fjárhagsáætlun deildar eða stiku hefur ekki nægt fjármagn fyrir þær athafnir sem tilgreindar eru hér að neðan, geta leiðtogar beðið þátttakendur að greiða þær að hluta eða öllu leyti:

  • Einar árlegar Aronsprestdæmisbúðir eða álíka athöfn.

  • Einar árlegar Stúlknabúðir eða álíka athöfn.

  • Einar árlegar dagslangar búðir eða álíka athöfn fyrir Barnafélagsbörn á aldrinum 8 til 11 ára.

Útgjöld eða ferðalög fyrir árlegar búðir ættu ekki að vera óhófleg. Peningaleysi ætti ekki að koma í veg fyrir að meðlimur geti tekið þátt.

20.6.3

Fjármögnun fyrir FSY-ráðstefnur

Ungt fólk gæti verið beðið að greiða gjald til að sækja ráðstefnurnar Til styrktar ungmennum (FSY). Ef kostnaður kemur í veg fyrir að ungmenni geti tekið þátt, getur biskup notað rekstrarsjóð deildar til að greiða gjaldið að hluta eða öllu leyti. Sjá FSY.ChurchofJesusChrist.org.

20.6.5

Fjáröflun viðburða

Kostnaður vegna stiku- og deildarathafna er venjulega greiddur með rekstrarsjóði. Þó getur stikuforseti eða biskup heimilað einn fjáröflunarviðburð á hverju ári, eingöngu í eftirfarandi tilgangi:

  • Hjálpa við að greiða fyrir athafnir sem tilgreindar eru í 20.6.2.

  • Hjálpa við að kaupa búnað sem einingin þarf fyrir árlegar búðir.

20.7

Öryggisreglur og leiðbeiningar fyrir athafnir

20.7.1

Yfirumsjá fullorðinna

Að minnsta kosti tveir fullorðnir verða að vera viðstaddir allar athafnir kirkjunnar sem börn og ungmenni sækja. Þörf getur verið á fleiri fullorðnum, allt eftir stærð hópsins, kunnáttu sem þarf fyrir athöfnina eða öðrum þáttum. Foreldrar eru hvattir til að aðstoða.

Allir sem starfa með börnum og ungmennum skulu ljúka verndarþjálfun fyrir börn og ungmenni. Sjá ProtectingChildren.ChurchofJesusChrist.org.

20.7.2

Aldurskröfur fyrir þátttöku í athöfnum ungmenna

Með samþykki foreldra sinna, mega ungmenni sem verða 12 ára á árinu fara í næturdvalarbúðir. Þau geta sótt dansleiki, ungmennaráðstefnur og FSY-ráðstefnur á því ári sem þau verða 14 ára.

20.7.4

Leyfi foreldra

Börn og ungmenni mega ekki taka þátt í kirkjuathöfnum nema með leyfi foreldra eða forsjáraðila. Skriflegt samþykki þarf fyrir athafnir kirkjunnar sem fela í sér næturgistingu, löng ferðalög eða meiri en venjubundna áhættu.

Foreldrar og forsjáraðilar veita þetta leyfi með því að undirrita Permission and Medical Release form.

20.7.5

Tilkynningar um misbeitingu

Alla misbeitingu sem á sér stað meðan á athöfn kirkjunnar stendur, ætti að tilkynna til borgaralegra yfirvalda. Hafa skal samband við biskup tafarlaust. Leiðbeiningar fyrir meðlimi eru í 38.6.2.7. Leiðbeiningar fyrir biskupa eru í 38.6.2.1.

20.7.6

Öryggisráðstafanir, viðbrögð við slysum og tilkynningar um slys

20.7.6.1

Öryggisráðstafanir

Leiðtogar og þátttakendur meta athafnir vandlega til að tryggja lágmarkshættu á meiðslum eða veikindum. Athafnir ættu líka að fela í sér lágmarkshættu á eignatjóni. Meðan á athöfnum stendur, leggja leiðtogar allt kapp á að tryggja öryggi.

20.7.6.2

Viðbrögð við slysum

Ef slys eða meiðsli eiga sér stað á eignum kirkjunnar eða meðan á kirkjuathöfn stendur, fara leiðtogar eftir eftirfarandi leiðbeiningum, eftir því sem við á:

  • Veitið skyndihjálp. Ef einstaklingur þarfnast frekari læknishjálpar, skal hafa samband við bráðamóttöku. Hafið líka samband við foreldri, forsjáraðila eða aðra aðstandendur og biskup eða stikuforseta.

  • Ef einhver týnist eða lætur lífið, skulið þið strax láta lögreglu á staðnum vita.

  • Veitið tilfinningalegan stuðning.

  • Hvetjið ekki eða letjið til lögsóknar. Skuldbindið ykkur ekki fyrir hönd kirkjunnar.

  • Skráið og geymið nöfn vitna, tengiliðaupplýsingar þeirra, frásagnir af því sem gerðist og ljósmyndir.

  • Tilkynnið slysið (sjá 20.7.6.3).

20.7.6.3

Tilkynningar um slys

Eftirfarandi aðstæður ætti að tilkynna á netinu á incidents.ChurchofJesusChrist.org.

  • Slys eða meiðsli sem eiga sér stað í eða við eignir kirkjunnar eða meðan á kirkjuathöfn stendur.

  • Einstaklings sem tók þátt í kirkjuathöfn er saknað.

  • Skemmdir á einkaeignum, opinberum eignum eða kirkjueignum við kirkjuathafnir.

  • Lögsókn er hótað eða hennar vænst.

Ef alvarleg meiðsli eiga sér stað, dauðsfall eða einstaklings er saknað, skal stikuforseti, biskup eða sá meðlimur sem hann tilnefnir tilkynna það tafarlaust svæðisskrifstofunni.

20.7.6.4

Tryggingar og spurningar

Ef meiðsli eiga sér stað á kirkjuviðburði, ákveða leiðtogar hvort læknishjálparáætlun kirkjuathafna eigi við.

Í sumum tilfellum gæti stikuforseti eða biskup haft spurningar um öryggismál eða kröfur á hendur kirkjunni. Stikuforseti (eða biskup, undir hans handleiðslu) vísar slíkum spurningum til Áhættustýringarsviðs eða svæðisskrifstofunnar.

20.7.7

Ferðalög

Ferðalög vegna kirkjuathafna ættu að vera samþykkt af biskupi eða stikuforseta. Ferðalög ættu ekki að leggja óeðlilegar byrðar á meðlimi. Ekki er mælt með því að ferðast langar vegalengdir vegna athafna.

Þegar það er gerlegt, ættu kirkjuhópar að nota viðurkennd samgöngutæki til langferða. Þau ættu að hafa leyfi og vera tryggð með ábyrgðartryggingu.

Þegar kirkjuhópar ferðast í einkabifreiðum, verður hvert ökutæki að vera í öruggu ástandi. Hver og einn ætti að nota öryggisbelti. Hver ökumaður ætti að vera löggiltur, ábyrgur fullorðinn.

Prenta