Kom, fylg mér
3.–9. febrúar. 2. Nefí 1–5: „Við lifðum eftir leiðum hamingjunnar“


„3.–9. febrúar. 2. Nefí 1–5: ‚Við lifðum eftir leiðum hamingjunnar,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók, 2020 (2020)

„3.-9. janúar. 2. Nefí 1–5,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Adam og Eva yfirgefa Edensgarðinn

Adam og Eva, eftir Douglas Fryer

3.–9. febrúar

2. Nefí 1–5

„Við lifðum eftir leiðum hamingjunnar“

Ritningarnar geta opnað dyr persónulegra opinberana. Þegar þið lesið 2. Nefí 1–5, kunnið þið að komast að því að Drottinn ætli ykkur að læra eitthvað sérstakt.

Skráið hughrif ykkar

Hver væru lokaorð ykkar til þeirra sem þið elskið heitast, ef þið vissuð að líf ykkar væri á enda komið? Þegar spámaðurinn Lehí skynjaði að dró að lokum lífs hans, kallaði hann börn sín saman í síðasta sinn, til að spá og miðla ástvinum sínum sannleika fagnaðarerindisins sem honum var dýrmætur. Hann kenndi um frelsi, hlýðni, fall Adams og Evu, endurlausn fyrir milligöngu Jesú Krists og gleði. Öll börn hans meðtóku ekki hans síðasta vitnisburð, en þau sem það gerðu – sem líka á við um þær milljónir sem lesa hann í dag – fundu í vitnisburði hans lífsreglur að því að lifa „eftir leiðum hamingjunnar“ (2. Nefí 5:27).

Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

2 Nefí 2

Mér er frjálst að velja eilíft líf.

Öldungur D. Todd Christofferson sagði: „Guð væntir þess hins vegar að börn hans breyti samkvæmt því siðferðislega sjálfræði sem hann hefur gefið þeim. … „Það er ætlun og vilji hans að við berum sjálf megin ábyrgð á ákvörðunum okkar lífsins sjónleik“ („Frjáls að eilífu til að hafa sjálf áhrif,“ aðalráðstefna október 2014). Í kennslu sinni um sjálfræðið, varpaði Lehí ljósi á þær nauðsynlegu aðstæður sem gera sjálfræðið mögulegt og okkur kleift að ná guðlegum möguleikum okkar, sem meðal annars er eftirfarandi:

  1. Þekking á góðu og illu (2. Nefí 2:5)

  2. Lögmál gefið mannkyni (2. Nefí 2:5)

  3. Andstæðir, lokkandi valmöguleikar (2. Nefí 2:11)

  4. Kraftur til að framkvæma (2. Nefí 2:16)

Þegar þið lesið 2. Nefí 2, hvað lærið þið þá um hvern þessara skilyrtu þátta sjálfræðisins og samvirkni þeirra? Hvað myndi gerast fyrir sjálfræði okkar, ef einn þátt eða fleiri vantaði? Hvað getið þið lært meira um sjálfræðið af orðum Lehís?

2. Nefí 2:22–29

Fallið og friðþæging Jesú Krists eru nauðsynlegir þættir í áætlun himnesks föður.

Margir sjá fall Adams og Evu sem sorgarviðburð. Hins vegar opinbera kenningar Lehís hvers vegna það var nauðsynlegur þáttur í áætlun föðurins fyrir eilífa framþróun okkar. Þegar þið lesið þessi vers, finnið þá hvers vegna fallið var nauðsynlegt fyrir framþróun okkar – barna himnesks föður. Hvernig endurleysti friðþægingarfórn frelsarans okkur frá fallinu?

Sjá einnig HDP Móse 5:9–12; 6:51–62; „Fall Adams og Evu,“ Leiðarvísir að ritningunum, churchofjesuschrist.org/study/scriptures?lang=isl.

2. Nefí 3:6–24

Joseph Smith var forvígður til að endurreisa fagnaðarerindið.

Í síðasta hluta 2. Nefí 3 er spádómur sem gefin var Jósef í Egyptalandi um framtíðarsjáanda sem bæri sama nafn og hann (sjá vers 14–15) – Joseph Smith. Þar kemur líka margt fram um ætlunarverk Josephs Smith. Hvað segja vers 6–24 að Joseph Smith, „útvalinn sjáandi,“ myndi gera til að blessa fólk Guðs? Hvernig hefur verk Josephs Smith verið ykkur „mikils virði?

Einn mikilvægur þáttur í ætlunarverki Josephs Smith var að koma fram með skrif afkomenda Jósefs, sem má finna í Mormónsbók. Hvað getur þessi kapítuli kennt ykkur um mikilvægi Mormónsbókar?

Sjá einnig Þýðing Josephs Smith, 1. Mósebók 50:24–38 (í Þýðing Josephs Smith, viðauki).

Spámaðurinn Joseph Smith

Spámaður Drottins, eftir David Lindsley

2. Nefí 4:15–35

Ég get komið til Guðs í veikleikum mínum.

Nefí hafði nýverið misst föður sinn. Sú ábyrgð að leiða fjölskyldu hans, hvíldi nú á herðum hans. Honum fannst hann umkringdur freistingum og var raunamæddur yfir syndum sínum. Þótt aðstæður ykkar séu ólíkar Nefís, gætuð þið tengt við sumar hugsanir hans og tilfinningar sem skráðar eru í 2. Nefí 4:15–35. Hvað hjálpaði Nefí í þrengingum hans? Hvernig geta viðbrögð Nefís við eigin áskorunum verið ykkur gagnleg í erfiðleikum ykkar?

2. Nefí 5

Hamingjan felst í því að lifa eftir fagnaðarerindinu.

Hvernig skilgreinið þið hamingju? Nefí skrifaði að fólk hans lifði „eftir leiðum hamingjunnar“ (2 Nephi 5:27). Þið gætuð leitað að ákvörðunum sem Nefí og fólk hans tók sem leiddi til hamingju – hvernig það studdi hvert annað og fjölskyldur sínar, hvað það hafði mætur á í samfélagi sínu o.s.frv. Hvað lærið þið sem getur hjálpað ykkur að keppa að hamingjuríku lífi, eins og fólk Nefís gerði?

2. Nefí 5:20–21

Hvaða bölvun var það sem kom yfir Lamanítana?

Á tima Nefís var það bölvun Lamanítanna að „þeir voru útilokaðir úr návist [Drottins] … vegna misgjörða þeirra“ (2. Nefí 5:20–21). Það þýddi að andi Drottins dró sig í hlé úr lífi þeirra. Þegar Lamanítarnir tóku síðar á móti fagnaðarerindi Jesú Krists, „[fylgdi] bölvun Guðs … þeim ekki lengur“ (Alma 23:18).

Í Mormónsbók segir einnig að Lamanítarnir hafi verið auðkenndir með dökkri húð, eftir að þeir skildu við Nefítana. Fullnægjandi skilningur liggur ekki fyrir á eðli eða birtingu þessarar auðkenningar. Þetta aðgreindi Lamanítana upphaflega frá Nefítunum. Síðar, er bæði Nefítarnir og Lamanítarnir fóru í gegnum tímabil ranglætis og réttlætis, varð þetta auðkenni marklaust sem tákn um stöðu Lamantíanna frammi fyrir Guði.

Á okkar tíma staðfesta spámenn að dökk húð sé ekki auðkenni um guðlega vanþóknun eða bölvun. Kirkjan aðhyllist kenningu Nefís um að Drottinn „[neiti] engum að koma til sín, hvorki svörtum né hvítum, ánauðugum né frjálsum, karli né konu“ (2. Nefí 26:33). Russel M. Nelson forseti lýsti yfir: „Drottinn hefur lagt áherslu á grundvallarkenningu sína um jöfn tækifæri fyrir börn hans. … Mismunur menningar, tungumála, kynja, kynþátta og þjóðerna verður ómerkjanlegur er hinir trúföstu halda inn á sáttmálsveginn og koma til okkar ástkæra lausnara“ („President Nelson Remarks at Worldwide Priesthood Celebration“ [1. júní 2018], newsroom.ChurchofJesusChrist.org).

Sjá einnig „Till We All Come in the Unity of the Faith [Uns við sameinumst öll í trúnni]“ (myndband, ChurchofJesusChrist.org).

Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

2. Nefi 1:13–25

Hvað kenna þessi vers um dýpstu þrár réttlátra foreldra varðandi börn sín?

2. Nefí 3:6

Lesið saman „Sjáandi“ í Leiðarvísi að ritningunum. Hvernig var Joseph Smith sjáandi? Hvers vegna erum við þakklát fyrir það verk sem Joseph Smith áorkaði? (sjá 2. Nefí 3:6–24).

2. Nefí 4:20–25

Þegar þið lesið 2. Nefí 4:20–25 saman, staldrið þá við eftir hvert vers og bjóðið fjölskyldumeðlimum að segja frá því hvenær þeir hafa upplifað eða skynjað það sem Nefí lýsir. Hvað hefur Guð gert fyrir fjölskyldu okkar?

2. Nefí 5

Hvernig lifir fjölskylda ykkar eftir „leiðum hamingjunnar“? Þegar fjölskylda ykkar les 2. Nefí 5, gætuð þið rætt það sem Nefítunum var mikilvægt: Fjölskyldan (vers 6), boðorðin (vers 10), ritningarnar (vers 12), menntun (vers 15), musterið (vers 16), iðjusemi (vers 17) og kirkjukallanir (vers 26). Ein leið til að gera þetta er að finna hluti sem eru táknrænir fyrir þessi atriði og tala um það hvernig við sýnum að við, eins og Nefítarnir, metum þessa sömu hluti.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta kennslu okkar

Verið eftirtektarsöm. Ef þið eruð vakandi fyrir því sem er að gerast í lífi barna ykkar, getið þið fundið tilvalin tækifæri til kennslu. Athugasemdir sem koma frá börnum ykkar eða spurningar sem þau spyrja, geta einnig verið tækifæri til kennslu. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 16.)

Fjölskylda Lehís krýpur á ströndinni

Lehí og fjölskylda hans koma í nýja heimshlutann, eftir Clark Kelley Price