Námshjálp
10. Adam-ondi-Ahman


10. Adam-ondi-Ahman

ljósmynd 10

Horft í suðurátt yfir Adam-ondi-Ahmandalinn, kyrrlátan, fagran dal í norðvesturhluta Missouri nálægt byggðinni Gallatin.

Merkir atburðir: Þremur árum fyrir dauða sinn kallaði Adam afkomendur sína til þessa dals og veitti þeim hinstu blessun sína (K&S 107:53–56). Árið 1838 var í Adam-ondi-Ahman byggð 500 til 1.000 Síðari daga heilagra. Hinir heilögu yfirgáfu þessa byggð þegar þeir voru reknir úr Missouri. Fyrir síðari komu Krists í dýrð munu Adam og réttlátir afkomendur hans, þar með taldir heilagir frá öllum ráðstöfunartímum, koma saman í þessum dal til fundar við frelsarann (Dan 7:9–10, 13–14; K&S 27; 107:53–57; 116).