Kom, fylg mér
27. janúar – 2. febrúar. 1. Nefí 16–22: „Ég mun greiða götu yðar“


„27. janúar – 2. febrúar. 1. Nefí 16–22: ‚Ég mun greiða götu yðar,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók, 2020 (2020)

„27. janúar – 2. febrúar. 1. Nefí 16–22,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Lehi horfir á Liahóna

Lehí og Líahóna, eftir Joseph Brickey

27. janúar – 2. febrúar

1. Nefí 16–22

„Ég mun greiða götu yðar“

Þegar þið lesið 1. Nefí 16–22, leitið þá að ritningargrein sem snertir ykkur. Sumum finnst gott að undirstrika slík vers í ritningum sínum, aðrir skrifa athugasemdir í spássíurnar. Íhugið hvernig þið hyggist skrá hughrif ykkar.

Skráið hughrif ykkar

Þegar fjölskylda Lehís ferðaðist í áttina að fyrirheitna landinu, veitti Drottinn þeim þetta loforð: „Ég mun greiða götu yðar, ef þér haldið boðorð mín“ (1. Nefí 17:13). Greinilega þýddi þetta loforð ekki að ferðin yrði auðveld – fjölskyldumeðlimir voru áfram ósáttir, bogar brotnuðu og fólkið erfiðaði og dó og þau áttu enn eftir að byggja skip úr hráefnum. Hins vegar áttaði Nefí sig á því að þegar fjölskyldan stóð frammi fyrir mótlæti, eða því sem virtust ómöguleg verkefni, þá var Drottinn aldrei fjarri. Hann vissi að Guð „veitir [hinum trúföstu] næringu, styrk og forsjá til að gera það sem hann hefur boðið“ (1. Nefí 17:3). Ef þið hafið einhvern tíma hugleitt hvers vegna slæmir hlutir hendi gott fólk, eins og Nefí og fjölskyldu hans, þá gætuð þið hlotið innsýn frá þessum kapítulum. Það sem kannski er enn mikilvægara, er að þið munið sjá hvað gott fólk gerir þegar slæmir hlutir gerast.

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

1. Nefí 16–18

Þegar ég held boðorðin mun Guð hjálpa mér að takast á við áskoranir.

Kapítular 16–18 í 1. Nefí lýsa mörgum áskorunum sem fjölskylda Nefís stóð frammi fyrir, þar með talið brotnum boga (sjá 1. Nefí 16:17–32), dauða Ísmaels (sjá 1. Nefí 16:34–39), skipasmíði (sjá 1. Nefí 17:7–16; 18:1–4) og fjölskylduósætti (sjá 1. Nefí 18:9–22). Hvernig voru viðbrögð Nefís við þessum áskorunum ólík viðbrögðum sumra annarra fjölskyldumeðlima hans? Hverjar voru afleiðingar þeirra viðbragða?

Það gæti hjálpað að skrá það sem þið finnið í töflu með fyrirsögnum eins og: „Áskoranir,“ „Viðbrögð Nefís,“ „Viðbrögð annarra,“ og „Niðurstöður.“ Af hverju teljið þið að Nefí hafi náð að vera svo trúfastur á sama tíma og aðrir gerðu það ekki? Hugleiðið hvernig fordæmi Nefís og fjölskyldu hans gæti hjálpað við ykkar áskoranir.

Sjá einnig tengd myndbönd í Book of Momon Videos [Myndböndum Mormónsbókar] á ChurchofJesusChrist.org eða í smáforritinu Gospel Library).

1. Nefí 16:10–16, 23–31; 18:11–22

Drottinn notar einfaldar aðferðir til að leiða mig.

Þegar Guð leiddi fjölskyldu Lehís út í óbyggðirnar, sá hann þeim ekki fyrir námvæmri ferðaáætlun að fyrirheitna landinu. Hann sá Lehí hins vegar fyrir Líahóna til að leiða fjölskyldu hans daglega í átt að ákvörðunarstað þeirra. Hverju hefur himneskur faðir séð ykkur fyrir til að veita ykkur leiðsögn og handleiðslu? Hvað teljið þið að felist í orðunum „með litlu getur Drottinn komið miklu til leiðar“? (1. Nefí 16:29).

Þegar þið lesið 1. Nefí 16:10–16, 23–31 og 18:11–22, íhugið þá að gera lista yfir allar reglurnar sem sýna hvernig Guð leiðir börn sín (af 1. Nefí 16:10 má t.d. læra að Guð leiðir okkur stundum á óvæntan hátt). Hvaða upplifanir hafið þið haft af þessum reglum?

Sjá einnig Alma 37:7, 38–47; Kenning og Sáttmálar 64:33–34.

Ljósmynd
Lehí notar Líahóna

Séuð þér viðbúnir þurfið þér ekki að óttast, Eftir Clark Kelley Price

1. Nefí 19:23–24; 20–22

Ég get „tileinkað [mér] allar ritningargreinarnar.“

Jesaja skrifaði til allra barna Ísrael og Nefí sá að það átti einnig sérstaklega við um hans eigin fjölskyldu – og það á líka við um ykkur (sjá 1. Nefí 19:23–24). Henry B. Eyring forseti sagði um tilvitnun Nefís í Jesaja: „Ég las orð Jesaja … og taldi Nefí hafa valið þá hluta Jesaja sem ég gæti tekið beint í hjartað, án þess að hafa áhyggjur af myndmálinu, eins og Drottinn væri að tala við mig“ („The Book of Mormon Will Change Your Life [Mormónsbók mun breyta lífi ykkar],“ Ensign, feb. 2004, 10).

Hafið orð Eyrings forseta í huga og íhugið eftirfarandi spurningar er þið lesið kapítula 20–22:

1. Nefí 20:1–9.Hvaða ritningargreinar í þessum versum lýsa Ísraelsmönnum? Hvernig lýsa þær Laman og Lemúel? Hvaða viðvaranir og notagildi getið þið fundið fyrir ykkur sjálf?

1 Nephi 20:17–22.Hvernig leiddi Drottinn Ísraelsmenn? Hvernig leiddi Lehí fjölskyldu sína? Hvernig leiðir hann ykkur?

Hvað annað getið þið fundið í 1. Nefí 20–22 sem vekur tilfinningar um að Drottinn hafi verið að tala til ykkar? Hvernig hjálpar frásögn Nefís í kapítula 22 ykkur að skilja spádóma Jesaja?

1 Nefí 21

Hverjir eru hús Ísraels og Þjóðirnar?

Hús Ísraels eru afkomendur Jakobs, spámanns Gamla testamentisins, sem Drottinn gaf nafnið Ísrael (sjá 1. Mósebók 32:28; 35:10; sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Ísrael“). Drottinn gerði ákveðna sáttmála við Ísrael og afkomendur hans voru álitnir sáttmálsþjóð Guðs. Hins vegar snéru margir sér frá Drottni mörgum kynslóðum síðar og þeim var loks dreift um alla jörðu.

Orðið Þjóðir í þessum ritningargreinum á við um það fólk sem enn hafði ekki hlotið fagnaðarerindið (Sjá Leiðarvísi að ritningunum, „Þjóðirnar“). Jesaja kenndi að á síðari dögum myndi Þjóðunum vera gefið fagnaðarerindið og þær eiga stóran þátt í að kenna og safna saman húsi Ísraels (sjá 1. Nefí 21:22; 22:8–12; sjá einnig Jesaja 60; 66:18–20).

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

1. Nefí 17:1–6, 17–22

Ef til vill gæti fjölskylda ykkar borið frásögn Nefís af ferðalaginu í óbyggðunum (sjá 1 Nephi 17:1–6) saman við frásögn bræðra hans (sjá 1 Nephi 17:17–22). Hvers vegna teljið þið að þeir hafi séð sömu atburðina á svo ólíkan hátt? Hvað lærum við af Nefí um að hafa trúfast viðhorf?

1. Nefí 17:17–22; 18:9–16

Hverjar eru afleiðingar afbrýðisemi, ágreinings og kvörtunarsemi innan fjölskyldu? Hvernig getum við sigrast á þessum vandamálum?

1. Nefí 19:22–24

Nefí tileinkaði fjölskyldu sinni ritningarnar, „svo þær yrðu okkur til gagns og fróðleiks“ (1. Nefí 19:23). Frásagnirnar í 1 Nefí 16–18 eru margar sem fjölskylda ykkar gæti tileinkað sér. Kannski gætuð þið leikið eina þessara frásagna og rætt hvernig hún á við um fjölskyldu ykkar.

1. Nefí 21:14–16

Hvernig gæti boðskapur þessara versa hjálpað einhverjum sem finnst hann vera gleymdur?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta persónulegt nám

Biðjið Drottin um aðstoð. Ritningarnar voru gefnar með opinberun og við þörfnumst opinberana til að skilja þær. Drottinn hefur lofað: „Ef þið … biðjið til mín í trú … mun þetta vissulega kunngjört yður“ 1. Nefí 15:11).

Ljósmynd
Nefí og fjölskylda hans í skipinu

Þeir léku mig grátt, eftir Walter Rane

Prenta