„2.–8. september: ‚Minnist Drottins.‘ Helaman 7–12,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)
„2.–8. september. Helaman 7–12,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)
2.–8. september: „Minnist Drottins“
Helaman 7–12
Helaman faðir Nefís hafði brýnt fyrir sonum sínum: „Munið og hafið hugfast.“ Hann vildi að þeir minntust forfeðra sinna, minntust orða spámannanna og framar öllu minntust „lausnara okkar, sem er Kristur“ (sjá Helaman 5:5–14). Ljóst er að Nefí mundi eftir þessu, því mörgum árum síðar lýsti hann „ótrauður“ yfir þessum boðskap fyrir fólkinu (Helaman 10:4). „Hvernig gátuð þið gleymt Guði ykkar?“ spurði hann (Helaman 7:20). Öll viðleitni Nefís – prédikun, bænir, framkvæmd kraftaverka og beiðni til Guðs um hungursneið – var gerð til þess að hjálpa fólkinu að snúa sér til og minnast Guðs. Á margan hátt er alvarlegra að gleyma Guði en að þekkja hann ekki. Það er jú auðvelt að gleyma honum þegar hugur okkar lætur truflast af „hégóma þessa heims“ og er sveipaður syndahulu (Helaman 7:21; sjá einnig Helaman 12:2). Það er þó aldrei of seint, eins og þjónusta Nefís sýnir, að minnast hans og „[snúa] … til Drottins Guðs ykkar“ (Helaman 7:17).
Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju
Spámenn opinbera fólkinu vilja Guðs.
Í Helaman 7–11 er tilvalið að læra um það sem spámenn gera. Gætið sérstaklega að verkum, hugsunum og samskiptum Nefís við Drottin við lestur þessara kapítula. Hvernig hjálpar þjónusta Nefís ykkur að skilja hlutverk spámanna? Hér eru nokkrar ábendingar. Hvað fleira getið þið fundið?
-
Helaman 7:17–22: Spámenn boða iðrun og vara við afleiðingum syndar.
Hvernig mynduð þið lýsa því hvað spámaður er og hvað hann gerir, byggt á því sem þið lásuð. Íhugið að skrifa stutta skilgreiningu. Athugið síðan hverju þið mynduð bæta við skilgreiningu ykkar eftir að þið hafið lesið „Spámaður“ í Leiðarvísi að ritningunum (Gospel Library) eða „Follow the Living Prophet“ (Teachings of Presidents of the Church: Ezra Taft Benson [2014], 147–55).
Tókuð þið eftir hversu djarfur Nefí var í Helaman 7:11–29? Af hverju þurfa spámenn stundum að tala af djörfung, eins og Nefí gerði? Íhugið að leita svara í hlutanum sem heitir „Látið ykkur ekki bregða“ í boðskap öldungs Neils L. Andersen, „Spámaður Guðs“ (aðalráðstefna, apríl 2018).
Hugleiðið hvernig Drottinn hefur blessað ykkur fyrir þjónustu spámanna sinna með þennan sannleika í huga. Hvað hefur hann kennt ykkur nýverið með lifandi spámönnum okkar? Hvað gerið þið til að hlusta á og fylgja leiðsögn Drottins?
Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Spámenn,“ Gospel Library.
Trú mín á Jesú Krist verður að byggjast á fleiru en táknum og kraftaverkum.
Ef tákn og kraftaverk nægðu til að breyta hjarta einhvers, hefðu allir Nefítarnir snúist til trúar fyrir tilverknað hinna undraverðu tákna sem Nefí veitti í Helaman 9. En sú varð ekki raunin. Gætið að því hvernig fólk bregst við kraftaverkinu á mismunandi vegu í Helaman 9–10. Dæmi: Þið gætuð borið saman viðbrögð mannanna fimm og dómaranna í Helaman 9:1–20 (sjá einnig Helaman 9:39–41; 10:12–15). Hvað lærið þið af þessum upplifunum um það hvernig þið styrkið trú ykkar á Jesú Krist?
Sjá einnig 3. Nefí 1:22; 2:1–2.
Drottinn veitir þeim kraft sem leita vilja hans og reyna að halda boðorð hans.
Þegar þið lærið Helaman 10:1–12, gætið þá að því hvað Nefí gerði til að öðlast traust Drottins. Hvernig sýndi Nefí að hann leitaði fremur vilja Drottins en síns eigin? Hvað hvetur upplifun Nefís ykkur til að gera?
Ígrundun orðs Guðs býður heim opinberun.
Þegar ykkur finnst þið vera undirokuð, kvíðin eða ráðvillt, gætuð þið lært mikilvæga lexíu af fordæmi Nefís í Helaman 10:2–4. Hvað gerði hann þegar hann varð „niðurbeygður“? (vers 3).
Henry B. Eyring forseti útskýrði: „Þegar við ígrundum, löðum við að anda opinberunar“ („Þjóna með andanum,“ aðalráðstefna, október 2010). Hvernig gætuð þið komið á venju íhugunar?
Drottinn vill að ég hafi hann hugfastan.
Hvernig munið þið mikilvægar upplýsingar – eins og afmæli fjölskyldumeðlims eða upplýsingar fyrir próftöku? Hvernig líkist þetta þeirri viðleitni sem þarf til að „minnast Drottins“? (Helaman 12:5). Hvernig er þetta öðruvísi?
Í Helaman 12 er greint frá nokkru af því sem veldur því að fólk gleymir Drottni. Þið gætuð ef til vill skráð það og velt fyrir ykkur hvort þetta gæti verið að trufla ykkur frá honum. Hvað hjálpar ykkur að muna eftir Jesú Kristi? Hvað eruð þið hvött til að gera, byggt á því sem þið lærðuð?
Sjá einnig Kenning og sáttmálar 20:77, 79; „Um Jesú ég hugsa,“ Sálmar, nr. 65.
Hugmyndir fyrir kennslu barna
Drottinn vill að ég hafi hann hugfastan.
-
Þið gætuð sagt börnum ykkar frá tilviki þar sem þið gleymduð einhverju til að hefja umræðu um að hafa Drottin hugfastan. Látið þau líka sjálf miðla álíka upplifun. Þið gætuð síðan lesið saman Helaman 7:20–21 og spurt börnin ykkar að því hver þeim finnst vera merking þess að gleyma Guði. Börn ykkar gætu ef til vill teiknað myndir af því sem gæti fengið okkur til að gleyma Drottni og notað þær myndir til að setja yfir mynd af Jesú. Þau gætu síðan hugsað um það sem þau geta gert til að hafa hann hugfastan. Þegar þau miðla hugsunum sínum, gætu þau tekið hverja mynd fyrir sig í burtu þar til myndin af frelsaranum kemur í ljós.
Spámenn vitna um Jesú Krist.
-
Hjálpið börnum ykkar að kanna Helaman 8:13–23 til að finna nöfn spámanna sem kenndu um Jesú Krist. Þau gætu ef til vill látið mynd af Jesú ganga á milli sín hvert sinn sem þau finna einn. Hvað hefur lifandi spámaður okkar kennt um frelsarann?
-
Þið gætuð líka sungið saman söng um spámenn, svo sem „Fylgið spámanninum“ (Barnasöngbókin, 58). Þið og börn ykkar gætuð ef til vill valið lykilorðtak í söngnum og skrifað eitt orð úr orðtakinu á hvert af nokkrum pappírsfótsporum. Þið gætuð síðan sett fótsporin á gólfið og látið þau leiða að mynd af frelsaranum og börn ykkar gætu fetað fótsporin að myndinni. Hvernig hefur það leitt okkur til Jesú Krists að fylgja spámanninum?
Íhugun orðs Guðs býður heim opinberun.
-
Til að hjálpa börnum ykkar að skilja hvað í því felst að íhuga, þá gætuð þið lesið saman „Íhuga“ í Leiðarvísi að ritningunum (Gospel Library). Hvaða fleiri orð hafa svipaða merkingu og orðið íhuga? Þið gætuð ef til vill lesið saman Helaman 10:1–3 og skipt úr orðinu íhuga með þeim orðum. Ræðið við börn ykkar um leiðir til að gera íhugun að hluta að ritningarnámi þeirra.
Ég mun hlýða himneskum föður.
-
Nefí hlýddi himneskum föður, jafnvel þótt hann þyrfti að gera eitthvað erfitt. Sem dæmi um það, gætuð þið og börn ykkar lesið Helaman 10:2, 11–12. Þið og börn ykkar gætuð ef til vill leikið það sem Nefí gerði – gengið í átt að öðrum enda herbergisins (eins og þau væru að fara heim), stöðvað, snúið við og gengið í átt að hinum enda herbergisins (eins og þau væru að snúa aftur til að kenna fólkinu). Hvað er sumt af því sem himneskur faðir vill að við gerum?