Kom, fylg mér
13–19. janúar. 1. Nefí 8–10: „Koma … og neyta af ávextinum“


„13.–19. janúar. 1. Nefí 8–10: ‚Koma … og neyta af ávextinum‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók, 2020 (2020)

„13.–19. janúar. 1. Nefí 8–10,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Sýn Lehís um lífsins tré

Sýn Lehís, eftir Steven Lloyd Neal

13.–19. janúar

1. Nefí 8–10

„Koma … og neyta af ávextinum“

Þegar þið lesið 1. Nefí 8–10, hugleiðið þá hvaða skilaboð úr sýn Lehís eigi við ykkur. Skráið þau andlegu hughrif sem þið hljótið í ritningar ykkar, minnisbók eða þessa kennslubók.

Skráið hughrif ykkar

Draumur Lehís – með járnstöng sinni, hinni niðdimmu þoku, rúmmiklu byggingu og hinum sætasta ávexti – eru hvetjandi boð um að meðtaka blessanir elsku frelsarans og friðþægingarfórnar hans. Hvað Lehí varðaði, þá tengdist sýnin einnig fjölskyldu hans: „Vegna þess sem fyrir augu mín bar, hef ég ástæðu til að gleðjast í Drottni yfir Nefí og einnig yfir Sam. … En sjá. Ykkar vegna, Laman og Lemúel, skelfist ég ákaft“ (1. Nefí 8:3-4). Þegar Lefí lauk við að lýsa sýn sinni, sárbændi hann Laman og Lemúel um að „fara að orðum sínum, svo að Drottinn sýndi þeim ef til vill miskunn“ (1. Nefí 8:37). Jafnvel þótt þið hafið oft lesið sýn Lehís, hugsið þá um hana í þetta sinn eins og Lehí – með ástvin í huga. Þannig mun öryggi járnstangarinnar, hættur rúmmiklu byggingarinnar og sætleiki ávaxtarins taka á sig nýja merkingu. Þið munið einnig skilja betur „[heita] umhyggju ástríks foreldris“ sem meðtók þessa merku sýn.

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

1. Nefí 8

Orð Guðs leiða mig til frelsarans og hjálpa mér að skynja elsku hans.

Sýn Lehís býður upp á boð um að hugleiða hvar þið standið – og hvert þið stefnið – í persónulegri vegferð ykkar til að kynnast frelsaranum og elsku hans. Boyd K. Packer forseti kenndi: „Þið kunnið að hugsa að draumur Lehís eða sýn hans, hafi enga merkingu fyrir ykkur, en hún hefur það. Þið eruð í henni, við erum þar öll (sjá 1. Nefí 19:23). Draumur Lehís eða sýnin um járnstöngina inniheldur allt sem … Síðari daga heilagur þarf til að skilja prófraun lífsins“ („Lehi’s Dream and You [Draumur Lehís og þið],“ New Era, jan. 2015, 2).

Ein leið til að læra 1. Nefí 8 gæti falist í því að útfylla töflu eins og hér má sjá. Til að skilja merkingu táknanna, þá er hjálplegt að vitna í þá sýn sem Nefí fékk þegar hann bað þess að skilja sýn föður síns – sjá sérstaklega 1. Nefí —11:4–25, 32–36; 12:16–18; og 15:21–33, 36. Þegar þið lærið um sýn Lehís, íhugið þá hvað Drottinn vill að þið lærið.

Tákn frá sýn Lehís

Merkingar

Spurningar til að íhuga

Tákn frá sýn Lehís

Tré og ávöxtur þess (1. Nefí 8:10–12)

Merkingar

Spurningar til að íhuga

Hvað geri ég til að bjóða öðrum að meðtaka elsku Guðs?

Tákn frá sýn Lehís

Fljót (1. Nefí 8:13)

Merkingar

Spurningar til að íhuga

Tákn frá sýn Lehís

Járnstöng (1. Nefí 8:19–20, 30)

Merkingar

Spurningar til að íhuga

Tákn frá sýn Lehís

Niðdimm þoka (1. Nefí 8:23)

Merkingar

Spurningar til að íhuga

Tákn frá sýn Lehís

Rúmmikil bygging (1. Nefí 8:26–27, 33)

Merkingar

Spurningar til að íhuga

Tákn frá sýn Lehís

Merkingar

Spurningar til að íhuga

Sjá einnig David A. Bednar, „Lehi’s Dream: Holding Fast to the Rod [Draumur Lehís: Halda fast í járnstöngina],“ Ensign eða Liahona, okt. 2011, 33–37.

Ljósmynd
Lehí neytir ávaxtar lífsins trés

Lehí neytir ávaxtar lífsins trés. Lífsins tré, eftir Marcus Alan VIncent

1. Nefí 9

Hvers vegna gerði Nefí tvo töfluhluta?

Hinn „sérstaki tilgangur“ Drottins að láta Nefí búa til tvær heimildir, varð skýr öldum seinna. Eftir að Joseph Smith þýddi hinar fyrstu 116 síður Mormónsbókar, afhenti hann Martin Harris síðurnar, sem týndi þeim (sjá K&S 10:1–23). Síðari töfluhlutinn náði yfir sama tímabil og Drottinn bauð Joseph að þýða þær töflur í stað þess að endurþýða það sem hafði tapast (sjá K&S 10:38–45).

Til að fá frekari upplýsingar um þær töflur sem tilgreinar eru í 1. Nefí 9, sjá þá „Nokkrar skýringar á Mormónsbók“; 1. Nefí 19:1–5; 2. Nefi 5:29–32; og Orð Mormóns 1:3–9.

1. Nefí 10:2–16

Spámenn til forna þekktu ætlunarverk Jesú Krists og báru vitni um hann.

Frásögnin af sýn Lehís hafði sannlega áhrif á fjölskyldu hans, en hann átti enn eftir að kenna henni annan eilífan sannleik um hlutverk frelsarans. Þegar þið lesið 1. Nefí 10:2–16, hugsið þá um hvers vegna Drottinn myndi vilja að fjölskylda Lehís – og við öll – þekktum þennan sannleik. Hugleiðið hvað þið gætuð sagt við ástvini ykkar til að bjóða þeim að snúa til frelsarans. Hvað finnst ykkur þið knúin til að læra, líkt og Nefí, „fyrir kraft heilags anda,“ eftir að hafa lært um sýn og kenningar Lehís? (1. Nefí 10:17).

1. Nefí 10:17-19

Guð mun opinbera mér sannleika ef ég leita hans af kostgæfni.

Hvernig bregðist þið við ef þið komið að kenningu í fagnaðarerindinu sem þið skiljið ekki? Gætið að ólíkum viðbrögðum Nefís annarsvegar (sjá1. Nefí 10:17–19; 11:1) og Lamans og Lemúels hinsvegar við sýn Lehís (sjá 1. Nefí 15:1–10). Hvers vegna brugðust þeir þannig við og hver var afleiðing viðbragða þeirra?

Íhugið að skrifa um atvik þegar þið vilduð vita hvort að kenning fagnaðarerindisins væri sönn. Hvernig líktist það ferli sem þið fylgduð því sem Nefí gerði?

Sjá einnig 1. Nefí 2:11–19; Kenning og Sáttmálar 8:1–3.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

1. Nefí 8

Meðlimir fjölskyldu ykkar gætu notið þess að leika sýn Lehís eða teikna myndir og nota teikningarnar til að segja frá henni. Þið gætuð kannski sýnt mynd listamannsins af sýn Lehís sem fylgir þessari lexíu og boðið fjölskyldumeðlimum að benda á smáatriðin og leita að ritningargreinum sem lýsa merkingu þessara hluta. Söngurinn „Nefí hinn hugdjarfi“ (Barnasöngbókin, nr. 64) er tilvalinn fyrir þennan kapítula. Þið gætuð einnig horft á myndband af sýn Lehís (sjá Book of Momon Videos [Myndbönd Mormónsbókar] á ChurchofJesusChrist.org eða í smáforritinu Gospel Library).

1. Nefí 8:10–16

Hverjum gætum við boðið að komast nær Jesú Kristi og finna sætleika elsku hans? Hvað getum við gert til að „[veifa] til þeirra“?

1. Nefí 9:5–6

Hvenær höfum við fylgt boðorði án þess að skilja fyllilega ástæðuna fyrir því? Hvernig urðum við blessuð fyrir það?

1. Nefí 10:20-22

Hvernig er það svipað að vera andlega óhrein og líkamlega óhrein? Hvað getum við gert til að sjá til þess að við séum andlega hrein?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta kennslu okkar

Hvernig eiga ritningarnar við um líf okkar? Eftir að hafa lesið ritningargrein, bjóðið þá meðlimum fjölskyldu ykkar að deila því hvernig ritningargreinin eigi við um þau. Þegar fjölskyldumeðlimir t.d. lesa 1. Nefí 8:33, gæru þeir rætt hvernig hunsa má þá sem „[benda] … með fyrirlitningu.“

Ljósmynd
Draumur Lehís

Lífsins tré, eftir Avon Oakeson

Prenta