Jólasamkomur
Kristur fæddist til að frelsa


Kristur fæddist til að frelsa

Jólasamkoma Æðsta forsætisráðsins 2023

Sunnudaginn 3. desember 2023

Ég ann jólunum! Sagan úr ritningunum, tónlistin og tilfinning góðvilja og örlætis virðist flæða um mikinn hluta jarðarinnar á þessum helgidögum.

Í gegnum árin höfum við, eiginkona mín og ég verið í mörgum löndum um jólahátíðirnar. Við höfum notið þess að sjá hvernig jólunum er fagnað á mismunandi hátt vegna ólíkrar menningar og hefða. Er ég hugleiði þessa reynslu. þá hjálpar það mér við að gera mér grein fyrir því að jólin eru fyrir alla. Þau eru fyrir börn, foreldra, ömmur og afa, frænkur og frænda og önnur frændsystkin. Þau eru fyrir þá sem eiga þægilegt líf og fyrir þá sem takast á við veikindi, fátækt og raunir. Þau eru fyrir þá sem takast á við hrylling stríðs og fyrir þá sem lifa í friðsamlegum, velmegandi aðstæðum. Þau eru fyrir þá sem eru að reyna að fylgja frelsaranum, fyrir þá sem hafa aldrei heyrt nafn hans og jafnvel fyrir þá sem hafna honum. Þau eru einnig fyrir þá sem lifðu fyrir fæðingu hans. Jólin eru fyrir alla!

Jólin eru fyrir alla því Guð sendi son sinn fyrir okkur öll, hvert og eitt.1 „Því að barn er oss fætt.“2

Vegna þess að frelsarinn fæddist, lifði syndlausu lífi, friðþægði fyrir okkur og reis upp, öðlast hvert okkar hina miklu gjöf upprisunnar frá dauðum. Ekki ein sál sem hefur lifað á jörðinni er svipt þessari merku gjöf. Til viðbótar við þessa gjöf, „auga sá ekki og eyra heyrði ekki … allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann.“3

Sama á hvaða tímabili eða við hvaða aðstæður þá hefur fæðing frelsarans ávallt verið ástæða til fagnaðar. Hann kom til að bjóða hverju barna himnesks föður „frið í þessum heimi, og eilíft líf í komanda heimi.“4

Frá tímum Adams og Evu hefur réttlátt fólk horft til fæðingu frelsara, sem gerir mögulega uppfyllingu áætlunar föðurins fyrir börn hans.5 Jesaja og Nefí spáðu fyrir fæðingu hans í samhengi við ætlunarverk hans.6 Fæðing hans getur ekki verið aðskilin ástæðu þess að hann kom til jarðar.

Hugsið um Önnu og Símon, sem sáu Jesúbarnið og gerðu sér grein fyrir því að þetta barn var „ljós til opinberunar“7 alls heimsins og von um endurlausn.8 Engin furða að engillinn skyldi auðkenna boðskapinn sem „mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum.“9 Við fögnum þegar öll börn fæðast en þessi fæðing og þetta barn voru öðruvísi.

Jesús Kristur, ljós og líf heimsins, fæddist sem ungabarn í lítilmátlegu fjósi, samt gaf ný stjarna fæðingu hans til kynna. Mormónsbók segir frá mikilfenglegum atburði – er dagur, nótt og dagur var án myrkurs – sem tilkynnti komu hans. Þessi undraverðu tákn voru gefin til að boða komu ljóss heimsins,10 sem myndi frelsa okkur frá myrkri syndar og dauða. Við getum hjálpað til við að miðla ljósi hans til heimsins.

Á jólunum geta jafnvel lítil börn skynjað áhrif og verkun elsku frelsara okkar. Fyrir nokkuð mörgum árum síðan skrifaði Sonja, dóttir okkar, um samtal sem hún hafði átt við fimm ára son sinn.

Hún skrifaði: „Andrew sagði við mig í kvöld þegar ég var að setja hann í rúmið, ‚næsta ár ætla ég ekki að einblína svona mikið á gjafirnar, en ég ætla að leggja áherslu á það sem ég get gefið Jesú.‘ Ég spurði hann hvaðan hann hefði fengið slíka hugmynd og hann sagði mér að það hefði komið frá Barnafélagskennara sínum. Frábært hjá Barnafélaginu!“11

Já. Frábært hjá Barnafélaginu. Nú, 14 árum síðar þjónar Andrew í trúboði og ver jólunum í að flytja öðrum boðskap Jesú Krists. Hann skrifaði nýlega: „Jesús hefur gefið okkur allt … [og] mun taka burt allar syndir okkar. Þess vegna er ég hér á trúboði.“12

Jólahátíðin er sérstakur tími til að hugsa um hvað er mikilvægast að gefa. Við gætum hjálpað öðrum að upplifa „spenningu vonar“13 sem kemur frá því að læra að þekkja frelsarann og bjóða honum hjörtu okkar.

Alisa dóttir okkar, lést úr krabbameini fyrir nokkrum árum síðan og ég ann viðhorfi hennar til jólanna, jafnvel er hún stóð frammi fyrir illvígri sjúkdómsgreiningu. Eitt árið skrifaði hún.

„Ég fékk nokkuð óvænta jólagjöf. Mjög óvænta. … Ég fékk tölvupóst rétt fyrir jólin frá hjúkrunarfræðingnum á stofu krabbameinssérfræðingsins míns. Í honum stóð: ‚Gleðileg jól – æxlið þitt greindist jákvætt fyrir [ákveðinninni ættgengri] stökkbreytingu.‘ … Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir mig? Þeir samþykktu … lyf … sem tekst á við merkjaslóða krabbameinsfrumunnar [fyrir þá sem eru með þá stökkbreytingu]. Það er ekki lækning, en undravert lyf sem getur minnkað … æxli hratt. … Því miður finnur líkaminn leið framhjá því og krabbameinið kemur aftur. … En mér fannst eins og einhver hefði rétt mér nokkra mánuði af aukalífi. Hvað gæti það verið? … Auka sumar? Önnur hátíð með börnunum mínum? Ég grét þegar ég opnaði tölvupóstinn og þakkaði Guði fyrir bestu óvæntu gjöfina sem ég hefði fengið.“14

Alisa fékk meiri dýrmætan tíma með fjölskyldu sinni. Hún miðlaði reynslu sem fjölskylda þeirra upplifiði við að fara með nafnlausa jólagjöf til nágranna. Hún sýnir að hvert smáatriði gjafar okkar er kannski ekki alltaf fullkomið. Hún skrifaði:

„Við fórum með leyni … gjöf eitt kvöldið. Drengirnir skipulögðu bestu flóttaleiðirnar og felustaðina.

„‚En ef þau myndu samt sjá okkur …‘ sagði Sam af alvöru, og hinir hölluðu sér nær, áhyggjufullir. ‚Þá verðum við að vera með snjóbolta í höndunum.‘

James náði þessu. „‚Allt í lagi. Til að kasta í hurðina til að skella henni aftur?‘

‚Nei‘ [svaraði Sam], ‚við miðum á andlit þeirra,´“15

Alisa miðlaði ljúfum samskiptum við yngsta son sinn, Luke, sem var bara sex ára á þeim tíma. Hún skrifaði:

„Í kvöld er við lágum í rúmi hans, upplýst af ljósaseríunum yfir gluggunum hans, spurði ég hann …, ‚Jæja, hvað langar þig að biðja … um?‘

‚Ég er með smá hugmynd,‘

‚Nú?‘

‚það er hægt að nota það á öllum árstíðum.‘

‚Nú?‘

Áhrifamikil þögn. ‚Knús og koss frá mömmu.‘

Það kallar á 100 pínu kossa og risa bjarnarknús strax. ‚Kjáni Luke, þú getur fengið það hvenær sem er!‘

Þegar ég svo gekk út um dyrnar sökk hjartað í mér örlítið. Það þarf ekki alltaf að vera staðan. Ég er mjög þakklát fyrir að þetta árið getur hann fengið það og líka gjafir.“16

Hugsanir Alisu um von kringum jólin, snertu mig sérstaklega. Hún skrifaði:

„Ég hef heillast af von á þessari jólahátíð. Þegar ég hugsa um kraftaverk Krists og hinar mörgu gjafir Guðs, þá skynja ég von fyrir allt og alla. Ekki endilega þá von að allt verði fullkomið, heldur að allt verði í lagi og að endanlega muni góðvild ríkja. Í lífi okkar allra. Ég held ekki að það sé nokkurn tíma of seint fyrir kraftaverk, fyrir breytingu, fyrir frið. Ég trúi því einlæglega, undir niðri og um allt. Ég skal viðurkenna að það virðist auðveldara að finna þessa von fyrir aðra, erfiðara að heimfæra það yfir á mig sjálfa. Ég er samt að læra. ‚Trúa öllu, vona allt og umbera allt.‘ Einfalt Fallegt.“

Hún hélt áfram og sagði um son sinn: „James var að spila fyrir mig [jólalag] á aðfangadagskvöld og ég elska textann við þetta lag:

Góðir kristnir menn fagna

Með hjarta, sál og rödd.

Nú þarf ekki að syrgja gröfina:

Frið! Frið!

Jesús Kristur fæddist til að frelsa!

Kallar ykkur einn og alla,

til að ná alla leið heim.

Kristur fæddist til að frelsa!

Kristur fæddist til að frelsa!“17

Hann fæddist til að frelsa. Til að frelsa ykkur og frelsa mig. Þvílíkt óviðjafnanleg gjöf sem aðeins hann gat veitt. Sama hverjar aðstæður okkar eru nú, megum við enn frekar skynja gjafir hans í lífi okkar þessa jólahátíð.

Í nafni Jesú Krists, amen.

Prenta