Kom, fylg mér
30. desember – 5. janúar. Kynningarsíður Mormónsbókar: „Annars vitnis um Jesú Krist“


„30. desember–5. janúar Kynningarsíður Mormónsbókar: ‚Annars vitnis um Jesú Krist‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók, 2020 (2020)

„30. desember–5. janúar Kynningarsíður Mormónsbókar,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók, 2020

Ljósmynd
Mormon writes on the gold plates

30. desember – 5. janúar

Kynningarsíður Mormónsbókar

„Annars vitnis um Jesú Krist“

Þið getið auðgað nám ykkar á Mormónsbók með því að lesa síðurnar á undan 1. Nefí. Hvað finnið þið sem styrkir vitnisburð ykkar?

Skráið hughrif ykkar

Jafnvel áður en þið komið að 1. Nefí kapítula 1, er það greinilegt að Mormónsbók er engin venjuleg bók. Kynningarsíðurnar lýsa sögubakgrunni sem er ólíkur öllum öðrum – má þar nefna heimsóknir engla, fornar heimildir grafnar í aldaraðir í fjallshlíð og óþekktan bónda sem þýðir heimildirnar með krafti Guðs. Mormónsbók er ekki bara saga forns amerísks menningarsamfélags. Hún geymir „fyllingu hins ævarandi fagnaðarerindis“ Formáli Mormónsbókar) og Guð sjálfur leiddi fram komu hennar – hvernig hún var rituð, hvernig varðveitt og hvernig hún var gerð fáanleg á okkar tíma. Þegar þið lesið Mormónsbók þetta árið, biðjið þá varðandi hana og tileinkið ykkur kenningar hennar, þá munið þið bjóða krafti hennar í líf ykkar og þið gætuð fundið ykkur knúin til að segja, á sama hátt og vitnin þrjú gerðu í vitnisburði þeirra: „Í augum [mínum] er það undursamlegt.“

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Titilsíða Mormónsbókar

Mormónsbók getur styrkt trú mína á Jesú Krist.

Titilsíða Mormónsbókar býður upp á meira en einungis titil. Hún tilgreinir m.a. tilgang þessarar helgu heimildar. Leitið að þessum tilgangi og, er þið lesið Mormónsbók þetta árið, skráið þá þau ritningarvers sem ykkur finnst uppfylla þennan tilgang. Hvaða ritningarvers hjálpuðu ykkur t.d. að sannfærast um „að Jesús er Kristur, hinn Eilífi Guð“?

Formáli Mormónsbókar

Mormónsbók „skýrir sáluhjálparáætlunina“.

Sáluhjálparáætlunin er áætlun himnesks föður til að hjálpa börnum hans að ná upphafningu, eins og hann, og upplifa þá gleði sem hann upplifir (sjá 2. Nefí 2:25–26). Friðþæging Jesú Krists gerir þessa áætlun mögulega og hver kenning, helgiathöfn, sáttmáli og boðorð sem Guð hefur gefið er ætlað að uppfylla þessa áætlun.

Ef þið viljið skilja sáluhjálparáætlunina, þá er ekki til betri bók að lesa en Mormónsbók. Hún vitnar í áætlun Guðs – með ýmsum heitum – oftar en 20 sinnum. Á meðan á námi ykkar stendur þetta árið, takið þá eftir þegar áætlun Guðs er nefnd eða vísað er til hennar og hvað Mormónsbók hefur um hana að segja.

Hér er verkefni sem hjálpar ykkur að byrja. Lesið eftirfarandi ritningargreinar og skráið hin mismunandi heiti sem áætlun Guðs er gefið: 2. Nefí 9:13; 11:5; og Alma 12:32–34; 24:14; 41:2; 42:15–16. Hvað leggur hvert þessara heita til að þið gerið varðandi áætlun föðurins?

Vitnisburður þriggja vitna“; „Vitnisburður átta vitna

Ég get verið vitni um Mormónsbók.

Heilagur andi getur vitnað fyrir ykkur um að Mormónsbók sé sönn, jafnvel þó að þið hafið ekki séð gulltöflurnar, eins og vitnin þrjú eða vitnin átta gerðu. Hvernig getur vitnisburður þeirra styrkt ykkar? Hvernig getið þið „[gefið] heiminum [nafn ykkar], til að bera heiminum vitni“ um það sem þið vitið um Mormónsbók? („Vitnisburður átta vitna“).

Vitnisburður spámannsins Josephs Smith

Fram koma Mormónsbókar var kraftaverk.

Hvað segðuð þið, ef einhver spyrði ykkur um uppruna Mormónsbókar? Hvernig mynduð þið lýsa hlutdeild Drottins í fram komu Mormónsbókar? Hvernig lýsti Joseph Smith fram komu Mormónsbókar?

Vitnisburður spámannsins Josephs Smith

Hvernig var Mormónsbók þýdd?

Mormónsbók var þýdd „fyrir gjöf og kraft Guðs.“ Við þekkjum þýðingarferlið ekki nákvæmlega, en vitum þó að Joseph Smith var sjáandi, með aðstoð verkfæra sem Guð hafði fyrirbúið: Tveggja gagnsærra steina sem kölluðust Úrím og Túmmím og annars steins sem kallaðist sjáandasteinn. Joseph sá í þessum steinum ensku þýðinguna á þeim táknum sem voru á töflunum og hann las þýðinguna upphátt um leið og ritari skráði þau. Hver ritari Josephs var því vitni að því að kraftur Guðs var augljós í þýðingu þessa helga verks.

Sjá „Þýða, þýðing,“ Leiðarvísir að ritningunum, churchofjesuschrist.org/study/scriptures?lang=isl.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

Titilsíða Mormónsbókar

Kannski gæti fjölskylda ykkar byrjað að skrá lista af versum úr Mormónsbók sem hafa byggt upp trú ykkar á að „Jesús er Kristur“ og bætt við hann í gegnum árið. Þetta gæti einnig verið góður tími til að gera fjölskylduáætlun um lestur Mormónsbókar: Hvenær og hvar munið þið koma saman til að lesa? Hvert verður framlag hvers og eins meðlims fjölskyldunnar? Ef þið þurfið frekari hjálp, sjá þá „Hugmyndir að bættu ritningarnámi fjölskyldunnar“ fremst í þessari kennslubók.

Formáli Mormónsbókar

Burðarsteinn er efsti fleyglaga steinn í miðjum boga sem heldur hinum steinunum í skorðum. Þið gætuð hjálpað fjölskyldu ykkar að skilja hvernig Mormónsbók er „burðarsteinn trúar okkar“ með því að byggja eða teikna boga með burðarsteini efst í honum. Hvað gerist ef burðarsteinninn er fjarlægður? Hvað myndi gerast ef við hefðum ekki Mormónsbók? Hvernig getum við gert Mormónsbók að burðarsteini trúar okkar á Jesú Krist?

Ljósmynd
Steinbogi með burðarsteini sem heldur honum uppi

Mormónsbók er burðarsteinn trúar okkar.

Vitnisburður þriggja vitna“; „Vitnisburður átta vitna

Meðlimir fjölskyldu ykkar gætu skrifað vitnisburði sína um Mormónsbók, ritað nöfn sín við þá og hugsað um leiðir til að miðla öðrum vitnisburði sínum.

Vitnisburður spámannsins Josephs Smith

Hvaða sannindamerki finnum við í frásögn Josephs Smith um að Guð hafi átt hlutdeild í tilurð Mormónsbókar?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta persónulegt nám

Loforð frá spámanni. Russel M. Nelson forseti sagði: „Ég lofa að er þið íhugið það sem þið lærið [í Mormónsbók], þá munu gáttir himins opnast og þið munið hljóta svör við spurningum ykkar og leiðsögn fyrir líf ykkar“ („Mormónsbók: Hvernig væri líf þitt án hennar?aðalráðstefna október 2017).

Ljósmynd
Joseph Smith tekur á móti gulltöflunum frá Moróní

Moróni afhendir gulltöflurnar, eftir Gary L. Kapp

Prenta