Kom, fylg mér
Spámannleg loforð


„Spámannleg loforð,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„Spámannleg loforð,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Spámannleg loforð

Þið munuð breytast við að læra Mormónsbók. Það mun breyta fjölskyldu ykkar. Síðari daga spámenn hafa gefið loforð um kraft Mormónsbókar allt frá því að Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu var endurreist. Ígrundið eftirfarandi yfirlýsingar og lesið þær reglulega. Hvað af þessum blessunum viljið þið hljóta? Þegar þið lesið Mormónsbók, íhugið þá að skrá og miðla öðrum hvernig þessi loforð hafa uppfyllst í lífi ykkar.

Spámaðurinn Joseph Smith: „Ég sagði bræðrunum að Mormónsbók væri réttasta bók á allri jörðu og burðarsteinn trúar okkar og að maðurinn kæmist nær Guði með því að hlíta kenningum hennar, fremur en nokkurrar annarrar bókar“ (Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith [2007], 64).

Ezra Taft Benson forseti: „Mormónsbók kennir okkur ekki einungis sannleika, sem hún sannlega gerir. Mormónsbók ber ekki einungis vitni um Krist, sem hún sannlega gerir. Hún gerir nokkuð annað. Það er kraftur í bókinni sem streyma mun inn í líf ykkar frá þeirri stundu er þið af alvöru byrjið að lesa hana. Þið munuð finna aukinn kraft til að standast freistingar. Þið munuð finna kraft til að forðast blekkingar. Þið munuð finna kraft til að halda ykkur á hinum krappa og beina vegi. Ritningarnar eru sagðar vera ,lífsins orð‘ (D&C 84:85) og hvergi á það jafn vel við og um Mormónsbók. Þegar ykkur tekur að hungra og þyrsta eftir þessum orðum, munið þið finna líf í stöðugt ríkari mæli“ (Teachings of Presidents of the Church: Ezra Taft Benson [2014], 141).

Gordon B. Hinckley forseti: „Bræður og systur, “ég lofa ykkur, án nokkurs fyrirvara, að ef þið viljið lesa Mormónsbók af kostgæfni, burt séð frá því hversu oft þið hafið lesið hana, munuð þið fyllast anda Drottins í ríkari mæli. Þið munuð hljóta aukinn trúarlegan kraft til að ganga í hlýðni við boðorð hans og þið hljótið sterkari vitnisburð um lifandi raunveruleika sonar Guðs“ (Teachings of Presidents of the Church: Gordon B. Hinckley [2016], 233).

Russell M. Nelson forseti: „Kæru bræður og systur mínar, ég lofa ykkur að ef þið lesið Mormónsbók með bæn í huga daglega, þá munið þið taka betri ákvarðanir – daglega. Ég lofa að er þið íhugið það sem þið lærið, þá munu gáttir himins opnast og þið munið hljóta svör við spurningum ykkar og leiðsögn fyrir líf ykkar. Ég lofa ykkur því að er þið sökkvið ykkur daglega í Mormónsbók, þá getið þið verið vernduð gegn vonsku þessara tíma, þar á meðal hinni grípandi plágu kláms og annara deyfandi fíkna“ („Mormónsbók: Hvernig væri líf þitt án hennar?aðalráðstefna október 2017).

Prenta