Kom, fylg mér
10.–16. febrúar. 2. Nefí 6–10: „Ó, hversu mikilfengleg er áætlun Guðs vors!“


„10.–16. febrúar. 2. Nefí 6–10: ,Ó, hversu mikilfengleg er áætlun Guðs vors!’“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók, 2020 (2020)

„10.–16. janúar. 2. Nefí 6–10,“Kom, fylg mér—Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Jesús biðst fyrir í Getsemane

Þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt, eftir Harry Anderson

10.–16. febrúar

2. Nefí 6–10

„Ó, hversu mikilfengleg er áætlun Guðs vors!“

Þegar þið lesið 2. Nefí 6–10 , íhugið þá hvað Drottinn er að reyna að kenna ykkur. Þegar þið berið kennsl á þennan sannleik, skráið hann þá og ígrundið með bæn í huga hvernig þið getið breytt í samræmi við það sem þið lærið.

Skráið hughrif ykkar

Hið minnsta 40 ár höfðu liðið frá því að fjölskylda Lehís hafði yfirgefið Jerúsalem. Þau voru í ókunnu, nýju landi, óravegu frá Jerúsalem og öðrum sáttmálslýð Guðs. Lehí hafði dáið og afkomendur hans höfðu þegar hafið það sem átti eftir að vera aldarlangar erjur á milli Nefítanna – „sem trúðu á viðvaranir og opinberanir Guðs“ – og Lamanítanna, sem ekki trúðu (2. Nefí 5:6). Við þessar aðstæður vildi Jakob, sem var yngri bróðir Nefís og nú vígður sem prestur fyrir Nefítana, að sáttmálslýðurinn vissi að Guð myndi aldrei gleyma þeim og því mætti fólkið aldrei gleyma honum. Þetta er boðskapur sem við sárlega þörfnumst í okkar heimi, þar sem sáttmálar eru lítilsvirtir og opinberanir virtar að vettugi. „Þá skulum vér minnast hans, … því að oss er ekki vísað frá. … Mikil eru fyrirheit Drottins,“ sagði hann (2. Nefí 10:20–21). Af þessum fyrirheitum, þá er ekkert dásamlegra en fyrirheitið um „algera [friðþægingu] til að sigrast á dauða og víti (2. Nefí 9:7). „Sjá,“ lauk Jakob máli sínu, „látið hjörtu yðar fagna“! (2. Nefí 10:23).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

2. Nefí 6–8

Drottinn er miskunnsamur fólki sínu og mun uppfylla loforð sín.

Jakob hjálpaði fólki sínu að skilja að það væri hluti af húsi Ísraels og gæti treyst Guði og loforðum hans með því að vitna í spádóma Jesaja, sem skráðir eru í 2. Nefí 6–8. Jesaja lýsti tvístrun Ísraels og frelsarinn lofaði samansöfnun og endurlausn fólks síns. Þegar þið lesið, íhugið þá spurningar eins og þessar:

  • Hvað læri ég um endurleysandi elsku frelsarans til mín?

  • Hvaða huggun veitir frelsarinn þeim sem leita hans?

  • Hvernig get ég „beðið“ frelsarans og hans fyrirheitnu blessana af enn meiri trúfesti?

2. Nefí 9:1–26

Jesús Kristur frelsar alla menn frá andlegum og líkamlegum dauða með friðþægingu sinni.

Hvaða orð eða tákn mynduð þið nota til að tjá einhverjum brýna þörf okkar fyrir lausnara, til að bjarga okkur frá dauða og synd? Jakob notaði orðin „hræðileg“ og „ófreskja.“ Hvað kenndi Jakob um þessa „ófreskju, dauða og víti“ og þá „undankomu“ sem Guð hefur fyrirbúið okkur? (2. Nefí 9:10). Þegar þið lesið 2. Nefí 9:1–26, íhugið þá að merkja við með sama lit það sem um okkur yrði án friðþægingar Jesú Krists. Notið síðan annan lit til að merkja við það sem okkur getur hlotnast fyrir friðþægingu frelsarans. Hvaða sannindi finnið þið um friðþægingu Jesú Krists sem fá ykkur til að dásama „[visku] Guðs, miskunn hans og náð“? (2. Nefí 9:8).

Sjá einnig „Friðþægja, friðþæging,“ Leiðarvísir að ritningunum, churchofjesuschrist.org/study/scriptures?lang=isl.

2. Nefí 9:27–54

Ég get komið til Krists og meðtekið dýrðlegar blessanir friðþægingar hans.

Jesús Kristur kom „inn í heiminn til að frelsa alla menn vilji þeir hlýða á rödd hans“ (2. Nefí 9:21; leturbreyting hér). Við verðum, með öðrum orðum, að vera fús til að samþykkja hinar endurleysandi blessanir sem hann býður okkur. Eftir að hafa lýst hinni miklu endurlausnaráætlun, setti Jakob fram viðvaranir og boð sem finna má í 1. Nefí 9:27–54, til að hjálpa okkur að meðtaka blessanir friðþægingarinnar. Íhugið að skrá það á töflu eins og þessa:

Viðvaranir

Boð

Viðvaranir

Boð

Viðvaranir

Boð

Hvað finnst ykkur andinn hvetja ykkur til að gera til að bregðast við þessum viðvörunum og boðum?

2. Nefí 10:20, 23–25

Ég get „[fagnað]“ einlæglega vegna fórnar Jesú Krists.

Boðskapur Jakobs var gleðiboðskapur. „Ég mæli þessi orð til yðar,“ sagði hann, „til að þér megið fagna og bera höfuðið hátt að eilífu“ (2. Nefí 9:3). Hvað finnið þið sem vekur ykkur von við lestur 2. Nefí 10:20, 23–25? Hvað annað hafið þið fundið í 2. Nefí 9–10 sem hefur vakið ykkur von? Hvað munið þið gera til að muna eftir þessu þegar þið eruð raunamædd?

Sjá einnig Jóhannes 16:33.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

2. Nefí 8:3–7

Þegar þið lesið 2. Nefí 8:3, gætuð þið sýnt myndir af auðn eða aldingarði. Hvernig breytir Drottinn auðnum lífs okkar í aldingarða? Hvað býður Drottinn okkur að gera í versum 4–7, til að meðtaka gleðina sem lýst er í versi 3?

2. Nefí 8:24–25

Hvernig geta hvatningsorð Jesaja til fólks Síonar, styrkt okkar í viðleitni okkar til að verða trúfastari lærisveinar Jesú Krists? Hvernig er það að fara á fætur og klæða okkur áþekkt því sem Guð vill að við gerum andlega?

2. Nefí 9:1–26

Hvað gæti fjölskylda ykkar gert til að skilja betur óendanleika „[algjörar friðþægingar]“ Jesú Krists? (vers 7). Ef til vill gæti hún horft á eða hugsað um það sem virðist vera óendanlegt að fjölda – grasstrá á akri, sandkorn á ströndu eða stjörnur á himni. Hvernig er friðþæging frelsarans algjör? Hvaða orðtök í 2. Nefí 9 auka þakklæti okkar fyrir það sem frelsarinn gerði fyrir okkur?

2. Nefí 9:27–44

Kannski gæti fjölskylda ykkar varið einum degi vikunnar til þess að leita í 2. Nefí 9:27–38, að viðvörunum sem þar eru (þar sem orðið „vei“ fer á undan). Hver þeirra virðist fjölskyldu ykkar einkar mikilvæg til umræðu? Einhvern annan dag gætuð þið leitað í 2. Nefí 9:39–44, að því sem Jakob bauð fólki sínu að hafa hugfast.

2. Nefí 9:28–29, 50–51

Hver eru nokkur dæmi um „hégómagirnd, [veikleika og heimsku mannanna]“? (vers 28). Hvað getum við gert til að það sem Guðs er vegi þyngra en það sem heimsins er?

2. Nefí 9:45

Fjölskyldan gæti haft gaman að því að búa til pappírshlekki og skiptast síðan á við að setja þá á sig og hrista þá af sér. Hvernig eru syndir eins og hlekkir? Hvernig hjálpar frelsarinn okkur að hrista þá af okkur?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta kennslu okkar

Verið tiltækileg og aðgengileg. „Sum bestu tækifærin sem gefast til að kenna, hefjast oft með spurningu eða áhyggjuefni sem hvílir á fjölskyldumeðlim. … Látið þau vita með orðum ykkar og gjörðum að þið eruð fús til að hlusta á þau“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 16).

Ljósmynd
Jesús læknar fólk

Frelsarinn mun bjarga öllum börnum Guðs, „vilji [þau] hlýða á rödd hans“ (2. Nefí 9:21). Hann læknaði marga af allskyns sjúkdómum, eftir J. Kirk Richards

Prenta