Kom, fylg mér 2024
16.–22. september: „Lyft höfði þínu og ver vonglaður.“ 3. Nefí 1–7


„16.–22. september: ‚Lyft höfði þínu og ver vonglaður.‘ 3. Nefí 1–7,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„16.–22. september. 3. Nefí 1–7,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)

Ljósmynd
Nefítar eru vitni að degi án nætur

Einn dagur, ein nótt og einn dagur, eftir Jorge Cocco

16.–22. september: „Lyft höfði þínu og ver vonglaður“

3. Nefí 1–7

Á margan hátt var hrífandi að trúa á Jesú Krist á þessum tíma. Spádómar voru að uppfyllast – undursamleg tákn og kraftaverk meðal fólksins bentu til þess að frelsarinn myndi brátt fæðast. Á hinn bóginn, var þetta líka erfiður tími hinum trúuðu, því að þrátt fyrir öll kraftaverkin, þá héldu hinir vantrúuðu því fram að „tíminn væri liðinn“ fyrir frelsarann að fæðast (3. Nefí 1:5). Þetta fólk „[olli] miklu uppnámi um allt landið“ (3. Nefí 1:7) og það einsetti sér jafnvel að drepa alla hina trúuðu, ef táknin sem Lamanítinn Samúel hafði spáð um – nótt án myrkurs – kæmu ekki fram.

Spámaðurinn Nefí „hrópaði kröftuglega til Guðs síns vegna fólks síns“ við þessar erfiðu aðstæður (3. Nefí 1:11). Svar Drottins er hverjum þeim hughreystandi sem tekst á við ofsóknir eða efasemdir og þarfnast þess að vita að ljósið sigrar myrkrið: „Lyft höfði þínu og ver vonglaður. … Ég mun uppfylla allt það, sem ég hef talað um fyrir munn minna heilögu spámanna“ (3. Nefí 1:13).

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

3. Nefí 1–7

Það krefst þolinmæði og erfiðis að snúast til trúar á fagnaðarerindi Jesú Krists.

3 Nefí 1–7 lýsir fólki sem snerist til trúar á Drottin og fagnaðarerindi hans og öðru sem gerði það ekki. Hvað var það sem gerði gæfumuninn á milli þessara hópa? Tafla eins og hér sést á eftir getur verið gagnleg við að koma skipan á hugsanir ykkar:

Það sem veikir trú

Það sem eflir trú

3. Nefí 1:5–11

Að trúa ekki orðum spámannsins og hæðast að réttlátu fólki

Að trúa orðum spámannanna og biðjast fyrir um hjálp

3. Nefí 1:29–30

3. Nefí 2:1–3

3. Nefí 3:12–16

3. Nefí 4:8–10, 30–33

3. Nefí 6:13–18

3. Nefí 7:15–22

Spyrjið persónulegra spurninga í námi ykkar. Dæmi: Meðan þið útfyllið þessa töflu, gætuð þið spurt spurninga eins og þessara: „Hvað ber mér að læra hér?“ Þetta getur stuðlað að innblæstri frá heilögum anda.

3. Nefí 1:1–23

Ljósmynd
seminary icon
Ég get „verið vonglaður,“ vegna Jesú Krists.

Himneskur faðir veit að í lífi ykkar munu koma upp erfiðar stundir, jafnvel óttalegar. Hann vill þó líka að þið upplifið gleði. Lesið 3. Nefí 1:1–23 til að komast að ástæðum þess að hinir trúföstu Nefítar hlytu að verða óttaslegnir. Hvaða ástæðu gaf Drottinn þeim fyrir því að „vera vonglaðir“?

Frelsarinn hefur nokkrum sinnum notað orðtakið „verið vonglaðir“ – sjá til dæmis Matteus 14:24–27; Jóhannes 16:33; Kenningu og sáttmála 61:36; 78:17–19. Hvað vekur áhuga ykkar varðandi þessi boð? Þið gætuð lesið nærliggjandi vers til að skilja aðstæðurnar þar sem frelsarinn sagði þessi orð. Hvaða ástæður gaf hann til að hjálpa fólkinu að takast á við ótta sinn í hverju tilviki? Hvernig hefur hann gert þetta fyrir ykkur?

Íhugið að læra boðskap Russells M. Nelson forseta, „Gleði og andleg þrautseigja“ (aðalráðstefna, október 2016). Hvað kennir Nelson forseti ykkur um að finna gleði í hvaða aðstæðum sem er? Gætið að því hversu oft Nelson forseti notar orðið „einblína“. Þið gætuð ef til vill líkt myndavél eða linsu við að einblína á Jesú Krist. Hvernig munið þið einblína betur á hann?

Sjá einnig „Grief,“ „Hope,“ „Mental Health“ eða annað efni í „Life Help“ hluta Gospel Library.

3. Nefí 1:4–21; 5:1–3

Drottinn mun uppfylla öll sín orð að hans tíma.

Lesið 3. Nefí 1:4–7 og íhugið hvernig ykkur gætið hafa liðið ef þið væruð meðal þessa trúaða fólks. Hvað gerði það til að sýna áfram sterka trú? (sjá 3. Nefí 1:4–21 og 5:1–3). Hvernig uppfylltust orð Samúels? (sjá 3. Nefí 1:19–21). Hvernig hefur Drottinn uppfyllt orð sín í lífi ykkar?

3. Nefí 1:4–15; 5:12–26; 6:10–15; 7:15–26

Ég er lærisveinn Jesú Krists.

Mormón lýsti yfir: „Sjá, ég er lærisveinn Jesú Krists“ (3. Nefí 5:13). Hvaða þýðingu hefur þetta orðtak fyrir ykkur? Íhugið að kanna 3. Nefí 1:4–15; 5:12–26; 6:10–15; og 7:15–26 í leit að eiginleikum, trú og verkum lærisveina Krists.

Sjá einnig „Mig langar að líkjast Jesú,“ Barnasöngbókin, 40.

3. Nefí 2:11–12; 3:1–26

Þegar ég iðka trú á Jesú Krist þarf ég ekki að óttast.

Reynsla Nefíta af ræningjagengjum getur falið í sér lexíur sem geta hjálpað ykkur við þær andlegu hættur sem þið standið frammi fyrir. Gætið að slíkum lexíum í 3. Nefí 2:11–12 og 3:1–26. Þið gætuð til dæmis gætt að orðum Giddíanís í 3. Nefí 3:2–10 og borið þau saman við það hvernig Satan gæti reynt að blekkja okkur. Hvað lærið þið af fordæmi Lakóneusar?

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

3. Nefí 1:4–15, 19–21

Ný stjarna birtist þegar Jesús Kristur fæddist.

  • Verkefnasíða þessarar viku getur hjálpað börnum ykkar að læra um kraftaverkin sem Nefítarnir urðu vitni að þegar Jesús fæddist. Þið gætuð líka notað „kafla 41: Táknin um fæðingu Krists“ (Sögur úr Mormónsbók, 114–16) til að kenna þeim þessa sögu – eða hjálpa þeim að segja ykkur hana.

3. Nefí 1:4–21

Orð spámannsins munu alltaf uppfyllast.

  • Þegar þið og börn ykkar lesið 3. Nefí 1:4–10, bjóðið þeim þá að ræða hvernig það gæti hafa verið að vera einn af þeim trúuðu sem lifðu á þeim tíma. Þegar þau síðan lesa það sem eftir er af frásögninni í versum 11–15, þá gætu þau bent á leiðir til að ljúka þessari setningu: „Það sem ég lærði af þessari frásögn er …“

  • Börn ykkar gætu ef til vill hjálpað ykkur að hugsa um önnur skipti er Guð uppfyllti loforð sín sem gefin voru með spámanni hans. Þau gætu líka fundið myndir af þessum frásögnum í Trúarmyndabók (sjá til dæmis nr. 7–8 og 81). Látið þau miðla því sem þau vita um þessar frásagnir, svo og hvernig loforð Guðs voru uppfyllt. Lesið saman 3. Nefí 1:20 og miðlið eigin vitni um þennan sannleika.

3. Nefí 2:11–12; 3:13–14, 24–26

Við erum sterkari þegar við söfnumst saman.

  • Hjálpið börnum ykkar að skilja ástæðu þess að Nefítar söfnuðust saman og blessanirnar sem þeir hlutu í 3. Nefí 2:11–12 og 3:13–14, 24–26. Af hverju er mikilvægt fyrir okkur að safnast saman í fjölskyldum okkar og í kirkju?

  • Eruð þið kunnug sýnikennslu sem kennir um styrk einingar? Börn ykkar gætu ef til vill reynt að brjóta eitt prik og síðan búnt af prikum eða rífa eitt blað og síðan mörg blöð saman í bunka. Hvernig erum við eins og prik eða blöð?

3. Nefí 5:12–26; 6:14; 7:15–26

Ég er lærisveinn Jesú Krists.

  • Eftir að hafa lesið saman 3. Nefí 5:13, bjóðið þá börnum ykkar að endurtaka þessa setningu: „Ég er lærisveinn Jesú Krists.“ Til að læra hvað í því felst að vera lærisveinn Jesú Krists, lesið þá saman eitthvað af þessum dæmum: trúuðu Lamanítarnir (sjá 3. Nefí 6:14), Mormón (sjá 3. Nefí 5:12–26) og Nefí (sjá 3. Nefí 7:15–26). Þið gætuð líka fundið hugmyndir í söng eins og „Mig langar að líkjast Jesú,“ (Barnasöngbókin, 40).

  • Hjálpið börnum ykkar að draga útlínur handa sinna á blað og klippa út. Skrifið „Ég er lærisveinn Jesú Krists“ öðru megin á blaðið og bjóðið þeim að teikna hinum megin eitthvað sem þau geta gert til að verða lærisveinn.

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
Nefítar eru vitni að degi án nætur

Dagur, nótt og dagur, eftir Walter Rane

Prenta