Atr. 1. Engill Drottins.
Atr. 2. Abraham festur á altari.
Atr. 3. Skurðgoðadýrkandi og prestur Elkena reynir að fórna Abraham.
Atr. 4. Fórnaraltari skurðgoðaprestsins, stendur fyrir framan guði Elkena, Líbna, Mamakkra, Kórasar og Faraós.
Atr. 5. Skurðgoðið Elkena.
Atr. 6. Skurðgoðið Líbna.
Atr. 7. Skurðgoðið Mamakkra.
Atr. 8. Skurðgoðið Kóras.
Atr. 9. Skurðgoðið Faraó.
Atr. 10. Abraham í Egyptalandi.
Atr. 11. Á að sýna stoðir himins, samkvæmt skilningi Egypta.
Atr. 12. Raukeeyang, táknar víðáttu eða festinguna yfir höfðum okkar, en í þessu tilviki og í sambandi við þetta efni láta Egyptar það tákna Shaumau, sem þýðir hátt eða himnarnir, samanber hebreska orðið Shaumahyeem.