Handbækur og kallanir
31. Viðtöl og aðrir fundir með meðlimum


„31. Viðtöl og aðrir fundir með meðlimum,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„31. Viðtöl og aðrir fundir með meðlimum,“ Valið efni úr Almennri handbók

Ljósmynd
karlar takast í hendur

31.

Viðtöl og aðrir fundir með meðlimum

31.0

Inngangur

Jesús Kristur þjónaði öðrum oft, einum af öðrum (sjá til dæmis Jóhannes 4:5–26; 3. Nefí 17:21). Hann elskar öll börn sín. Hann hjálpar þeim einstaklingsbundið.

Þessi kafli getur hjálpað öllum leiðtogum sem eiga kost á því að hitta meðlimina augliti til auglitis.

31.1

Leiðbeinandi reglur

31.1.1

Undirbúa sig andlega

Undirbúið ykkur andlega með bæn, ritningarlestri og réttlátu líferni. Hlustið á hvísl heilags anda.

31.1.2

Hjálpa meðlim að finna elsku Guðs

Þegar meðlimir koma til ykkar í viðtal eða fyrir aðstoð með persónulegar áskoranir, þá þarfnast þeir þess oft mest að vita að himneskur faðir elskar þá.

Ritningarnar og orð síðari daga spámanna bjóða andanum heim og kenna hreina kenningu. Notið þetta til að innblása og hvetja, ekki til að fordæma, þvinga eða valda hræðslu (sjá Lúkas 9:56).

31.1.3

Hjálpa meðlim að virkja kraft frelsarans

Hvetjið meðlimi til að snúa til hans. Hjálpið þeim að virkja kraft hans til að styrkja, hugga og endurleysa.

31.1.4

Hjálpa meðlim að finna hughreystingu og öryggi

Veitið ávallt meðlim möguleikann á að hafa einhvern annan viðstaddan í viðtali eða á fundi. Þegar fundurinn er með meðlim af gagnstæðu kyni, barni eða ungmenni, tryggið þá ávallt að foreldri eða annar fullorðinn einstaklingur sé viðstaddur. Hann eða hún getur verið á fundinum eða beðið fyrir utan herbergið, eftir óskum meðlimsins sem þið eruð að hitta.

Ekki miðla öðrum neinum persónulegum upplýsingum – maka ykkar þar með töldum eða öðrum kirkjuleiðtogum – nema meðlimurinn veiti leyfi sitt.

31.1.5

Spyrja innblásinna spurninga og hlusta vandlega

Þegar þið eigið fund með meðlim, spyrjið spurninga sem hjálpa ykkur að skilja stöðu hans eða hennar betur.

Hlustið vandlega og af athygli á meðan meðlimurinn talar.

31.1.6

Hvetja til sjálfsbjargar

Vegna kærleika ykkar gagnvart meðlimunum, gætuð þið strax viljað leggja til lausnir við vandamálum þeirra. Þið blessið þá hins vegar meira með því að hjálpa þeim að finna eigin lausnir og taka eigin ákvarðanir (sjá Kenning og sáttmálar 9:8).

31.1.7

Styðja viðleitni til iðrunar

Einungis biskupinn eða stikuforsetinn getur aðstoðað einstakling við að leysa alvarlegar syndir. Sumar þessar má finna í 32.6. Ef meðlimurinn hefur drýgt einhverja þessara synda, ætti hann eða hún að hitta biskupinn eða stikuforsetann án tafar.

31.1.8

Bregðast rétt við ofbeldi

Ofbeldi verður ekki umborið, af hvaða toga sem það er. Takið tilkynningum um ofbeldi alvarlega. Ef þið verðið vör við að einhver hefur orðið fyrir ofbeldi, tilkynnið þá yfirvöldum um ofbeldið og eigið samráð við biskupinn. Leiðbeiningar varðandi tilkynningar og viðbrögð við ofbeldi eru veittar í 38.6.2.

31.2

Viðtöl

31.2.1

Tilgangur viðtala

Almennt hafa leiðtogar viðtöl við meðlimi til að ákveða hvort þeir:

  • Séu reiðubúnir að meðtaka eða taka þátt í helgiathöfn.

  • Ættu að vera kallaðir í stöðu í kirkjunni.

31.2.2

Viðtalstegund

Hver getur haft viðtalið

Tilgangur viðtalsins

Hver getur haft viðtalið

Einungis biskup:

Tilgangur viðtalsins

  • Veitir meðlim musterismeðmæli, sem er að taka á móti eigin musterisgjöf eða innsiglast maka (sjá 26.3.1).

  • Veitir nýjum trúskiptingi musterismeðmæli (sjá 26.4.2).

  • Vígir nýjan karlkyns trúskipting í embætti Aronsprestdæmisins.

  • Vígir pilt eða karl í embætti prests (sjá 18.10.2).

  • Mælir með karli fyrir vígslu sem öldungur eða háprestur (sjá 31.2.6). Samþykki frá stikuforsætisráði er nauðsynlegt fyrir þetta viðtal.

  • Mælir með meðlim til að þjóna sem fastatrúboði (sjá 24.4.2).

  • Kallar meðlim til þjónustu sem forseta samtaka deildar.

  • Kallar prest til að þjóna sem aðstoðarmaður prestasveitar.

  • Hjálpar meðlim að iðrast af alvarlegri synd (sjá kafla 32).

  • Mælir með meðlim fyrir lán úr Varanlega menntunarsjóðnum, þar sem það er mögulegt.

  • Leyfir meðlim að staðfesta tíundargreiðslustöðu sína (sjá 34.3.1.2).

  • Veitir heimild fyrir notkun föstusjóðs (sjá 22.6.1).

Hver getur haft viðtalið

Biskup eða ráðgjafi sem hann tilnefnir

Tilgangur viðtalsins

  • Endurnýjar musterismeðmæli (sjá 26.3.1).

  • Gefur út musterismeðmæli til þáttöku í skírnum og staðfestingum staðgengla (sjá 26.4.3).

  • Gefur út musterismeðmæli til að innsiglast foreldrum eða verða vitni að innsiglun systkina til foreldra (sjá 26.4.4).

  • Kallar meðlim til að þjóna í deildarköllun eins og tilgreint er í 30.8.

  • Heimilar skírn og staðfestingu átta ára einstaklings sem er annað hvort meðlimur á skrá eða á foreldri eða forráðamann sem er meðlimur kirkjunnar (sjá 31.2.3.1).

  • Heimilar vígslu pilts til embættis djákna eða kennara (sjá 18.10.2).

  • Gefur út meðmæli fyrir patríarkablessun (sjá 18.17).

  • Heimilar prestdæmishafa að framkvæma helgiathöfn prestdæmisins í annarri deild, ef hann er ekki með musterismeðmæli. (Sjá Eyðublaðið Meðmæli til að framkvæma helgiathöfn.)

31.2.3

Skírnar- og staðfestingarviðtöl

31.2.3.1

Börn sem eru meðlimir á skrá

Biskupinn hefur prestdæmislykla til að skíra átta ára meðlimi sem eru á skrá í deild hans. Vegna þessa, hefur hann eða tilnefndur ráðgjafi viðtal við eftirfarandi einstaklinga fyrir skírn:

  • Átta ára börn sem eru meðlimir á skrá.

  • Átta ára börn sem eru ekki meðlimir á skrá en eiga foreldri eða forráðamann sem er meðlimur.

  • Meðlimi á skrá sem eru 9 ára eða eldri, hverra skírn var frestað vegna vitsmunalegrar fötlunar.

Í viðtalinu tryggir meðlimur biskupsráðs að barnið skilji tilgang skírnarinnar (sjá 2. Nefí 31:5–20). Hann tryggir einnig að barnið skilji skírnarsáttmálann og sé ákveðið í því að lifa eftir honum (sjá Mósía 18:8–10). Hann þarf ekki að nota sérstakan spurningalista. Þetta er ekki viðtal til að ákvarða verðugleika, þar sem „lítil börn … þarfnast [ekki] iðrunar“ (Moróní 8:11).

31.2.3.2

Trúskiptingar

Trúboðsforsetinn hefur prestdæmislyklana að skírnum trúskiptinga. Vegna þessa, hefur fastatrúboði viðtal við:

  • Einstaklinga sem eru níu ára eða eldri og hafa aldrei áður verið skírðir og staðfestir. Sjá 31.2.3.1 varðandi undanþágur fyrir þá sem stríða við vitsmunalega fötlun.

  • Átta ára börn og eldri sem eiga ekki foreldra sem eru meðlimir í kirkjunni.

  • Átta ára börn og eldri sem eiga foreldri sem er einnig verið að skíra og staðfesta.

31.2.4

Viðtöl fyrir vígslu til embættis í Aronsprestdæminu

Fyrir frekari upplýsingar, sjá 18.10.2.

31.2.5

Musterismeðmælaviðtöl

Musterið er hús Drottins. Það eru heilög forréttindi að fá að fara í musteri og taka þátt í helgiathöfnum. Þessi forréttindi eru ætluð þeim sem eru andlega reiðubúnir og keppa að því að lifa eftir stöðlum Drottins, eins og ákveðið er af valdhafandi prestdæmisleiðtogum.

Til að taka þessa ákvörðun, taka prestdæmisleiðtogar meðlimi í viðtöl og nota til þess spurningarnar í LCR (sjá einnig leiðbeiningarnar í 26.3).

31.2.6

Viðtöl fyrir vígslu til embættis í Melkísedeksprestdæminu

Stikuforsetinn hefur prestdæmislyklana að veitingu Melkísedeksprestdæmisins. Hann hefur einnig lyklana að vígslu í embætti öldungs og háprests.

Með leyfi stikuforsætisráðsins, hefur biskupinn viðtal við meðlimi og notar til þess spurningarnar í skjalinu Melchizedek Priesthood Ordination Record [Vígsla til Melkísedeksprestdæmis].

31.3

Önnur tækifæri fyrir leiðtoga til að eiga fund með meðlimum

  • Meðlimir geta einnig beðið um að hitta kirkjuleiðtoga þegar þeir þarfnast andlegrar leiðsagnar eða takast á við erfið persónuleg mál.

  • Biskupinn, eða einhver sem hann tilnefnir, hittir meðlimi sem búa við stundlegar þarfir (sjá 22.6).

  • Meðlimur biskupsráðsins hittir hvern 11 ára einstakling er hann eða hún fer úr Barnafélaginu yfir í djáknasveit eða námsbekk Stúlknafélagsins.

31.3.1

Fundir með ungmennum

Biskupinn eða einn ráðgjafa hans hittir hvert ungmenni tvisvar sinnum á ári. Að minnsta kosti einn þessara funda ætti að vera með biskupnum. Í upphafi ársins sem ungmennið verður 16 ára ættu báðir þessir fundir að vera með biskupnum, ef mögulegt er.

Forseti Stúlknafélagsins ber einnig ábyrgð á því að þjóna stúlkunum einstaklingsbundið. Hún getur gert svo með því að hitta stúlkur í einrúmi (eða með annan fullorðinn einstakling viðstaddan).

31.3.1.2

Umræðuefni

Megintilgangur fundanna með ungmennum er að styrkja trú á himneskan föður og Jesú Krist og hjálpa ungmennunum að fylgja þeim. Þessir fundir ættu að vera upplífgandi andleg reynsla.

31.3.2

Fundir með ungu einhleypu fólki

Biskupinn leggur mikla áherslu á andlega framþróun ungs einhleyps fólks í deildinni. Hann eða tilnefndur ráðgjafi hittir hvern ungan einhleypan einstakling einu sinni á ári, hið minnsta.

31.3.3

Fundur með meðlimum til að ræða kallanir þeirra og ábyrgðarskyldur

Stikuforsætisráð, biskupsráð og aðrir leiðtogar funda einstaklingsbundið með meðlimum varðandi kallanir þeirra.

Leiðtoginn tjáir þakklæti sitt fyrir þjónustu meðlimsins og veitir hvatningu.

31.3.6

Fagleg ráðgjöf og meðferð

Kirkjuleiðtogar eru ekki kallaðir til að vera faglegir ráðgjafar eða veita meðferð. Sú aðstoð sem þeir veita er andleg með áherslu á styrkjandi, huggandi, endurleysandi kraft Jesú Krists. Auk þessarar mikilvægu og innblásnu aðstoðar, kunna meðlimir að hafa hag af faglegri ráðgjöf þar sem hún er fáanleg.

31.4

Stafrænir fundir með meðlimum

Yfirleitt hitta leiðtogar meðlimi í persónulegum viðtölum og til að veita andlega hjálp og þjónustu. Ef þeir geta hins vegar ekki hist persónulega, geta þeir gert það rafrænt í undantekningartilfellum.

Prenta