Kom, fylg mér
20.–26. janúar. 1. Nefí 11–15: „Vopnaðir réttlæti og krafti Guðs“


„20.–26. janúar, 1. Nefí 11–15: ‚Vopnaðir réttlæti og krafti Guðs‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók, 2020 (2020)

„20.–26. janúar. 1. Nefí 11–15,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók, 2020

Ljósmynd
Fólk neytir ávaxtar lífsins trés

Ljúfara en allt sem ljúft er, eftir Miguel Angel González Romero

20.–26. janúar

1. Nefí 11–15

„Vopnaðir réttlæti og krafti Guðs“

Getið þið séð ykkur sjálf í 1. Nefí 11–15? Hvaða ritningargreinar eru ykkur og fjölskyldu ykkar dýrmætastar?

Skráið hughrif ykkar

Þegar Guð er með mikilfenglegt verk fyrir spámann sinn, veitir hann þeim spámanni oft mikilfenglega sýn sem hjálpar honum að skilja tilgang Guðs fyrir börn hans. Móse sá „þessa jörð og íbúa hennar og einnig … himnana“ í sýn (HDP Móse 1:36). Jóhannes postuli sá sögu heimsins og síðari komu frelsarans (sjá Opinberunarbókina). Joseph Smith sá föðurinn og soninn (sjá Joseph Smith – Saga 1:17-18). Lehí sá sýn sem sýndi þá leið sem við verðum að fara í átt að frelsaranum og elsku hans.

Eins og er skráð í 1. Nefí 11–14, þá sá Nefí þjónustu frelsarans, framtíð afkomenda Lehís í fyrirheitna landinu og örlög verks Guðs á síðari dögum. Þessi sýn hjálpaði við að að búa Nefí undir það verk sem fyrir honum lá og hún getur einnig hjálpað til við undirbúning ykkar sjálfra – því Guð hefur verkefni fyrir ykkur í ríki sínu. Þið eruð meðal „[hinna] heilögu í kirkju lambsins“ sem Nefí sá „sem [dreift] var um allt yfirborð jarðar. Og þeir voru vopnaðir réttlæti og krafti Guðs í mikilli dýrð“ (1. Nefí 14:14).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

1. Nefí 11

Guð sendi Jesú Krist sem tákn um elsku sína.

Til að auðvelda Nefí að skilja merkingu trésins sem faðir hans hafði séð, þá sýndi engillinn honum „son hins eilifa föður“ (1. Nefí 11:21). Af þessu ályktaði Nefí að tréð táknaði elsku Guðs. Sýninni hafði hins vegar ekki enn lokið. Þegar þið lesið og hugleiðið 1. Nefí 11, hvað finnið þið þá sem hjálpar ykkur að skilja hvers vegna Jesú Kristur er æðsta tjáning elsku Guðs?

Til að læra um önnur tákn í draumi Lehís, sjá þá 1. Nefí:11:35–36; 12:16–18; og 15:21–30.

Sjá einnig Jóhannes 3:16.

1. Nefí 12–13

Drottinn undirbjó veginn fyrir endurreisnina.

Nefí auðnaðist ekki líf til að verða vitni að mörgu því sem hann sá í sýn sinni. Hvers vegna haldið þið að það hafi verið Nefí dýrmætt að vita þessa hluti? Hvers vegna er það ykkur dýrmætt að vita þessa hluti? Kannski gætuð þið spurt þessarar spurningar í hvert sinn sem þið lesið um eitthvað sem Nefí sá í sýn sinni.

Hér eru sumir þeirra viðburða sem Nefí sá: Framtíð afkomenda sinna (sjá kapítula 12), landnám Ameríku og amerísku byltinguna (sjá kapítula 13:12–19), fráhvarfið mikla (sjá kapítula 13:20–29) og endurreisn fagnaðarerindisins (sjá kapítula 13:32–42).

1. Nefí 13:1–9; 14:9–11

Hver er hin „volduga og viðurstyggilega kirkja“ sem Nefí sá?

Öldungur Dallin H. Oaks útskýrði að hin „volduga og viðurstyggilega kirkja,“ sem Nefí lýsti, væri fulltrúi „hverrar þeirrar heimspeki eða samtaka sem standa í vegi fyrir trú á Guð, og að sú ‚ánauð‘ sem þessi ‚kirkja‘ leitast við að kalla yfir hina heilögu, fælist meira í ánauð falskra hugmynda en líkamlegri ánauð“ („Stand as Witnesses of God,“ Ensign, mars, 2015, 32).

1. Nefí 13:12

Hver var maðurinn sem Nefí sá að andinn „hafði áhrif á“ svo hann „hélt yfir vötnin mörgu“?

Nefí sá að heilagur andi myndi blása Kristófer Kólumbusi í brjóst að halda í sína frægðarför til Ameríku. Þann 14. mars 1493, skrifaði Kólumbus um ferð þessa: „Ekki ætti að eigna mér þessa stórkostlegu og merkilegu útkomu …; því það sem vitsmunir mannsins fá ekki skilið án aðstoðar, hefur andi Guðs styrkt manninum til framdráttar, því Guð er vanur að heyra bænir þeirra þjóna sinna sem elska lífreglur hans, svo þeir fái gert það sem virðist ómögulegt“ (The Annals of America [Encyclopedia Brittannica, Inc.,1976], 1:5).

1. Nefí 13:20–42

Ritningar síðari daga endurreisa „skýr og dýrmæt atriði.“

Nefí sá í sýn að „mörg auðskiljanleg og mjög dýrmæt atriði [yrðu felld] úr [Biblíunni]“ – sem hann lýsti sem „heimildaskrá Gyðinga“ 1. Nefí 13:23, 28). Hann sá þó líka að Guð myndi endurreisa þessi atriði í gegnum „aðrar bækur“ – Mormónsbók og aðrar ritningar síðari daga (sjá 1. Nefí 13:39–40). Hver eru sum þessara dýrmætu sannleiksatriða sem Mormónsbók hjálpar okkur að skilja betur? Hvernig er líf ykkar öðruvísi vegna endurreisnar þessara skýru og dýrmætu atriða?

Ljósmynd
Eintök af Mormónsbók á mismunandi tungumálum

Mormónsbók endurreisir sannleika fagnaðarerindisins sem glataðist í fráhvarfinu.

Sjá einnig „Plain and Precious Truths (Skýr og dýrmætur sannleikur),“ Ensign, mars, 2008, 68–73; Russel M. Nelson, „Mormónsbók: Hvernig væri líf þitt án hennar?aðalráðstefna október 2017.

1. Nefí 15:1–11

Drottinn mun svara mér ef ég bið í trú af bljúgu hjarta.

Hefur ykkur nokkru sinni liðið þannig að þið væruð ekki að hljóta persónulegar opinberanir – að Guð væri ekki að tala til ykkar? Hvaða ráð veitti Nefí bræðrum sínum þegar þeim leið þannig? Hvernig getið þið heimfært ráðgjöf Nefís upp á líf ykkar og hvernig getið þið nýtt ráð hans til hjálpar öðrum?

Sjá einnig Jakob 4:8; Alma 5:46; 26:21–22.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

1. Nefí 11–14

Þegar fjölskyldan les þessa kapítula, gerið þá hlé á lestrinum og spyrjið spurninga eins og: Hvað sá Nefí í sýn sinni sem hann gæti hafa glaðst yfir? Hvað gæti hafa syrgt hann? Hvers vegna?

1. Nefí 13:20–42

Til að hjálpa fjölskyldumeðlimum að skilja gildi hins „skýra og dýrmæta“ sannleika í Mormónsbók, berið þá saman skilmerkilega skrifuð skilaboð og skilaboð sem hafa verið rugluð. Hvers vegna myndi himneskur faðir vilja að sannleikur hans væri kenndur á skýran máta? Fjölskyldumeðlimir gætu borið vitni um einhvern „skýran og dýrmætan“ sannleik sem þau hafa lært í Mormónsbók.

1. Nefí 14:12–15

Hvers vegna erum við „[vopnuð] réttlæti og krafti Guðs“ þegar við erum sönn sáttmálum okkar við Guð?

1. Nefí 15:8–11

Hvaða upplifunum getur fjölskylda ykkar miðlað af því að hafa „spurt Drottin“? Hvað lærum við af fordæmi Nefís?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta persónulegt nám

Notið námshjálp. Neðanmálstilvísanir, Leiðarvísir að ritningunum og önnur námshjálp veitir innsýn inn í ritningarnar. Hvernig hjálpa neðanmálstilvísanir ykkur t.d. að skilja 1. Nefí 14:20–21?

Ljósmynd
Sýn Nefís af Maríu og Jesúbarninu

Sýn Nefís af Maríu, eftir James Johnson

Prenta