Friður Krists rífur niður vegg fjandskapar
Þegar kærleikur gagnvart Kristi umvefur líf okkar, tökumst við á við ósætti með auðmýkt, þolinmæði og góðsemi.
Kæru bræður og systur, í áreynsluprófi eykst álag hjartans. Hjörtu sem geta tekist á við göngu gætu átt erfitt með að standast álag þess að hlaupa upp brekku. Á þennan hátt getur áreynslupróf sýnt fram á undirliggjandi sjúkdóma sem eru annars ekki augljósir. Þá er hægt að meðhöndla þau vandamál sem koma í ljós, áður en þau valda alvarlegum vandamálum í daglegu lífi.
KÓVÍD–19 heimsfaraldurinn hefur sannarlega verið heimslægt áreynslupróf! Rannsóknirnar hafa sýnt mismunandi niðurstöður. Þróuð hafa verið örugg og árangursrík bóluefni. 1 Heilbrigðisstarfsmenn, kennarar, umönnunaraðilar og aðrir hafa fórnað hetjulega – og halda áfram að gera svo. Margir hafa sýnt fram á örlæti og góðvild – og halda áfram að gera svo. Samt hafa undirliggjandi ókostir komið í ljós. Viðkvæmir einstaklingar hafa þjáðst–og halda áfram að gera svo. Hvetja ætti þá áfram sem sem vinna að því að takast á við þennan undirliggjandi ójöfnuð og þeim þakkað fyrir.
Heimsfaraldurinn er einnig andlegt áreynslupróf fyrir kirkju frelsarans og meðlimi hennar. Niðurstöðurnar eru líka mismunandi. Líf okkar hefur verið blessað með því að þjóna á „æðri og helgari hátt,“ með námsefnið 2 Kom, fylg mér, og heimilismiðað, kirkjustyrkt nám á fagnaðarerindinu. Margir hafa veitt kærleiksríka aðstoð og huggun á þessum erfiðu tímum og halda áfram að gera svo. 3
Samt hefur andlega áreynsluprófið stundum sýnt fram á tilhneigingu til ósættis og sundrungar. Þetta bendir til þess að við þurfum að leggja okkur fram við að breyta hjörtum okkar og verða einhuga sem sannir lærisveinar frelsarans. Þetta er ekki ný áskorun heldur er þetta bráðnauðsynlegt. 4
Þegar frelsarinn heimsótti Nefítana, kenndi hann: „Engin sundrung skal vera á meðal yðar. … sá, sem haldinn er anda sundrungar er ekki minn, heldur djöfulsins, sem er faðir sundrungar og egnir menn til deilna og reiði hvern gegn öðrum.“ 5 Þegar við erum ósátt við hvert annað í reiði, þá hlær Satan og Guð á himnum grætur. 6
Það eru að minnsta kosti tvær ástæður fyrir því að Satan hlær og Guð grætur. Í fyrsta lagi veikir sundrung sameiginlegan vitnisburði okkar gagnvart heiminum um Jesú Krist og endurlausn hans sem hlotnast í gegnum „verðleika, miskunn og náð“ hans. 7 Frelsarinn sagði: „Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. … Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“ 8 Það sama gildir um hið gagnstæða – það vita allir að við erum ekki lærisveinar hans þegar við sýnum hvert öðru ekki kærleika. Það ógnar síðari daga verki hans þegar það ríkir sundrung og fjandskapur 9 á meðal lærisveina hans. 10 Í öðru lagi er sundrung andlega óheilbrigð okkur sem einstaklingum. Við erum rænd friði, gleði og hvíld og getu okkar til að greina andann er ógnað.
Jesús Kristur útskýrði að kenning hans væri ekki til að „egna menn til reiði hver við annan, heldur er það kenning [hans], að slíkt skuli afnumið.“ 11 Ef ég er fljótur til að móðgast eða bregst við skoðanamismun með því að verða reiður eða dómharður þá „fell“ ég á áreynsluprófinu. Þetta fall þýðir ekki að ég sé vonlaus. Það þýðir frekar að ég þurfi að breytast. Það er gott að vita.
Eftir að frelsarinn heimsótti Ameríku var fólkið sameinað: „Engar deilur voru í öllu landinu.“ 12 Haldið þið að fólkið hafi verið sameinað vegna þess að þau hafi öll verið eins, eða af því að þau hafi ekki haft mismunandi skoðanir? Ég efast um það. Þess í stað hvarf sundrung og fjandskapur vegna þess að þau mátu hlutverk lærisveins frelsarans ofar öllu öðru. Mismunur þeirra fölnaði í samanburði við sameiginlega elsku þeirra á frelsaranum og þau voru sameinuð sem „erfingjar að Guðsríki.“ 13 Niðurstaðan varð sú að „vissulega gat ekki hamingjusamara fólk, … sem Guð hafði skapað.“ 14
Eining krefst vinnu. 15 Hún þróast þegar við ræktum kærleika Guðs í hjörtum okkar 16 og einblínum á eilíf örlög okkar. 17 Við erum sameinuð af okkar sameiginlega auðkenni sem börn Guðs 18 og skuldbindingu okkar gagnvart sannleika hins endurreista fagnaðarerindis. Á hinn bóginn leiðir kærleikur okkar til Guðs og hlutverk okkar sem lærisveinar Jesú Krists af sér einlæga umhyggju til annarra. Við metum kviksjá persónuleika annarra, viðhorf og hæfileika. 19 Ef við getum ekki sett hlutverk okkar sem lærisveina Jesú Krists ofar persónulegum áhugamálum og skoðunum, ættum við að endurskoða forgangsatriði okkar og breytast.
Við gætum átt það til að segja: „Auðvitað getum við verið sameinuð – ef þú myndir bara vera sammála mér!“ Betra væri að spyrja: „Hvað get ég gert til að stuðla að einingu? Hvernig get ég brugðist við til að hjálpa þessum einstaklingi að komast nær Kristi? Hvað get ég gert til að draga úr sundrung og byggja upp umhyggjusamt og alúðlegt samfélag?“
Þegar kærleikur gagnvart Kristi umvefur líf okkar, 20 tökumst við á við ósætti með auðmýkt, þolinmæði og góðsemi. 21 Við höfum minni áhyggjur af okkar eigin viðkvæmni og meiri af náungans. Við „[leitumst] við að semja og sameina.“ 22 Við tökum ekki þátt í að „dæma skoðanir“ annarra, dæma þá sem við erum ósammála eða reyna að fella þá. 23 Í stað þess göngum við út frá því að þeir sem við erum ósammála séu að gera sitt besta með þá lífsreynslu sem þeir hafa.
Eiginkona mín var starfandi lögfræðingur í rúm 20 ár. Sem lögfræðingur vann hún oft með fólki sem vann gagngert sem málsvari andstæðra viðhorfa. Hún lærði samt að mótmæla án þess að vera dónaleg eða reið. Hún gæti sagt við mótherja sína: „Ég get séð að við erum ekki að fara að vera sammála um þetta atriði. Ég kann vel við þig. Ég virði skoðun þína. Ég vona að þú getir veitt mér sömu virðingu.“ Oft bauð þetta upp á gagnkvæma virðingu og jafnvel vináttu þrátt fyrir ólík viðhorf.
Jafnvel fyrrum óvinir geta sameinast í hlutverki sínu sem lærisveinar frelsarans. 24 Árið 2006 var ég viðstaddur vígslu musterisins í Helsinki, Finnlandi, af virðingu við föður minn og ömmu mína og afa, sem höfðu gengið snemma í kirkjuna í Finnlandi. Finnar höfðu dreymt um musteri í Finnlandi í áratugi, þar á meðal faðir minn. Á þeim tíma tilheyrðu Finnland, Eistland, Lettland, Litháen, Hvítarússland og Rússland musterisumdæminu.
Við vígsluna komst ég að nokkru óvæntu. Fyrsti dagurinn í almennri starfsemi hafði verið tekinn frá fyrir rússneska meðlimi fyrir musterishelgiathafnir. Það er erfitt að útskýra hve forviða ég var yfir þessu. Rússland og Finnland höfðu barist í mörgum stríðum í gegnum aldirnar. Faðir minn vantreysti og líkaði illa við, ekki bara Rússland, heldur alla Rússa. Hann hafi tjáð slíkar tilfinningar af hita og tilfinningar hans voru einkennandi fyrir óvild Finna gagnvart Rússlandi. Hann hafði lagt söguleg ljóð á minnið, sem innihéldu lýsingar á stríðunum milli Finna og Rússa á 19. öldinni. Reynsla hans frá síðari heimstyrjöldinni, þegar Finnland og Rússland voru andstæðingar enn á ný, gerði ekkert til að breyta viðhorfi hans.
Ári áður en að musterið í Helsinki, Finnlandi, var vígt, kom musterisnefndin saman, sem samanstóð að mestu af finnskum meðlimum, til að ræða áætlun vígslunnar. Á meðan á fundinum stóð, hafði einhver orð á því að hinir rússnesku heilögu myndu ferðast í marga daga til að koma til vígslunnar og gætu verið að vonast til að fá musterisblessanir sínar áður en að þeir snéru heim aftur. Nefndarformaðurinn, bróðir Sven Eklund, lagði til að Finnarnir gætu beðið örlítið lengur, að Rússarnir gætu að vera fyrstu meðlimirnir til að framkvæma helgiathafnir í musterinu. Allir nefndarstarfsmennirnir voru sammála. Trúfastir Síðari daga heilagir í Finnlandi frestuðu sínum musterisblessunum til að koma til móts við hina rússnesku heilögu.
Svæðisforsetinn, sem var viðstaddur musterisnefndarfundinn, öldungur Dennis B. Neuenschwander skrifaði seinna: „Ég hef aldrei verið stoltari af Finnum en ég var þá stundina. Erfið saga Finna og nágranna þeirra í austri … og ákafi þeirra yfir að hafa loksins byggt [musteri] á eigin landi var allt lagt til hliðar. Það var yfirlýsing kærleika og fórnar að leyfa Rússum að ganga fyrstum inn í musterið.“ 25
Þegar ég tjáði föður mínum þennan góðvilja, mildaðist hjarta hans og hann grét, sem var mjög sjaldgæft fyrir þennan yfirvegaða Finna. Frá þessari stundu og fram til dauða hans, þremur árum seinna, sagði hann aldrei fleiri styggðaryrði gagnvart Rússlandi. Innblásinn af þessu fordæmi landa sinna ákvað faðir minn að meta hlutverk sitt sem lærisveins Jesú Krists ofar öllu öðru. Finnarnir voru ekkert minna finnskir, Rússarnir ekkert minna rússneskir, hvorugur hópur lagði niður menningu sína, sögu eða reynslu til að útrýma fjandskap. Þeir þurftu þess ekki. Í stað þess völdu þeir að láta hlutverk sitt sem lærisveina Jesú Krists vera aðalmálið. 26
Ef þeir gátu gert þetta þá getum við það líka. Við getum fært arfleifð okkar, menningu og reynslu inn í Kirkju Jesú Krists. Samúel var ekki feiminn við arfleifð sína sem Lamaníta, 27 né var Mormón feiminn við sína sem Nefíta. 28 Hvor um sig setti hlutverk sitt sem lærisveins framar öllu.
Ef við erum ekki eitt, erum við ekki hans. 29 Boð mitt er að við séum vaskleg í að setja elsku okkar til Guðs og hlutverks okkar sem lærisveina framar öllu öðru. 30 Höldum sáttmála þá sem tengjast því hlutverki – sáttmálanum um að vera eitt.
Fylgjum fordæmi hinna heilögu um heiminn sem eru farsællega að verða lærisveinar Krists. Við getum treyst á Jesú Krist sem er „friður okkar. … Hann reif niður vegginn sem skildi þá að, fjandskapinn milli þeirra [með friðþægingu sinni].“ 31 Vitnisburður okkar um Jesú Krist frammi fyrir heiminum mun styrktur og við verðum áfram andlega heilbrigð. 32 Ég ber þess vitni að er við „hunsum ágreining“ og verðum „sama sinnis með Drottni í kærleika og einingu með honum í trú,“ verður friður hans okkar. 33 Í nafni Jesú Krists, amen.