Kom, fylg mér
17.–23. febrúar: 2. Nefí 11–25: „Vér fögnum í Kristi“


„17.–23. febrúar. 2. Nefí 11–25: ,Vér fögnum í Kristi‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„17.–23. febrúar. 2. Nefí 11–25,“ Kom, fylgið mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Jesaja ritar á bókfell

17.–23. febrúar

2. Nefí 11–25

„Vér fögnum í Kristi“

Nefí kenndi að orð Jesaja sé „ljós öllum þeim, sem fylltir eru anda spádóms“ (2. Nefí 25:4). Leitið anda spádóms við lesturinn, með því að undirbúa ykkur andlega, hlusta á andann og skráið hughrif ykkar.

Skráið hughrif ykkar

Það er ekki auðvelt að grafa á málmtöflur og rýmið á litlu töflum Nefís var takmarkað. Afhverju hefði þá Nefí lagt á sig hið lýjandi verk að afrita stóran hluta af ritverki Jesaja í heimild sína? Hann gerði það „svo að hver sá … sem [orðin sæi, mætti] upplyftast í hjarta og fyllast fögnuði“ (2. Nefí 11:8). Í vissum skilningi er boðið um að lesa ritverk Jesaja fagnaðarboð. Þið getið, líkt og Nefí, haft unun af spádómum Jesaja um samansöfnun Ísraels, komu Messíasar og þúsund ára friðinn sem hinir réttlátu hafa fyrirheit um. Þið getið glaðst yfir því að jafnvel á degi „mæðu [og myrkurs],“ hafið þið séð „mikið ljós“ (2. Nefí 18:22; 19:2). Þið getið glaðst yfir að geta „[ausið vatni] úr lindum hjálpræðisins“ (2. Nefí 22:3). Þið getið með öðrum orðum, „[fagnað] í Kristi“ (2. Nefí 25:26).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

2. Nefí 11–25

Hvernig get ég skilið betur kenningar Jesaja?

Nefí gerði ljóst að fyrir suma „[liggi orð Jesaja] ekki ljós fyrir“ (2. Nefí 25:4). Það getur vissulega átt við um þá sem ekki þekkja hina fornu menningu og landsvæði Gyðinga, líkt og Nefí gerði (sjá 2. Nefí 25:6). Nefí veitti líka leiðsögn til að auðvelda okkur að skilja ritverk Jesaja:

„[Látið] orð hans skírskota til“ okkar sjálfra (2. Nefí 11:2).Margar kenninga Jesaja hafa margþættar mögulegar merkingar og notagildi. Ritmál hans um dreifingu og samansöfnun Ísraels gæti vakið ykkur þá hugsun að þið þurfið að „safnast“ aftur til frelsarans.

Leitist við að „[fyllast] anda spádóms“ (2. Nefí 25:4).Besta leiðin til að skilja spádóma Jesaja er að leita innblásturs andans. Biðjist fyrir um andlega leiðsögn. Þið skiljið kannski ekki allt í einu vettvangi, en andinn getur hjálpað ykkur að læra það sem þið þurfið að vita fyrir líf ykkar nú.

Ykkur gæti líka fundist gagnlegt að nota námshjálp ritninganna, svo sem neðanmálstilvísanir, kapítulafyrirsagnir, Leiðarvísi að ritningunum o.s.frv.

2. Nefí 11:2–8; 25:19–29

„Rétta leiðin er sú að trúa á Krist“

Nefí bæði kynnti og lauk tilvitnun sinni í Jesaja með því að gefa vitnisburð sinn um Jesú Krist (sjá 2. Nefí 11:2–8; 25:19–29). Hvað hrífur ykkur varðandi vitnisburð hans? Þegar þið lærið þessa viku, hugsið þá um þrá Nefís til að „hvetja börn [sín] … til að trúa á Krist og sættast við Guð“ (2. Nefí 25:23) og gætið að versum sem hvetja ykkur til að trú á og fylgja Jesú Kristi.

Það gæti hjálpað að hafa í huga að mikið af kennslu Jesaja um frelsarann er sett fram með myndlíkingum. Þið gætuð t.d. séð myndlíkingar um frelsarann sem herra víngarðsins (sjá 2. Nefí 15:1–7), stein (sjá 2. Nefí 18:14) og ljós (sjá 2. Nefí 19:2). Hvaða aðrar myndlíkingar um Jesú Krist finnið þið í þessum kapítulum? Hvað kenna þessar myndlíkingar um hann?

2. Nefí 12–13

Hinir dramblátu og veraldlegu verða auðmýktir.

Nefí sá fyrir að drambsemi yrði fall fólks hans (sjá 1. Nefí 12:19). Það er því ekki að undra að Nefí segði fólki sínu frá stöðugum aðvörunum Jesaja við drambsemi. Leitið orða í kapítulum 12 og 13, sem Jesaja notar til að lýsa drambsemi, svo sem háleitur og hroki. Þið gætuð síðan reynt að umorða þessar aðvaranir, líkt og þið væruð að skrifa til ykkar sjálfra og vara ykkur við drambi.

Sjá einnig „Kafla 18: Beware of Pride“ (Teachings of Presidents of the Church: Ezra Taft Benson [2014], 229–40).

2. Nefí 12:2–5; 21:9–12; 22; 24:1–3

Í þúsund ára ríkinu mun fólk Guðs njóta friðar.

Ykkur gæti verið gagnlegt að setja ykkur í sömu spor og Nefí og fólk hans í huganum. Ímyndið ykkur að þið hafið flúið Jerúsalem rétt áður en henni var tortímt (sjá 2. Nefí 25:10) og nú tilheyrið þið hinum dreifða Ísrael. Hvernig hefði ykkur getað liðið við að lesa kenningar Jesaja um væntanlega samansöfnun Ísraels og friðsælt þúsund ára ríki? Við, sem Síðari daga heilög, höfum verið kölluð til að hjálpa við samansöfnun fólks Guðs á síðari dögum, til undirbúnings fyrir þúsund ára valdatíð Krists. Íhugið hvað þið gerið til að hjálpa við uppfyllingu spádómanna sem þar eru. Hvaða finnst ykkur þið hvött til að gera til hjálpar við samansöfnun fólks Guðs?

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

2. Nefí 12:1–3

Ef þið hafið farið í musterið – „hús Drottins … grundvallað … á fjallstindum“ – gætuð þið sagt fjölskyldu ykkar hvernig sáttmálar musterisins hjálpa ykkur að „ganga á [Drottins] stigum.“ Ef þið hafið ekki farið í musterið, gæti sameiginlegur lestur þessara versa hvatt til umræðna um hvernig þið gætuð búið ykkur undir blessanir musterisins.

2. Nefí 15:18–23

Getur fjölskylda ykkar komið með nútíma dæmi um þær óréttlátu hugmyndir sem lýst er í þessum versum? Hvernig getum við forðast að láta blekkjast af fölskum hugmyndum góðs og ills?

2 Nefí 21

Ef fjölskylda ykkar þarfnast hjálpar við að skilja þennan kapítula (sem samsvarar Jesaja 11), gætuð þið öðlast skilning með lestri Kenningar og sáttmála 113:1–6, þar sem spámaðurinn Joseph Smith svarar nokkrum spurningum um Jesaja 11. Hvað lærum við um Jesú Krist af þessum versum?

2. Nefí 21:9

Hvað er eitthvað tiltekið sem við getum gert til hjálpar, svo „jörðin [verði] full af þekkingu á Drottni“?

2. Nefí 25:23–26

Hvernig getið þið hjálpað fjölskyldumeðlimum ykkar að „fagna í Kristi“? Þið gætuð kannski beðið þá að skrifa á blaðræmur eitthvað um frelsarann sem veitir þeim gleði. Á fjölskyldukvöldum eða við ritningarnám fjölskyldunnar gæti síðan einhver lesið eina ræmu. Fjölskyldumeðlimir gætu bætt við ræmum yfir árið.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta persónulegt nám

Leitið fyrirmynda. Í ritningunum getum við fundið fyrirmyndir sem sýna hvernig Drottinn starfar. Þið gætuð t.d. fundið fyrirmyndir í 2. Nefí 11–25, sem sýna hvernig Drottinn aðvarar og fyrirgefur.

Ljósmynd
Panama City musterið, Panama

Panama City musterið, Panama. „Hús Drottins … mun grundvallað verða á fjallstindum … og þangað munu allar þjóðir streyma“ (2. Nefí 12:2).

Prenta