Jólasamkomur
Kristur, frelsari okkar, er fæddur


Kristur, frelsari okkar, er fæddur

Jólasamkoma Æðsta forsætisráðsins 2023

Sunnudagur, 3. desember 2023

Kæru bræður og systur, gleðileg jól!

Við erum þakklát að koma saman með okkar kæra Æðsta forsætisráði á þessari jólasamkomu. Megið þið finna kærleika Guðs hvar sem þið eruð á þessari gleðilegu hátíð, er við fögnum Jesú Kristi sem hjarta jólanna.

Jólin eru tími tónlistar, lyktar og bragðs, tilhlökkunar og örlætis. Tími samansöfnunar, hvort sem við búum nær eða fjær.

Oft verða jólin að jólum þegar við færum öðrum jólagleði í leynum. Margar fjölskyldur hallast á jólasveininum. Margir einstaklingar lýsa upp heiminn með ljósi Jesú Krists.

Jólaminning sem kölluð er fram er jólaminning sem lífguð er. Með tímanum verða jólaminningar að hefðum, sem geta dýpkað kærleika okkar til Jesú Krists – Guðslambsins, sonar hins eilífa föður, frelsara heimsins.1

Ef þið eigið eftirlætis jólaminningar, megið þið þá njóta þeirra af gleði á þessum jólum. Ef þið eruð enn að búa til jólahefðir ykkar, megi þær þá dýpka kærleika ykkar til Jesú Krists og blessa ykkur ár eftir ár.

Mætti ég miðla þremur eftirlætis jólahefðum Gong fjölskyldunnar?

Fyrsta er sú að á hverju ári höfum ég og systir Gong yndi af því að sjá aftur jólaskrautið sem segir ættarsögu okkar.

Sem ung gift hjón, vorum ég og systir Gong í framhaldsnámi í Englandi. Við bjuggum í lítilli íbúð og höfðum litlu úr að spila. Við töldum smáaurana okkar áður en við keyptum skrítið lítið jólatré, sem jafnvel Kalli Bjarna hefði verið miður sín út af.

Systir Gong var alltaf skapandi og notaði þvottaklemmur til að búa til lítið breskt hermannaskraut fyrir jólatréð okkar. Hún bjó til svarta ullarhúfu og bros á hvern hermann.

Í 43 ár hafa þessir bresku þvottaklemmuhermenn staðið vörð á jólatrénu okkar. Þeir minna okkur á fyrstu hjónabandsjól okkar – langt að heiman – og öll jól eftir það.

Fjölskylda sonar okkar bjó til þessar þvottaklemmu „fígúrur.“ Þær eiga að tákna trúboða um allan heim. Sjáið þið brosið þeirra? Alþjóðlegan klæðnað þeirra? Nafnspjöldin? Mér var sagt að einn þeirra ætti að líkjast mér.

Jólaskrautið okkar vakti hlýjar minningar um vini og upplifanir á ýmsum stöðum. Hinar mörgu glöðu, sérstöku jólaminningar hvers árs, fá okkur til að brosa.

Spámaðurinn Alma ber vitni um það að jörðin hreyfist eftir reglubundnu formi staðfesti að Guð sé til. Jólin marka ákveðinn tíma í 365¼ daga hringsóli jarðar um sólu. Þar sem þessi árlegi snúningur skilar okkur að hinu dýrmæta jólatímabili á hverju ári, verður mér hugsað um það sem rithöfundurinn E. B. White skrifaði um „Hringrás tímans.“2

Hann bendir á að aðeins af reynslu skiljum við að „tíminn hreyfist í raun alls ekki í hring.“ Hringrás tímans kann að virðast „fullkomlega mótuð, óbreytanleg, fyrirsjáanleg, án upphafs eða enda.“ En aðeins þegar við erum ung, ímyndum við okkur að við getum lokið heilum hring og endað ekki eldri en þegar við byrjuðum.

Aðventa mín hver jól er á einhvern hátt sömu og á einhvern hátt öðruvísi vísbendingar um hvernig tími (og rúm) getur í senn verið línulegur og hringlaga. Hvernig „krappur og þröngur vegur“3 og „eilíf hringrás“4 geta lýst ítarlegar sáttmálsveruleika með Kristsbarnið sem fæddist í Betlehem að þungamiðju.

Á þennan hátt finnst mér hluti af töfrum jólanna felast í því að vera barn og fullorðinn í senn. Við, hinir fullorðnu, gleðjumst yfir því sem nú gleður barnið sem við eitt sinn vorum. Og við gleðjumst með barni þegar við búum til og endursköpum minningar og hefðir saman.

Önnur eftirlætis jólahefð Gong-fjölskyldunnar er að sýna fjölskyldu jólasöguna – fígúrur af fæðingu hins heilaga Kristsbarns.

Finnst ykkur ekki dásamlegt hvernig jólasagan einblínir á Jesú Krists og bíður okkur að gera það saman? Eins og ný heimkominn trúboði sagði: „Fyrir trúboð mitt var Jesús Kristur hluti af lífi mínu. Nú er hann lífið mitt.“

Jólafígúrur fjölskyldu okkar koma í öllum mögulegum stærðum og gerðum, búnar til úr öllum mögulegum efnum, frá öllum mögulegum stöðum. Hver fígúra vitnar um Jesú Krist og blessun hans til hverrar þjóðar, kynkvíslar, tungu og þjóðar.

Við elskum að börn Guðs sýni hvarvetna Jesúbarnið, Maríu, Jósef, vitringana, hirðana og dýrin með uppstillingum, einkennum og smáatriðum sem eru kunnugleg, tengjanleg. Þessar fígúrur minna okkur líka á að Guð elskar öll börn sín; við getum séð kærleika Guðs í eiginleikum fígúranna og myndanna, hvaðan sem þær koma.

Þriðja eftirlætis jólahefð Gong-fjölskyldunnar, er að lesa upphátt saman Jólasöguna eftir Charles Dickens, auk þess að lesa saman frásagnir ritninganna um fæðingu frelsara okkar.

Gætuð þið ímyndað ykkur eitt augnablik mig sem Ebeneser Skrögg í Jólasögunni, ef ég setti upp hatt og trefil?

Sum árin, les fjölskylda okkar Jólasöguna frá upphafi til enda. Við hrærum í heitum súkkulaðidrykk með brjóstsyrki og hlæjum að tilvísunum í „Norfolk biffins“ og „smoking biskup.“ Við skelfum þegar draugur Jakobs Marley hringlar hlekkjum sínum. Við erum hrærð þegar andar jólanna, fortíðar, nútíðar og framtíðar, hjálpa Ebeneser Skröggi að verða nýr maður.

Sum ár les fjölskyldan okkar styttri útgáfu af Jólasögunni sem sonur okkar og tengdadóttir styttu, til að halda athygli yngri fjölskyldumeðlimanna.

Og sum ár, með brosi og góðum húmor, les fjölskylda okkar stuðara límmiða Jólasögunnar. Hún er aðeins tvær línur: „Svei, fúlmenni“ og „Guð blessi okkur öll.“

Charles Dickens byrjaði að skrifa Jólasöguna í október og lauk henni í byrjun desember 1843 – yfir aðeins sex vikna tímabil. Fyrsta upplagið af 6.000 eintökum var gefið út í London 19. desember 1843. Það seldist upp fyrir aðfangadagskvöld.

Þeir sem skjalfesta bakgrunn Jólasögunnar greina frá því að Charles Dickens hafi verið að skrifa á þeim tíma þegar England var að endurskoða merkingu jólanna á Viktoríutímabilinu. Hvaða hlutverki gætu eða ættu jólahátíð, jólatré, jólakveðjur, fjölskyldusamkomur á jólum, jólakort, jafnvel jólalög að gegna í samfélaginu?

Á tíma þegar margir eru einangraðir og einmana, fjallar „Jólasaga Dickens um djúpa þrá eftir vináttu, elsku og kristileg gildi, rétt eins og Ebeneezer Skröggur fann frið og lækningu í fortíð sinni, nútíð og framtíð.

Þá sem nú færir hin sanna merking jólanna okkur nær Jesú Kristi, fæddum sem barn í jötu. Jesús Kristur veit samkvæmt holdinu hvernig á að liðsinna okkur með barmafullri miskunn. Þá, eins og nú, fagna jólin sáttmálsaðild og samfélagi í Jesú Kristi og hvert öðru.

Nú leyfi ég mér að spyrja öðruvísi Jólasöguspurningu. Af hverju hugsum við fyrst og fremst um Skrögg sem gamlan gremjulegan vesaling, einhvern sem spottar jólin sem mikið fúlmenni?

Af hverju viðurkennum við ekki meira hinn nýja Skrögg? Hinn nýja Skrögg sem örlátur sendir hinn dýra kalkún að óvörum? Hinn nýja Skrögg, sem nær sáttum við hinn glaðværa frænda sinn, Freddie? Hinn nýja Skrögg, sem hækkar laun Bobs Cratchit og lætur sér annt um Tiny Tim?

Látum efasemdarmenn hæðast. Hinn nýi Skröggur „gerði þetta allt og óendanlega miklu meira.“ Hann varð eins góður maður og eins góður vinur, eins og gamli góði heimurinn vissi.

Svo hvers vegna munum við ekki eftir þeim Skrögg? Eru þau umhverfis, ef til vill við sjálf, sem gætu verið önnur manneskja ef við aðeins létum af því að sjá þá sem þeirra gamla mann?

Enginn einstaklingur og engin fjölskylda er fullkomin. Við höfum öll galla og misbresti – hluti sem við viljum gera betur. Þessi jól getum við ef til vill tekið á móti – og boðið fram – dýrmætar gjafir Jesú Krists, breytingar og iðrunar, að fyrirgefa og gleyma, fyrir hvert annað og okkur sjálf.

Við skulum friðmælast við liðið ár. Láta af tilfinningalegum kvíða og hávaða, togstreitu og áreiti, sem kemur róti á líf okkar. Megum við veita hvert öðru nýja möguleika í stað þess að festa okkur við fyrri takmarkanir okkar. Við skulum gefa hinum nýja Skrögg í hverju okkar tækifæri til að breytast.

Frelsari okkar kom um jólin til að frelsa fanga – og ekki aðeins þá sem eru í fangelsi. Hann getur frelsað okkur frá draugum fortíðar, losað okkur undan eftirsjá synda okkar og annarra. Hann getur leyst okkur frá sjálfhverfu og sjálfselsku með endurfæðingu í sér.

„… Yður er í dag frelsari fæddur, … Kristur, Drottinn.“5

Svo gleðileg jól!

Megi jólahefðir ykkar og minningar vera gleðilegar og bjartar.

Megum við gleðjast í Jesú Kristi á jólum og dag hvern.

Af gleði vitna ég um hann, í hans helga og heilaga nafni, Jesú Krists, amen.