Kom, fylg mér
6.–12. janúar. 1. Nefí 1–7: „Ég mun fara og gjöra“


„6.–12. janúar. 1. Nefí 1-7: ‚Ég mun fara og gjöra‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók, 2020 (2020)

„6.–12. janúar. 1. Nefí 1-7,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Fjölskylda Lehís ferðast í eyðimörkinni

Lehi ferðast nálægt Rauðahafinu, eftir Gary Smith

6.–12. janúar

1. Nefí 1–7

„Ég mun fara og gjöra“

Nefí skráði „málefni Guðs“ (1. Nefí 6:3). Þegar þið kannið heimildarrit Nefís, gætið þá að því sem Guð er sem þið finnið, einkum innblæstri frá andanum.

Skráið hughrif ykkar

Mormónsbók hefst á frásögn af raunverulegri fjölskyldu að takast á við raunveruleg vandamál. Þetta gerðist 600 árum fyrir Kristsburð, en það er ýmislegt við þessa sögu sem gæti hljómað kunnuglega í eyrum fjölskyldna í dag. Þessi fjölskylda bjó í heimi vaxandi illsku, en Drottinn lofaði þeim að leiða þau í öruggt skjól, ef þau myndu fylgja honum. Á ferð sinni áttu þau góðar og slæmar stundir og upplifðu miklar blessanir og kraftaverk, en þau tókust einnig á við sinn skammt af ósætti og deilum. Það er sjaldséð í ritningunum að sjá svo langa frásögn af fjölskyldu reyna að lifa eftir fagnaðarerindinu; faðir í basli við að innblása sonum sínum trú, synir að ákveða hvort þeir muni trúa honum, móðir óttast um öryggi barna sinna og bræður að takast á við afbrýðisemi og deilur – og stundum að fyrirgefa hver öðrum. Í heild má segja að það felist raunverulegur kraftur í því að fylgja fordæmi trúar þeirrar sem þessi fjölskylda sýndi – þrátt fyrir ófullkomleika þeirra.

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

1. Nefí 1–6

Ritningarnar eru mikils virði.

Fyrstu kapítular Mormónsbókar innihalda margar tilvitnanir í helgar bækur, helgar heimildir og orð Drottins. Þegar þið lesið 1. Nefí 1–6, hvað lærið þið þá um ástæðu þess að orð Guðs sé „mikils virði“? (1. Nefí 5:21). Hvað kenna þessar ritningargreinar ykkur um ritningarnar? Hvað finnið þið sem innblæs ykkur að leita í ritningunum af meiri metnaði?

Sjá einnig „Scriptures Legacy [Arfleifð ritninganna]“ (myndband, ChurchofJesusChrist.org).

1. Nefí 1:7–15

Mormónsbók vitnar um Jesú Krist.

Sönn þeim tilgangi sem nefndur er á titilsíðunni – að sannfæra alla um að Jesús er Kristur – þá hefst Mormónsbók á hinni merku sýn Lehís um frelsarann. Hvað lærið þið um Jesú Krist frá því sem Lehí sá? Hver eru sum þeirra „[miklu] … og [undursamlegu]“ verka frelsarans í lífi ykkar? (1. Nefí 1:14).

1. Nefí 2

Þegar ég leita og treysti Drottni getur hann mildað hjarta mitt.

Þó að Laman, Lemúel og Nefí hafi allir alist upp í sömu fjölskyldunni og átt álíka reynslu, þá er mikill munur á því hvernig þeir brugðust við þeirri guðlegu leiðsögn sem faðir þeirra hlaut í þessum kapítula. Þegar þið lesið 1. Nefí 2, reynið þá að átta ykkur á hvers vegna hjarta Nefís mildaðist á sama tíma og hjörtu bræðra hans gerðu það ekki. Þið gætuð einnig íhugað eigin viðbrögð við leiðsögn frá Drottni, hvort heldur í gegnum heilagan anda eða spámann hans. Hvenær hafið þið fundið Drottin milda hjarta ykkar svo þið séuð fúsari til að meðtaka leiðsögn hans og ráð?

1. Nefí 3–4

Guð mun undirbúa leið fyrir mig að gera vilja hans.

Þegar Drottinn bauð Lehí og fjölskyldu hans að ná í látúnstöflurnar frá Laban, veitti hann þeim ekki nákvæmar leiðbeiningar til að inna það af hendi. Þetta er oft málið með boðorðin eða persónulegar opinberanir sem við hljótum frá Guði og þetta gæti leitt til þess að okkur finnist hann vera að krefjast „[erfiðs verks]“ (1. Nefí 3:5). Hvað blæs ykkur í brjóst varðandi viðbrögð Nefís við boðum Drottins, sem sjá má í 1. Nefí 3:7, 15–16? Finnst ykkur þið hvött til að „fara og gjöra“ eitthvað sérstakt?

Þegar þið lesið 1. Nefí 15–16, gætið þá að því hvernig Guð undirbjó leiðina fyrir Lehí og fjölskyldu hans. Hvernig hefur hann gert þetta fyrir ykkur?

Sjá einnig Orðskviðirnir 3:5–6; 1. Nefí 17:3; „Hlýðni,,“ Leiðarvísir að ritningunum, churchofjesuschrist.org/study/scriptures?lang=isl; safn myndbanda um Mormónsbók á ChurchofJesusChrist.org eða í smáforritinu Gospel Library.

1. Nefí 4:1–3; 5:1–8; 7:6–21

Það að minnast verka Guðs getur gefið mér trú til að hlýða boðorðum hans.

Þegar Laman og Lemúel langaði til að mögla, höfðu þeir vanalega Nefí og Lehí nálægt sér til að hvetja þá áfram og áminna. Þegar þið finnið fyrir löngun til að mögla, getur það veitt ykkur dýrmæt ráð og viðhorf að lesa orð Nefís og Lehís. Hvernig reyndu Nefí og Lehí að hjálpa fjölskyldumeðlimum sínum að byggja trú á Guð? (sjá 1. Nefí 4:1–3; 5:1–8; 7:6–21). Hvað lærið þið frá fordæmi þeirra sem getur hjálpað ykkur næst þegar þið freistist til að mögla eða sýna mótþróa?

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

1. Nefí 1–7

Á meðan á lestri 1. Nefí 1–7 stendur, gætuð þið hvatt fjölskyldumeðlimi ykkar til að vera vakandi fyrir samskiptum á milli meðlima fjölskyldu Lehís og Söru. Hvað getum við lært frá þessum samböndum sem getur hjálpað okkar fjölskyldu?

Ljósmynd
Nefí og fjölskylda hans lesa töflurnar

Nefí og fjölskylda hans mátu orð spámannanna.

1. Nefí 2:20

Reglan í 1. Nefí 2:20 er endurtekin oft í gegnum Mormónsbók. Hvernig geta meðlimir fjölskyldu ykkar heimfært hana upp á eigið líf, er þið lesið Mormónsbók saman þetta árið? Ef til vill gætuð þið gert veggspjald saman sem sýnir loforð Drottins í þessu versi og hengt upp á heimili ykkar. Það gæti þjónað sem áminning um að ræða reglulega um það hvernig þið hafið séð Drottin hjálpa fjölskyldu ykkar dafna þegar þið hafið haldið boðorð hans. Íhugið að skrifa þessar upplifanir á veggspjaldið.

1. Nefí 2:11–13; 3:5–7

Kannski gæti fjölskylda ykkar haft hag af því að taka eftir mismuninum á milli viðbragða Lamans og Lemúels við boðorðum Drottins og viðbrögðum Nefís. Hvað getum við lært frá 1. Nefí 2:11–13; 3:5–7 um að mögla? Hvaða blessanir koma frá því að iðka trú?

1. Nefí 3:19–20; 5:10–226

Þessi vers gætu innblásið fjölskyldu ykkar að halda skrár yfir mikilvæga viðburði og reynslu úr lífi ykkar. Kannski gætuð þið skrifað fjölskyldudagbók, líkri því sem Nefí og Lehí héldu um reynslu fjölskyldu sinnar. Hvað mynduð þið hafa í fjölskyldusögu ykkar?

1. Nefí 7:19–21

Hvað vekur athygli okkar varðandi fordæmi Nefís í þessum versum? Hvernig er fjölskylda okkar blessuð þegar við „fyrirgefum“ hvert öðru „fölskvalaust“?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta kennslu okkar

Lærið ritningarnar stöðugt. Eitt lykilatriði í þýðingamikilli kennslu á heimilinu, er að skapa stöðug lærdómstækifæri fyrir fjölskyldu ykkar. Thomas S. Monson forseti kenndi: „Skyndinámskeið eru ekki nærri eins áhrifarík og daglegur lestur í ritningunum og hagnýting þeirra í lífi okkar“ („Verið eins og best þið getið,“ aðalráðstefna apríl 2009)

Ljósmynd
Nefí stendur við hlið drukkins Labans

Ég hlýddi rödd andans, eftir Walter Rane

Prenta