Kom, fylg mér
Fleiri námsgögn


„Fleiri námsgögn,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020

„Fleiri námsgögn,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Fjölskylda að leik

Fleiri námsgögn

Allt þetta námsefni er að finna í smáforritinu Gospel Library og á ChurchofJesusChrist.org.

Sálmar og Barnasöngbókin

Helg tónlist laðar að andann og kennir kenningu svo eftirminnilegt sé. Auk prentuðu útgáfnanna Sálmar og Barnasöngbókin, má finna hljóð- og myndbandsupptökur margra sálma og barnasöngva á music.ChurchofJesusChrist.org og í smáforritinu Sacred Music.

Kirkjutímaritin

Í tímaritunum Friend, New Era, Ensign og Liahona má finna sögur og verkefni sem geta undirstrikað reglurnar sem þið kennið í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur.

Sögur úr Mormónsbók

Sögur úr Mormónsbók geta verið gagnlegar við að kenna börnum kenningar og frásagnirnar í Mormónsbók. Þið getið líka fundið myndbönd með þessum frásögnum í smáforritinu Gospel Library og á medialibrary.ChurchofJesusChrist.org.

Kennslubækur trúarskóla yngri og eldri deilda

Í kennslubókum trúarskóla yngri og eldri deilda er sögubakgrunnur og kenningarlegar útskýringar á reglum og frásögnum í ritningunum.

Gagnasafn með fjölbreyttu efni

Listaverk, myndbönd og annað efni getur hjálpað ykkur sjálfum og fjölskyldu ykkar að læra kenningar og frásagnir í Mormónsbók sjónrænt. Farið á medialibrary.ChurchofJesusChrist.org til að skoða fjölbreytt gagnasafn kirkjunnar, svo sem myndbandasafn Mormónsbókar, sem sýnir atburði í Mormónsbók. Gagnasafnið er einnig aðgengilegt í símaforritinu Media Library.

Trúarlegt efni

Á topics.ChurchofJesusChrist.org má finna helstu upplýsingar um fjölbreytt trúarlegt efni (á ensku), ásamt hlekkjum að gagnlegu námsefni, svo sem viðeigandi aðalráðstefnuræðum, ýmsum greinum, ritningarversum og myndböndum. Þar má einnig finna Gospel Topics Essays [Greinar um trúarlegt efni], þar sem trúarlegt efni er ítarlega útskýrt.

Sannir í trúnni

Ef þið þurfið frekari hjálp við að skilja helstu trúarreglur, gætuð þið fundið útskýringar í Sannir í trúnni. Í því ritverki er trúarlegt efni í stafrófsröð útskýrt á einfaldan hátt.

Prenta