Handbækur og kallanir
23. Miðla fagnaðarerindinu og styrkja nýja og endurkomna meðlimi


„23. Miðla fagnaðarerindinu og styrkja nýja og endurkomna meðlimi,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„23. Miðla fagnaðarerindinu og styrkja nýja og endurkomna meðlimi,“ Valið efni úr Almennri handbók

Ljósmynd
fólk horfir á síma

23.

Miðla fagnaðarerindinu og styrkja nýja og endurkomna meðlimi

23.0

Inngangur

Að bjóða öllum að meðtaka fagnaðarerindið, er hluti af starfi sáluhjálpar og upphafningar (sjá 1.2 í þessari handbók; Matteus 28:19–20). Í því felst:

  • Að taka þátt í trúboðsstarfi og þjóna sem trúboðar.

  • Að hjálpa nýjum og endurkomnum kirkjumeðlimum að vaxa á sáttmálsveginum.

23.1

Miðla fagnaðarerindinu

23.1.1

Elska

Ein leið til að sýna að við elskum Guð, er að elska og þjóna börnum hans (sjá Matteus 22:36–39; 25:40). Við leitumst við að elska og þjóna eins og Jesús Kristur gerði. Sú elska innblæs okkur til að gæta að fólki af öllum trúarbrögðum, kynþáttum og menningarheimum (sjá Postulasagan 10:34; 2. Nefí 26:33).

23.1.2

Miðla

Vegna þess að við elskum Guð og börn hans, viljum við eðlilega miðla þeim blessunum sem hann hefur veitt okkur (sjá Jóhannes 13:34–35) og hjálpa við samansöfnun Ísraels. Við leitumst við að hjálpa fólki að upplifa þá gleði sem við upplifum (sjá Alma 36:24). Við tölum opinskátt um frelsarann og áhrif hans á líf okkar (sjá Kenning og sáttmálar 60:2). Við miðlum þessum hlutum eðlilega og blátt áfram í persónulegum samskiptum, á netinu og annars staðar.

23.1.3

Bjóða

Við biðjumst fyrir um innblástur og leiðsögn um hvernig bjóða megi öðrum að:

  • Koma og upplifa þær blessanir sem standa til boða í Jesú Kristi, fagnaðarerindi hans og kirkju hans (sjá Jóhannes 1:37–39, 45–46).

  • Koma og hjálpa okkur að þjóna fólki í neyð.

  • Koma og tilheyra hinni endurreistu kirkju Jesú Krists.

Oft bjóðum við einfaldlega með því að hafa fjölskyldu, vini og nágranna með í því sem við gerum nú þegar.

23.2

Styrkja nýja meðlimi

Sérhver nýr meðlimur þarfnast vináttu, tækifæra til að þjóna og andlegrar næringar. Sem meðlimir kirkjunnar, sýnum við nýjum meðlimum elsku okkar og stuðning (sjá Mósía 18:8–10). Við hjálpum þeim að finna að þeir tilheyri í kirkjunni. Við hjálpum þeim að þróast á sáttmálsveginum og „[snúa] til Drottins“ (Alma 23:6).

23.3

Styrkja endurkomna meðlimi

Sumir meðlimir kjósa að hætta þátttöku í kirkjunni. „Slíkum,“ sagði frelsarinn, „skuluð þér halda áfram að þjóna. Því að þér vitið ekki, nema þeir snúi til baka og iðrist og komi til mín í einlægum ásetningi, og ég mun gjöra þá heila. Og þér skuluð vera tæki til að færa þeim sáluhjálp“ (3. Nefí 18:32).

Meðlimir sem taka ekki fullan þátt eru líklegri til að snúa aftur ef tengsl þeirra við kirkjumeðlimi eru sterk. Líkt og nýir meðlimir, þarfnast þeir vináttu, tækifæra til að þjóna og andlegrar næringar.

23.4

Stikuleiðtogar

23.4.1

Stikuforsætisráð

Stikuforseti hefur lyklana í stikunni til að miðla fagnaðarerindinu og styrkja nýja og endurkomna meðlimi. Hann og ráðgjafar hans marka heildarstefnu þessa starfs.

Stikuforseti á yfirleitt mánaðarlega fund með trúboðsforseta, til að samræma starf stiku- og deildarleiðtoga og fastatrúboða.

23.4.3

Háráðsmenn

Stikuforsætisráð getur falið háráðsmönnum að leiðbeina og styðja forsætisráð öldungasveitar og deildartrúboðsleiðtoga. Einum eða fleiri háráðsmönnum mætti fela að leiða þetta starf. Þó er þessi ábyrgð allra háráðsmanna í þeim deildum og sveitum sem þeim eru tilnefndar.

23.4.4

Forsætisráð Líknarfélags stiku

Undir handleiðslu stikuforseta, leiðbeinir og styður forsætisráð Líknarfélags stiku forsætisráð Líknarfélags deildar í þeim ábyrgðarskyldum að miðla fagnaðarerindinu og styrkja nýja og endurkomna meðlimi.

23.5

Deildarleiðtogar

23.5.1

Biskupsráð

Biskupsráð á samráð við forsætisráð öldungasveitar og Líknarfélags við að leiða starf deildar við að miðla fagnaðarerindinu og styrkja nýja og endurkomna meðlimi. Þessir leiðtogar eiga samráð reglubundið.

Biskupsráð gætir þess að þetta starf sé rætt og samræmt á deildarráðs- og ungmennaráðsfundum.

Biskup hefur viðtöl við nýja meðlimi á viðeigandi aldri fyrir musterismeðmæli til að framkvæma staðgengilsskírnir og staðfestingar (sjá 26.4.2). Hann hefur líka viðtöl við bræður á viðeigandi aldri til að hljóta Aronsprestdæmið. Hann hefur yfirleitt þessi viðtöl innan viku frá staðfestingu meðlims.

23.5.2

Forsætisráð öldungasveitar og Líknarfélags

Forsætisráð öldungasveitar og Líknarfélags leiða daglegt starf deildar við að miðla fagnaðarerindinu og styrkja nýja og endurkomna meðlimi (sjá 8.2.3 og 9.2.3).

Þessir leiðtogar hafa eftirfarandi ábyrgðarskyldur:

  • Þeir hjálpa við að innblása meðlimi til að elska börn Guðs, miðla fagnaðarerindinu og bjóða öðrum að taka á móti blessunum frelsarans.

  • Þeir úthluta þjónandi bræðrum og systrum nýjum og endurkomnum meðlimum (sjá 21.2.1).

  • Þeir leiða starf deildartrúboðsleiðtoga.

Forseti öldungasveitar og Líknarfélags fela hvor fyrir sig meðlim í forsætisráði sínu að hjálpa við að leiða þetta starf. Þessir tveir meðlimir forsætisráðanna starfa saman. Þeir sækja vikulega samræmingarfundi (sjá 23.5.7).

23.5.3

Deildartrúboðsleiðtogi

Biskupsráð ráðfærir sig við stikuforseta til að ákveða hvort kalla skuli deildartrúboðsleiðtoga. Sá einstaklingur ætti að vera Melkísedeksprestdæmishafi. Ef þessi leiðtogi er ekki kallaður, gegnir meðlimur í forsætisráði öldungasveitarinnar þessu hlutverki.

Deildartrúboðsleiðtogi styður forsætisráð öldungasveitar og Líknarfélags í trúboðsskyldum þeirra. Hann hefur líka eftirfarandi ábyrgðarskyldur:

  • Hann samræmir starf deildarmeðlima og leiðtoga, deildartrúboða og fastatrúboða.

  • Hann leiðir vikulega samræmingarfundi (sjá 23.5.7).

23.5.4

Deildartrúboðar

Deildartrúboðar hjálpa deildarmeðlimum að upplifa gleðina við að miðla fagnaðarerindinu, eins og tilgreint er í 23.1. Þeir þjóna undir handleiðslu deildartrúboðsleiðtoga eða meðlims forsætisráðs öldungasveitar sem gegnir þessu hlutverki.

23.5.5

Deildarráð og ungmennaráð deildar

Á deildarráðsfundum ætti reglubundið að ræða um að miðla fagnaðarerindinu og styrkja nýja og endurkomna meðlimi. Biskup getur boðið deildartrúboðsleiðtoga að sækja deildarráðsfundi.

Eyðublöð eins og eftirfarandi geta hjálpað við þessar umræður:

Í umræðum um þarfir ungmenna í deild, veitir ungmennaráð deildar nýjum og endurkomnum meðlimum og ungmennum sem trúboðarnir kenna, sérstaka athygli.

23.5.7

Samræmingarfundir

Í hverri viku eru hafðir stuttir óformlegir fundir til að samræma starfið við að miðla fagnaðarerindinu og styrkja nýja og endurkomna meðlimi. Ef deildartrúboðsleiðtogi er kallaður, stjórnar hann þessum fundum. Annars stjórnar sá meðlimur forsætisráðs öldungasveitar sem gegnir þessu hlutverki.

Öðrum sem er boðið eru:

  • Tilnefndir meðlimir í forsætisráðum Líknarfélags og öldungasveitar.

  • Deildartrúboðar.

  • Aðstoðarmaður í prestasveit (eða forseti kennara- eða djáknasveitar, ef engir prestar eru í deild).

  • Meðlimur í forsætisráði elsta námsbekkjar Stúlknafélagsins.

  • Fastatrúboðar.

Prenta