2. Kapítuli
Jesús veitti Nefíta-lærisveinunum tólf vald til að veita gjöf heilags anda. Um 401–21 e.Kr.
1 Orð Krists, sem hann mælti við lærisveina sína, þá tólf sem hann hafði útvalið, þegar hann lagði hendur sínar yfir þá —
2 Og hann nefndi þá með nafni og sagði: Þér skuluð ákalla föðurinn í mínu nafni í máttugri bæn. Og að því loknu munuð þér hafa vald til að veita þeim, sem þér leggið hendur yfir, heilagan anda. Og í mínu nafni veitið þér hann, því að svo gjöra lærisveinar mínir.
3 En Kristur mælti þessi orð til þeirra, er hann birtist í fyrsta sinni. En fjöldinn heyrði þau ekki, en lærisveinarnir heyrðu þau. Og heilagur andi kom yfir alla þá, sem þeir lögðu hendur yfir.