„24. Meðmæli og þjónusta trúboða,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).
„24. Meðmæli og þjónusta trúboða,“ Valið efni úr Almennri handbók.
24
Meðmæli og þjónusta trúboða
24.0
Inngangur
Til forna gaf Drottinn það boð að safna Ísrael saman á meðal „[allra þjóða], [skíra] þá í nafni föður og sonar og heilags anda“ (Matteus 28:19; sjá einnig vers 20). Drottinn hefur endurnýjað þetta boð á þessum síðari dögum (sjá Kenning og sáttmálar 39:11; 68:6–8; 112:28–30).
Það eru heilög forréttindi að þjóna Drottni sem trúboði. Það færir þeirri manneskju og þeim sem hann eða hún þjónar, eilífar blessanir (sjá Kenning og sáttmálar 18:14–16).
Drottinn biður hvern verðugan, hæfan ungan mann að undirbúa sig og þjóna í trúboði.
Drottinn býður einnig verðugar, hæfar ungar konur velkomnar til trúboðsþjónustu, ef þær þrá það.
Einnig er þörf fyrir eldri trúboða og eru þeir hvattir til að búa sig undir þjónustu.
24.1
Kallið til að þjóna
Trúboðar eru fulltrúar Drottins og verða að hljóta köllun frá viðeigandi valdhafa (sjá Kenning og sáttmálar 42:11; Trúaratriðin 1:5). Kallið til að þjóna kemur yfirleitt frá forseta kirkjunnar. Fyrir eldri trúboða kemur kallið frá stikuforsetanum.
24.2
Trúboðsverkefni
Kallið til þjónustu sem trúboði felur í sér ákveðið verkefni. Þessi verkefni geta verið fjölbreytt.
24.2.1
Ungir kennslutrúboðar
Flestir ungir trúboðar fá það hlutverk að kenna fagnaðarerindið fjarri heimilum sínum. Þessi verkefni eru gefin postulum með opinberun. Þessir trúboðar þjóna undir leiðsögn trúboðsforseta.
24.2.2
Ungir þjónustutrúboðar
Sumir ungir trúboðar fá það hlutverk að þjóna í kirkjunni og samfélaginu á sama tíma og þeir búa heima. Þessi verkefni eru gefin postulum með opinberun og eru veitt þeim einstaklingum sem búa við aðstæður sem gera þá hæfasta til að þjóna í þjónustutrúboði (sjá 24.3.3).
24.2.3
Eldri trúboðar
Allir eldri trúboðar eru hvattir til að finna fólk til að kenna og hjálpa þeim að búa sig undir skírn. Eldri trúboðar gætu einnig fengið það hlutverk að styðja við:
-
Meðlimi og svæðis- og staðarleiðtoga.
-
Ýmis svið kirkjunnar og húsnæði.
-
Góðgerðarsamtök.
Ekki er ætlast til þess að eldri trúboðar vinni sama vinnutíma, framkvæmi sömu verkefni eða uppfylli sömu væntingar og ungir trúboðar.
Verkefni eldri trúboða eru gefin postulum með opinberun. Umsækjendur geta sett fram óskir um verkefni en ættu að vera fúsir að meðtaka hvaða verkefni sem er.
24.2.4
Eldri þjónustutrúboðar
Til viðbótar við kallanir þeirra í heimadeildum eða stikum, þá geta meðlimir þjónað Drottni sem eldri þjónustutrúboðar. Þessir trúboðar veita dýrmæta þjónustu á ýmsum sviðum kirkjunnar, í byggingum og trúboðum (sjá 24.7.1). Þeir búa heima.
Eldri þjónustutrúboðar eru kallaðir af stikuforseta. Þeir þjóna undir hans stjórn. Vinnustundirnar sem þeir leggja fram vikulega fara eftir getu þeirra, þjónustutækifærum á svæði þeirra og ábendingum frá svæðisforsætisráðinu.
24.2.5
Samantekt trúboðsverkefna
Eftirfarandi tafla sýnir samantekt tegunda trúboðsverkefna.
Ungur kennslutrúboði |
Ungur þjónustutrúboði |
Eldri trúboði |
Eldri þjónustutrúboði | |
---|---|---|---|---|
Er kallaður af | Ungur kennslutrúboði Forseta kirkjunnar | Ungur þjónustutrúboði Forseta kirkjunnar | Eldri trúboði Forseta kirkjunnar | Eldri þjónustutrúboði Stikuforseta |
Hlýtur verkefni frá | Ungur kennslutrúboði Postula | Ungur þjónustutrúboði Postula | Eldri trúboði Postula | Eldri þjónustutrúboði Stikuforseta |
Settur í embætti af | Ungur kennslutrúboði Stikuforseta | Ungur þjónustutrúboði Stikuforseta | Eldri trúboði Stikuforseta | Eldri þjónustutrúboði Stikuforseta eða ráðgjafa |
Býr | Ungur kennslutrúboði Að heiman | Ungur þjónustutrúboði Heima | Eldri trúboði Að heiman eða heima | Eldri þjónustutrúboði Heima |
Kirkjulegur leiðtogi | Ungur kennslutrúboði Trúboðsforseti eða forseti sögulegs svæðis | Ungur þjónustutrúboði Stikuforseti | Eldri trúboði Trúboðsforseti, musterisforseti eða forseti sögulegs svæðis eða svæðisforseti | Eldri þjónustutrúboði Stikuforseti |
Svarar til | Ungur kennslutrúboði Trúboðsforseta eða forseta sögulegs svæðis | Ungur þjónustutrúboði Þjónustutrúboðsleiðtoga | Eldri trúboði Trúboðsforseta, musterisforseta eða forseta sögulegs svæðis; svæðisforseta, stjórnanda gestamiðstöðvar eða kirkjusviðs eða byggingar. | Eldri þjónustutrúboði Yfirmanns þjónustuverkefnis |
Aldurskröfur | Ungur kennslutrúboði 18–25 (karlar) | Ungur þjónustutrúboði 18–25 (karlar) | Eldri trúboði 40 eða eldri, ef gift eða einhleyp systir | Eldri þjónustutrúboði 26 eða eldri |
24.3
Undirbúningur og verðugleiki til trúboðsþjónustu
Verðandi trúboðar eru hvattir til að þjóna í trúboði vegna elsku sinnar til Drottins og barna hans. Þeir ættu að vera kunnugir spurningum meðmælaviðtals fyrir trúboða.
24.3.1
Trúarlegur viðsnúningur til Jesú Krists
Verðandi trúboðar vinna að því að styrkja trúarlegan viðsnúning sinn til Jesú Krists og hins endurreista fagnaðarerindis hans.
24.3.2
Uppfylla verðugleikastaðla
Verðandi trúboðar vinna að því að verðskulda samfélag heilags anda. Þetta er nauðsynlegt fyrir áhrifaríka trúboðsþjónustu (sjá Kenning og sáttmálar 42:13–14).
24.3.2.1
Iðrun
Iðrun krefst iðkunar trúar á Krist, með einlægum ásetningi og að boðorðin séu haldin. Hún felur í sér að játa og láta af synd. Ef um alvarlega synd er að ræða, krefst iðrunin játningar fyrir biskupi eða stikuforseta.
Einstaklingur sem iðrast hlýtur fyrirgefningu og er gerður hreinn fyrir friðþægingu og náð Jesú Krists. Drottinn minnist syndarinnar ekki framar. (Sjá Jesaja 43:25; Jakob 6:5; Alma 34:15–17; Helaman 5:10–11; Kenning og sáttmálar 58:42–43. Sjá einnig 32.1 í þessari handbók.)
Umsækjandi um trúboð verður að hafa iðrast alvarlegrar syndar áður en stikuforsetinn getur sent frá sér meðmæli hans eða hennar (sjá 32.6; sjá einnig 24.4.4). Iðrunarferlið gefur nægan tíma fyrir einstaklinginn til að sýna, með réttlátu líferni, að hann eða hún hafi hlotið anda Krists til fyrirgefningar syndanna.
24.3.3
Líkamlegt, sálrænt og tilfinningalegt heilbrigði
Trúboðsverkið er áskorun. Ungir kennslutrúboðar verða að skuldbinda sig og vera líkamlega, andlega og tilfinningalega hæfir til að skila af sér fullu verki trúboðsáætlunarinnar.
24.3.4
Fjármál
24.3.4.1
Fjármögnun ungra trúboða sem þjóna fjarri heimili
Ekki ætti að tefja unga trúboða, sem hafa undirbúið sig eftir bestu getu, frá því að þjóna af fjárhagslegum ástæðum. Þeir sem þarfnast fjárhagslegs stuðnings til að koma til móts við ætlað framlag geta hlotið það frá stórfjölskyldu og vinum.
Ef þörf gerist, getur biskup eða stikuforseti beðið deildar- eða stikumeðlimi að gefa í deildartrúboðssjóðinn.
Ekki má nota fjárlög né föstusjóði staðareininga.
Skuldbinding um mánaðarleg framlög. Ungir kennslutrúboðar og fjölskyldur þeirra leggja fram ákveðna upphæð á mánuði til að hjálpa með kostnað trúboðsstarfsins.
Framlög eru sett í deildartrúboðssjóðinn. Biskup staðfestir greiðslu framlaganna í hverjum mánuði. Ekki skal greiða umframgreiðslur fram í tímann. Ekki er hægt að endurgreiða umframgreiðslur ef trúboði kemur snemma heim.
Útgjöld á akrinum. Ungir trúboðar hljóta mánaðarlegar greiðslur frá trúboðinu til að sjá þeim fyrir matvælum, samgöngum og öðrum útgjöldum. Þessir sjóðir eru heilagir. Trúboðar nota þá einungis fyrir trúboðstengd mál. Þá ætti ekki að nota fyrir persónuleg útgjöld, sparnað eða senda til fjölskyldumeðlima eða annarra. Trúboðar skila til trúboðsins öllu fjármagni sem þeir hafa ekki not fyrir.
Trúboðar nota persónulega sjóði til að greiða fyrir annan kostnað. Halda ætti þessum persónulegu útgjöldum í lágmarki. (Sjá Trúboðsstaðlar fyrir lærisveina Jesú Krists, 4.8.)
24.3.4.2
Fjármögnun eldri trúboða sem þjóna fjarri heimili
Skuldbinding um mánaðarleg framlög. Eldri trúboðar sem þjóna fjarri heimili greiða í trúboðssjóð heimadeildar sinnar í hverjum mánuði. Þessi framlög hjálpa við að greiða húsnæðis- og farartækjakostnað.
Biskup staðfestir greiðslu framlaganna í hverjum mánuði. Ekki skal greiða umframgreiðslur fram í tímann.
Viðbótarútgjöld. Til viðbótar við skuldbindingu um mánaðarleg framlög, sem hjálpa við að greiða húsnæðis- og farartækjakostnað, verða eldri trúboðar að standa skil á öllum viðbótarútgjöldum, að meðtöldum matvælum.
24.3.4.3
Fjármögnun trúboða sem þjóna heima
Trúboðar sem þjóna heima bera ábyrgð á öllum fjárhagslegum þörfum sínum.
24.3.4.4
Heilsufarstryggingar og útgjöld
Allir trúboðar eru hvattir til að halda sínum heilsufarstryggingum, ef mögulegt er, þar með taldir ungu kennslutrúboðarnir.
Trúboðar sem þjóna heima verða að sjá sér sjálfum fyrir heilsufarstryggingum og öðrum tryggingum. Eldri trúboðar sem þjóna fjarri heimili verða einnig að sjá sér fyrir tryggingum. Eldri trúboðar sem þjóna utan síns heimalands gætu mögulega fengið tryggingar í gegnum Tryggingaáætlun eldri borgara.
24.3.5
Hlutverk fjölskyldumeðlima og leiðtoga við að undirbúa trúboða
Fjölskyldumeðlimir, biskupar og aðrir leiðtogar aðstoða ungmenni við trúboðsundirbúning.
Fjölskyldumeðlimir og leiðtogar hvetja alla umsækjendur um trúboð til að læra í:
-
Mormónsbók og öðrum ritningum.
-
Öryggisreglur um tækninotkun.
Fjölskyldumeðlimir og leiðtogar hjálpa öllum umsækjendum að skuldbinda sig að fylgja trúboðsstöðlum. Þeir hvetja umsækjendur til að læra handbókina um trúboðsstaðlana sem hefur að gera með mögulegt verkefni þeirra:
-
Fyrir unga kennslutrúboða: Trúboðsstaðlar fyrir lærisveina Jesú Krists
24.4
Mæla með trúboðum
24.4.1
Heilsumat
Allir umsækjendur verða að fara í heilsufarsskoðun hjá heilbrigðisstarfsmanni til að meta stöðu þeirra.
24.4.2
Viðtals- og meðmælaeyðublað
Biskupinn og stikuforsetinn hafa ítarleg, andlega leitandi og uppbyggjandi viðtöl við hvern umsækjanda. Þeir ættu að nota spurningar meðmælaviðtals fyrir trúboða.
Biskupinn og stikuforsetinn yfirfara einnig upplýsingar um verðugleikastaðla og heilsufarsástand í Rafrænu kerfi trúboðsmeðmæla. Biskupinn og stikuforsetinn bæta engum hæfnistöðlum við. Þeir breyta heldur ekki viðtalsspurningunum.
Ef biskupinn og stikuforsetinn efast um getu umsækjanda til að uppfylla verðugleikastaðla eða um heilsufar hans eða hennar, ræða þeir saman og við einstaklinginn. Með leyfi umsækjandans, geta þeir einnig rætt við foreldra hans eða hennar. Biskupinn og stikuforsetinn leggja ekki inn meðmæli fyrr en einstaklingurinn hefur iðrast af alvarlegri synd (sjá 24.3.2.1). Byggt á líkamlegri, sálrænni og tilfinningalegri heilsu einstaklingsins, geta þeir rætt möguleikann á því að hann hljóti verkefni sem þjónustutrúboði.
Í brýnum tilfellum, þar sem biskupinn eða stikuforsetinn er fjarverandi, má hann veita einum ráðgjafa sinna heimild til að hafa þessi viðtöl.
Í umdæmum hefur trúboðsforsetinn eða útvalinn ráðgjafi viðtölin og mælir með trúboðsumsækjendum. Umdæmisforsetar hafa ekki þessi viðtöl.
24.4.4
Þau sem ekki geta þjónað sem fastatrúboðar
Stundum er meðlimur sem þráir að þjóna í trúboði, ekki kallaður sem fastatrúboði. Þetta gæti verið vegna heilsufarsáskorana, að hann uppfylli ekki verðugleikastaðla, vegna lagalegra ástæðna eða annarra aðstæðna. Stikuforsetinn getur afsakað hann eða hana frá því að þjóna sem fastatrúboði.
24.5
Eftir að hafa fengið trúboðsköllun
Nýkallaðir trúboðar eru hvattir til að lesa eða lesa aftur Mormónsbók áður en þeir hefja trúboð sitt. Þeir fylgja ráði Benjamíns konungs: „Gætið yðar …, hugsana yðar, orða yðar og gjörða“ (Mósía 4:30).
24.5.1
Musterisgjöf og musterisþjónusta
Ef nýkallaðir trúboðar hafa ekki hlotið helgiathöfn musterisgjafar, ættu þeir að meðtaka hana áður en þeir hefja trúboðsþjónustu þar sem það er mögulegt (sjá Kenning og sáttmálar 43:15–16; 105:33). Það á líka við um þjónustutrúboða, ef það er viðeigandi í þeirra aðstæðum.
Nýkallaðir trúboðar sem hafa hlotið musterisgjöf mega þjóna sem musterisþjónar áður en þeir hefja trúboðsstarf, eins og við á (sjá 25.5).
24.5.2
Sakramentissamkoma
Biskupsráðið býður nýkölluðum trúboðum að flytja ræður á sakramentissamkomu áður en þeir hefja trúboð sitt. Þetta er hefðbundin sakramentissamkoma. Áherslan ætti að vera á sakramentið og frelsarann.
24.5.3
Setja trúboða í embætti
Stikuforseti heimasvæðis setur hvern trúboða í embætti eins nálægt upphafsdegi trúboðs hans eða hennar og mögulegt er. Í brýnum tilfellum, þar sem stikuforsetinn er fjarverandi, má hann veita einum ráðgjafa sinna heimild til að setja trúboða í embætti.
Trúboðsforsetinn eða einn ráðgjafa hans setja trúboða í embætti sem eru kallaðir frá umdæmum í þeirra trúboði. Umdæmisforsetinn setur trúboða ekki í embætti.
Bróðir sem mun þjóna í trúboði fjarri heimili sínu verður að hafa fengið Melkísedeksprestdæmið áður en hann er settur í embætti sem trúboði. Bróðir sem mun þjóna sem þjónustutrúboði ætti að vera með Melkísedeksprestdæmið, ef það er viðeigandi í hans aðstæðum.
24.6
Þjónusta fjarri heimili
24.6.2
Á akrinum
24.6.2.5
Beiðni um að styðja aðra fjárhagslega eða fyrir nám eða flutning úr landi
Trúboðar og fjölskyldur þeirra ættu ekki að veita þeim fjárhagsstuðning sem búa á þjónustusvæði trúboðanna, þar með talið fjárhagsstuðning fyrir nám. Né heldur ættu trúboðar og fjölskyldur þeirra að vera stuðningsaðilar einstaklinga sem vilja flytja til annarra landa (sjá 38.8.19).
24.6.2.8
Meðlimaskýrslur og tíund
Heimadeild trúboða heldur meðlimaskýrslu hans. Heimadeildin skráir einnig tíundarstöðu hans eða hennar. Trúboðar greiða ekki tíund af framfærslu þeirri sem þeir hljóta frá trúboðinu. Þeir greiða hins vegar tíund ef þeir eru með persónulegar tekjur.
24.6.3
Snúa heim úr trúboði
24.6.3.1
Snúa heim á upphaflegri áætlun
Trúboðar og fjölskyldur þeirra ættu ekki að óska eftir snemmbærri aflausn eða framlengingu af persónulegum ástæðum.
Ungir trúboðar ættu að ferðast beint heim eftir trúboð sitt. Öll önnur ferðalög eru einungis viðeigandi ef trúboðinn er í fylgd með að minnsta kosti einu foreldri eða forráðamanni.
Trúboðar eru ekki leystir úr embætti fyrr en þeir gefa stikuforseta sínum skýrslu. Þeir fylgja trúboðsstöðlum fram að þeim tíma.
24.6.3.2
Snúa heim snemma
Sumir trúboðar eru leystir frá embætti snemma af heilsufarsástæðum, vegna verðugleika eða annarra ástæðna. Biskupar og stikuforsetar veita þessum heimkomnu trúboðum sérstakan stuðning. Leiðtogar hjálpa þeim að vinna að því að ná heilsu sinni eða snúa aftur til þjónustu, ef það er mögulegt.
24.7
Þjónustutrúboð
24.7.1
Bera kennsl á tækifæri fyrir þjónustutrúboða
Biskupinn, stikuforsetinn og þjónustutrúboðinn ræða saman til að koma auga á þjónustutækifæri. Fyrir unga trúboða, þá taka þjónustutrúboðsleiðtogi og foreldar eða forráðamenn trúboðans þátt í umræðunni.
24.8
Eftir trúboðsþjónustu
24.8.2
Aflausnarviðtal trúboða
Stikuforsetinn leysir trúboðana af og framkvæmir aflausnarviðtal. Í umdæmum er það almennt trúboðsforsetinn eða valinn ráðgjafi sem leysir trúboðana af.
Eftirfarandi leiðbeiningar gætu verið hjálplegar fyrir viðtalið.
-
Hvetja þá til að halda lífinu áfram sem lærisveinar Jesú Krists.
-
Veita þeim ráð um að byggja á góðum siðum sem þeir hafa tamið sér sem trúboðar.
-
Hvetja þá til að hugleiða og undirbúa fyrir framtíðina, meðal annars varðandi menntun og atvinnu fyrir unga trúboða.
-
Hvetja þá til að lifa ávallt verðugir musterismeðmæla.
24.8.4
Kallanir
Leiðtogar úthluta nýafleystum trúboðum strax hirðisþjónustuverkefnum og köllunum. Þetta felur einnig í sér möguleikann á að vera musterisþjónn, eins og við á (sjá 25.5).
24.9
Gögn fyrir meðmæli og þjónustu trúboða
24.9.2
Vefsíður:
-
MissionaryRecommendations.ChurchofJesusChrist.org (einungis í boði fyrir staðarleiðtoga og umsóknaraðila fyrir trúboð)