„30. Kallanir í kirkjunni,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).
„30. Kallanir í kirkjunni,“ Valið efni úr Almennri handbók
30.
Kallanir í kirkjunni
30.0
Inngangur
Kallanir gefa meðlimum tækifæri til að upplifa gleði þess að þjóna Guði með því að þjóna börnum hans (sjá Mósía 2:17). Kallanir hjálpa meðlimum líka við að auka trú þeirra og komast nær Drottni.
Það er ekki viðeigandi að sækjast eftir ákveðnum köllunum í kirkjunni (sjá Markús 10:42–45; Kenning og sáttmálar 121:34–37). Meðlimir kirkjunnar fá heldur ekki „stöðuhækkun“ frá einni köllun til annarrar. Trúföst þjónusta í köllun er mikilvægari en það hver köllunin er. Drottinn heiðrar hollustu allra sem þjóna í kirkju hans.
30.1
Ákveða hvern skal kalla
30.1.1
Almennar leiðbeiningar
Þeir sem þjóna í kirkjunni eru kallaðir af Guði (sjá Hebreabréfið 5:4; Trúaratriðin 1:5). Leiðtogar leita leiðsagnar andans við að ákveða hvern skal kalla (sjá einnig 4.2.6). Þeir hugleiða einnig:
-
Verðugleika meðlimsins (sem kemur fram í viðtali).
-
Þá hæfileika og getu sem meðlimurinn hefur, eða gæti þroskað, til að blessa aðra.
-
Persónulegar aðstæður meðlimsins, þar með talið heilsa og starf hans eða hennar.
-
Þau áhrif sem köllunin gæti haft á hjónaband og fjölskyldu meðlimsins.
Meðlimir eru blessaðir fyrir þær fórnir sem þeir færa til að þjóna í kirkjunni. Köllun ætti hins vegar ekki að leggja óþarft álag á einstaklinga og fjölskyldur. Kallanir ættu heldur ekki að gera meðlimum erfitt fyrir að uppfylla atvinnuskyldur þeirra.
Almennt er hver meðlimur kallaður til að þjóna í aðeins einni köllun í einu, fyrir utan að vera þjónandi bróðir eða systir.
Þegar giftur meðlimur er kallaður, tryggja leiðtogar það að makinn sé meðvitaður og veiti kölluninni stuðning. Þegar piltur eða stúlka eru kölluð, fá leiðtogar samþykki frá foreldrum eða forráðamönnum hans eða hennar.
Áður en fólk er kallað, fer biskupinn vandlega yfir meðlimaskýrslu einstaklingsins til að staðfesta að þar séu ekki athugasemdir eða formleg aðildartakmörkun.
30.1.2
Kallanir fyrir nýja meðlimi
Tækifæri til að þjóna hjálpar meðlimum að vaxa andlega.
Deildarleiðtogar veita nýjum meðlimum tækifæri til að þjóna fljótlega eftir að þeir eru skírðir og staðfestir.
30.1.3
Kallanir fyrir þá sem ekki eru meðlimir
Kalla má einstaklinga sem ekki eru meðlimir í sumar stöður, eins og organista, tónlistarstjóra eða kallanir til að skipuleggja athafnir. Þeir ættu hins vegar ekki að vera kallaðir sem kennarar, forsætisráðsmeðlimir í sveitum eða samtökum eða sem tónlistarstjórar Barnafélagsins.
30.1.4
Trúnaður
Kallanir og aflausnir eru heilagar. Vegna þessa, halda leiðtogar upplýsingum um væntanlegar kallanir eða aflausnir í trúnaði.
30.1.5
Meðmæli og samþykki fyrir köllunum
Taflan yfir kallanir gefur til kynna hver megi koma með tillögur fyrir hverja köllun og hver veitir samþykki (sjá 30.8).
Biskupar og stikuforsetar hugleiða hverja tillögu vandlega, meðvitaðir um að hún hefur verið lögð fram í bænarhug. Biskupsráð eða stikuforsætisráð ber endanlega ábyrgð á því að meðtaka innblástur varðandi það hver er kallaður.
30.2
Veita köllun
Það ætti að vera þýðingarmikil andleg reynsla fyrir meðlim að fá köllun til að þjóna.
Þegar leiðtogi veitir köllun, útskýrir hann að hún komi frá Drottni.
Leiðtoginn getur einnig:
-
Útskýrt tilgang, mikilvægi og ábyrgð köllunarinnar.
-
Hvatt meðliminn til að leita anda Drottins við að uppfylla köllunina.
-
Borið vitni um að Drottinn muni hjálpa meðlimnum og blessa hann eða hana fyrir trúfasta þjónustu.
-
Segja meðlimnum hver muni veita þjálfun og stuðning fyrir köllunina.
-
Upplýsa meðliminn um hvaða fundi hann eða hún ætti að sitja og hvaða úrræði séu í boði.
30.3
Styðja meðlimi í köllunum
Kynna ætti þá sem kallaðir eru til flestra kallana fyrir stuðningsyfirlýsingu, áður en þeir hefja þjónustu (sjá Kenning og sáttmálar 28:13; 42:11).
Sá sem stýrir stuðningsyfirlýsingunni kynnir fyrst þá sem leystir hafa verið af (ef við á). Hann býður meðlimunum að sýna þakklæti sitt fyrir þjónustu þess einstaklings (sjá 30.6).
Þegar einstaklingur er kynntur til stuðnings, býður valdhafandi prestdæmisleiðtogi honum eða henni að standa upp. Leiðtoginn gæti notað álíka orð eins og:
„[Nafn] hefur verið kallaður/kölluð sem [staða]. Þeir sem eru því samþykkir að styðja [hann eða hana], sýni það með uppréttri hægri hönd. [Bíður örstutt.] Þeir sem eru því mótfallnir, sýni það. [Bíður örstutt.]“
Ef meðlimur í góðu standi mótmælir kölluninni, hittir leiðtoginn sem er í forsæti eða annar tilnefndur prestdæmisleiðtogi, hann eða hana afsíðis eftir fundinn.
30.4
Setja meðlimi í embætti til þjónustu í köllun
Fyrir frekari upplýsingar, sjá 18.11.
30.6
Leysa meðlimi frá köllunum
Þegar forseti eða biskup er leystur frá, þá eru ráðgjafar hans eða hennar leystir frá sjálfkrafa.
Aflausn frá köllun er mikilvægt tækifæri fyrir leiðtoga til að tjá þakklæti og viðurkenna hönd Guðs í þjónustu meðlimsins. Leiðtoginn hittir meðliminn persónulega og upplýsir hann eða hana um aflausnina áður en að hún er tilkynnt opinberlega. Þeir einir eru upplýstir sem þurfa að vita af aflausninni, áður en hún er tilkynnt.
Heimilaður prestdæmisleiðtogi kynnir aflausnina í sömu aðstæðum og þegar einstaklingurinn var studdur. Leiðtoginn gæti notað álíka orð eins og:
„[Nafn] hefur verið leyst/ur af sem [staða]. Þeir sem vilja þakka fyrir þjónustu [hans eða hennar], geta gert svo með uppréttingu handar.“
Leiðtoginn spyr ekki hvort einhver sé mótfallinn.
30.8
Tafla yfir kallanir
30.8.1
Deildarkallanir
Köllun |
Mælt með af |
Samþykkt af |
Stutt af |
Kallað og sett í embætti af |
---|---|---|---|---|
Köllun | Mælt með af Stikuforsætisráð, notar LCR | Samþykkt af Æðsta forsætisráðið og Tólfpostulasveitin | Stutt af Deildarmeðlimir | Kallað og sett í embætti af Stikuforseti, eftir samþykki frá Æðsta forsætisráðinu |
Köllun | Mælt með af Biskup | Samþykkt af Stikuforsætisráð og háráð | Stutt af Deildarmeðlimir | Kallað og sett í embætti af Stikuforseti eða tilnefndur ráðgjafi |
Köllun | Mælt með af Biskupsráð | Samþykkt af Stikuforsætisráð og háráð | Stutt af Deildarmeðlimir | Kallað og sett í embætti af Stikuforseti, tilnefndur ráðgjafi eða háráðsmaður |
Köllun | Mælt með af Biskupsráð | Samþykkt af Stikuforsætisráð og háráð | Stutt af Deildarmeðlimir | Kallað og sett í embætti af Stikuforseti, tilnefndur ráðgjafi eða háráðsmaður |
Köllun | Mælt með af Stikuforsætisráð (í samráði við biskupinn) | Samþykkt af Stikuforsætisráð og háráð | Stutt af Deildarmeðlimir | Kallað og sett í embætti af Stikuforseti |
Köllun | Mælt með af Forseti sveitar (í samráði við biskupinn) | Samþykkt af Stikuforsætisráð og háráð | Stutt af Deildarmeðlimir | Kallað og sett í embætti af Stikuforseti, tilnefndur ráðgjafi eða háráðsmaður |
Köllun Aðrar öldungasveitarkallanir | Mælt með af Forsætisráð sveitar | Samþykkt af Biskupsráð | Stutt af Meðlimir sveitar | Kallað og sett í embætti af Forseti sveitar eða tilnefndur ráðgjafi |
Köllun Forsetar samtaka deildar | Mælt með af Biskupsráð | Samþykkt af Biskupsráð | Stutt af Deildarmeðlimir | Kallað og sett í embætti af Biskup |
Köllun Ráðgjafar í forsætisráðum samtaka deildar | Mælt með af Forseti samtaka | Samþykkt af Biskupsráð | Stutt af Deildarmeðlimir | Kallað og sett í embætti af Biskup eða tilnefndur ráðgjafi |
Köllun Aðrar deildarkallanir í Líknarfélagi | Mælt með af Líknarfélagsforsætisráð | Samþykkt af Biskupsráð | Stutt af Meðlimir Líknarfélags | Kallað og sett í embætti af Biskup eða tilnefndur ráðgjafi |
Köllun Aðrar kallanir í Stúlknafélagi, Barnafélagi og sunnudagaskóla. | Mælt með af Forsætisráð samtaka | Samþykkt af Biskupsráð | Stutt af Deildarmeðlimir | Kallað og sett í embætti af Biskup eða tilnefndur ráðgjafi |
Köllun | Mælt með af Biskupsráð (í samráði við forseta öldungasveitar og Líknarfélags) | Samþykkt af Biskupsráð | Stutt af Deildarmeðlimir | Kallað og sett í embætti af Biskup eða tilnefndur ráðgjafi |
Köllun | Mælt með af Biskupsráð eða forsetar öldungasveitar og Líknarfélags | Samþykkt af Biskupsráð | Stutt af Deildarmeðlimir | Kallað og sett í embætti af Biskup eða tilnefndur ráðgjafi |
Köllun | Mælt með af Biskupsráð (í samráði við forseta öldungasveitar og Líknarfélags) | Samþykkt af Biskupsráð | Stutt af Deildarmeðlimir | Kallað og sett í embætti af Biskup eða tilnefndur ráðgjafi |
Köllun | Mælt með af Biskup (sem forseti prestasveitar) | Samþykkt af Biskupsráð | Stutt af Meðlimir sveitar | Kallað og sett í embætti af Biskup |
Köllun | Mælt með af Biskupsráð | Samþykkt af Biskupsráð | Stutt af Meðlimir sveitar | Kallað og sett í embætti af Kallaðir af biskup eða tilnefndum ráðgjafa; settur í embætti af biskupnum |
Köllun Ráðgjafar í forsætisráðum kennarasveitar og djáknasveitar og ritarar sveita | Mælt með af Forseti sveitar | Samþykkt af Biskupsráð | Stutt af Meðlimir sveitar | Kallað og sett í embætti af Biskup eða tilnefndur ráðgjafi |
Köllun | Mælt með af Biskupsráð (í samráði við forsætisráð Stúlknafélagsins) | Samþykkt af Biskupsráð | Stutt af Bekkjarmeðlimir | Kallað og sett í embætti af Biskup eða tilnefndur ráðgjafi |
Köllun | Mælt með af Bekkjarforseti | Samþykkt af Biskupsráð | Stutt af Bekkjarmeðlimir | Kallað og sett í embætti af Biskup eða tilnefndur ráðgjafi |
Köllun Aðrar kallanir deildar | Mælt með af Biskupsráð | Samþykkt af Biskupsráð | Stutt af Deildarmeðlimir | Kallað og sett í embætti af Biskup eða tilnefndur ráðgjafi |
30.8.2
Greinarkallanir
Köllun |
Mælt með af |
Samþykkt af |
Stutt af |
Kallað og sett í embætti af | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Köllun | Mælt með af Forsætisráð stiku, trúboðs eða umdæmis | Samþykkt af Stikuforsætisráð og háráð eða trúboðsforsætisráð | Stutt af Greinarmeðlimir | Kallað og sett í embætti af Stiku- eða trúboðsforseti (eða umdæmisforseti, ef skipaður) | ||||||||||||
Köllun | Mælt með af Greinarforseti | Samþykkt af Stikuforsætisráð og háráð eða trúboðsforsætisráð (eða umdæmisforsætisráð, þegar heimilað af trúboðsforseta) | Stutt af Greinarmeðlimir | Kallað og sett í embætti af Stiku-, trúboðs- eða umdæmisforseti eða tilnefndur ráðgjafi | ||||||||||||
Köllun | Mælt með af Greinarforsætisráð | Samþykkt af Stikuforsætisráð og háráð eða trúboðsforsætisráð (eða umdæmisforsætisráð, þegar heimilað af trúboðsforseta) | Stutt af Greinarmeðlimir | Kallað og sett í embætti af Stikuforseti eða tilnefndur ráðgjafi eða háráðsmaður (fyrir greinar í stikum); umdæmisforseti eða prestdæmisleiðtogi sem hann tilnefnir (fyrir greinar í trúboðum) | ||||||||||||
Köllun | Mælt með af Stiku-, umdæmis- eða trúboðsforsætisráð (í samráði við greinarforseta) | Samþykkt af Stikuforsætisráð og háráð eða trúboðsforsætisráð (eða umdæmisforsætisráð, þegar heimilað af trúboðsforseta) | Stutt af Greinarmeðlimir | Kallað og sett í embætti af Stiku- eða trúboðsforseti (eða umdæmisforseti, ef skipaður) | ||||||||||||
Köllun | Mælt með af Forseti sveitar (í samráði við greinarforseta) | Samþykkt af Stikuforsætisráð og háráð eða trúboðsforsætisráð (eða umdæmisforsætisráð, þegar heimilað af trúboðsforseta) | Stutt af Greinarmeðlimir | Kallað og sett í embætti af Stiku- eða trúboðsforseti eða tilnefndur ráðgjafi eða háráð (eða umdæmisforseti eða annar prestdæmisleiðtogi, ef tilnefndur) | ||||||||||||
Köllun Aðrar greinarkallanir | Mælt með af Sjá 30.8.1, skipta út greinarforseti fyrir biskup og grein fyrir deild. | Samþykkt af Sjá 30.8.1, skipta út greinarforseti fyrir biskup og grein fyrir deild. | Stutt af Sjá 30.8.1, skipta út greinarforseti fyrir biskup og grein fyrir deild. | Kallað og sett í embætti af Sjá 30.8.1, skipta út greinarforseti fyrir biskup og grein fyrir deild. |