Kom, fylg mér
Hugmyndir til að bæta ritningarnám fjölskyldunnar


„Hugmyndir til að bæta ritningarnám fjölskyldunnar“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„Hugmyndir til að bæta ritningarnám fjölskyldunnar“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020

Fjölskyldur læra ritningarnar

Hugmyndir til að bæta ritningarnám fjölskyldunnar

Reglubundið ritningarnám fjölskyldunnar er árangursrík leið til að hjálpa fjölskyldu ykkar að læra fagnaðarerindið. Hversu mikið og hversu lengi þið lesið saman sem fjölskylda er ekki jafn mikilvægt og að læra jöfnum höndum. Þegar þið gerið ritningarnám að mikilvægum hluta fjölskyldulífsins, munið þið hjálpa fjölskyldumeðlimum ykkar að verða nánari Jesú Kristi og grundvalla vitnisburð sinn á orði hans.

Hugleiðið eftirtaldar spurningar:

  • Hvernig getið þið hvatt fjölskyldumeðlimi til að læra ritningarnar á eigin spýtur?

  • Hvernig getið þið hvatt fjölskyldumeðlimi til að miðla því sem þeir eru að læra?

  • Hvernig getið þið lagt áherslu á reglurnar sem þið lærið í Mormónsbók í daglegum kennslutækifærum?

Hafið í huga að heimilið er besti staðurinn til trúarnáms. Þið getið lært og kennt fagnaðarerindið á heimilinu á þann hátt sem ekki er mögulegt að gera í námsbekkjum kirkjunnar. Verið skapandi er þið hugleiðið leiðir til að hjálpa fjölskyldu ykkar að læra úr ritningunum. Hugleiðið eitthvað af eftirfarandi hugmyndum til að auðga ritningarnám fjölskyldu ykkar.

Nota tónlist

Syngið söngva sem styrkja reglurnar sem þið kennið í ritningunum. Viðauki D í þessari kennslubók hefur að geyma söngva sem tengjast kenningunum í lexíudrögum hverrar viku.

Maður og stúlka læra saman ritningarnar

Miðla mikilvægum ritningarversum

Gefið fjölskyldumeðlimum tíma til að miðla ritningarversum sem þeim hefur fundist mikilvæg í sínu persónulega ritningarnámi.

Nota eigin orð

Biðjið fjölskyldumeðlimi að segja með eigin orðum hvað þeir læra af ritningarnámi ykkar.

Heimfæra ritningarvers upp á eigið líf

Biðjið fjölskyldumeðlimi að segja frá því hvernig boðskapurinn falli að lífi þeirra, eftir lestur ritningarversa.

Spyrja spurningar

Biðjið fjölskyldumeðlimi að spyrja spurningar um trúarefni og gefið ykkur síðan tíma til að leita versa sem gætu svarað spurningunni.

Sýna ritningarvers

Veljið vers sem ykkur finnst mikilvæg og staðsetjið þau þar sem fjölskyldumeðlimir sjá þau oft. Biðjið aðra í fjölskyldunni að skiptast á við að velja ritningarvers til að hafa á áberandi stað.

Búa til ritningalista

Veljið saman sem fjölskylda vers sem þið viljið ræða í komandi viku.

Læra ritningarvers utanbókar

Veljið ritningarvers sem eru fjölskyldu ykkar mikilvæg og biðjið fjölskyldumeðlimi að læra þau utanbókar með því að endurtaka þau daglega eða farið í minnisleik.

Miðla sýnikennslu

Finnið hluti sem tengjast kapítulunum og versunum sem þið lesið saman sem fjölskylda. Biðjið fjölskyldumeðlimi að ræða hvernig hver hlutur tengist kennslunni í ritningunum.

Velja efni

Látið fjölskyldumeðlimi skiptast á við að velja efni sem fjölskyldan lærir saman. Notið Topical Guide, Bible Dictionary eða Leiðarvísi að ritningunum (scriptures.ChurchofJesusChrist.org) til að finna ritningarvers um efnið.

Teikna mynd

Lesið fáein vers saman sem fjölskylda og gefið síðan fjölskyldumeðlimum tíma til að teikna eitthvað sem tengist lestrinum. Gefið ykkur tíma til að ræða teikningar hvers annars.

Leika sögu

Biðjið fjölskyldumeðlimi að leika sögu eftir lestur hennar. Ræðið að því loknu hvernig sagan tengist því sem þið upplifið sem einstaklingar og fjölskylda.

Öldungur David A. Bednar sagði: „Hver fjölskyldubæn, hver lestur fjölskyldunnar í ritningunum og hvert fjölskyldukvöld er eitt einstakt penslafar á striga sálna okkar. Enginn einn atburður kann að virðast tilkomumikill eða eftirminnilegur. En rétt eins og gulu, gylltu og brúnu penslaförin bæta hvert annað upp og mynda tilkomumikið meistaraverk, þá mun það, að vera samkvæm sjálfum sér í smáu sem stóru, á sama hátt leiða til mikilsverðs andlegs árangurs“ („Meiri kostgæfni og umhyggjusemi heima fyrir,“ aðalráðstefna október 2009).