„9.–15. mars. Jakob 1–4: ,Leitið sátta Guðs fyrir friðþægingu Krists,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)
„9.–15. mars. Jakob 1–4,“ Kom, fylgið mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020
9.–15. mars
Jakob 1–4
Leitið sátta Guðs fyrir friðþægingu Krists
Þegar þið skráið andleg hughrif, er það merki um að þið viljið að heilagur andi kenni ykkur. Þegar þið lesið Jakob 1–4, íhugið þá að skrá hugrenningar ykkar.
Skráið hughrif ykkar
Nefítunum fannst Nefí vera þeim „mikill verndari“ (Jakob 1:10). Hann hafði verndað þá gegn árásum óvina sinna og varað þá við andlegum hættum. Hann var nú horfinn og það féll í hlut Jakobs að vera andlegur leiðtogi Nefítanna, en Nefí hafði vígt hann sem prest og kennara fólksins (sjá Jakob 1:18). Jakob skildi af innblæstri að kenna þyrfti fólki hans „djarflega,“ því það var „[farið] að lifa í synd“ (Jakob 2:7, 5). Þær syndir voru líkar þeim sem fólk háir baráttu við á okkar tíma: Ást á ríkidæmi og kynferðisleg ósiðsemi. Þótt Jakobi hafi fundist hann þurfa að fordæma slíkt ranglæti, þá fann hann líka til með fórnarlömbum alls þessa, sem höfðu verið „níst djúpum sárum“ (Jakob 2:35). Jakob bar vitni um að lækning þessara beggja hópa – syndarans og hins andlega særða – kæmi frá frelsaranum Jesú Kristi. Boðskapur Jakobs var sá sami og boðskapur Nefís áður, ákall um að „[leita] sátta [Guðs] fyrir friðþægingu Krists“ (Jakob 4:11).
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Drottinn vill að ég efli köllun mína.
Að kenna orð Guðs, var Jakobi meira en verkefni frá bróður sínum – það var nokkuð sem „Drottinn hafði [falið honum],“ svo hann starfaði af kostgæfni við að „[efla embætti sitt]“ (Jakob 1:17, 19). Gordon B. Hinckley forseti kenndi að við eflum kallanir okkar „þegar við þjónum af kostgæfni, kennum af trú og vitnisburði, er við lyftum, styrkjum og stuðlum að fullvissu réttlætis í lífi þeirra sem við kennum“ („Magnify Your Calling,“ Ensign, maí 1989, 47). Hugsið um það sem „[Drottinn hefur falið ykkur],“ er þið lesið Jakob 1:6–8, 15–19 og 2:1–11. Afhverju þjónaði Jakob af slíkri trúmennsku? Hvað hvetur fordæmi hans ykkur til að gera til að efla kirkjukallanir ykkar og ábyrgð á heimilinu?
Sjá einnig „Rise to Your Call [Rís undir köllun þinni]“ (myndband, ChurchofJesusChrist.org).
Drottinn hefur dálæti á skírlífi.
Syndin hefur afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélög. Jakob ræddi um kynferðissyndir og varaði við tvennskonar afleiðingum þeim tengdum. Þegar þið lesið Jakob 2:31–35 og 3:10, gætið þá að áhrifum siðleysis á Nefítana sem þjóðar og einstaklinga. Hvernig er þetta sambærilegt við afleiðingar siðleysisins sem þið sjáið á okkar tíma? Hvað finnið þið í orðum Jakobs sem gæti hjálpað ykkur að kenna ástvini um mikilvægi skírlífis? Hvernig hafið þið verið blessuð af því að vera skírlíf?
Gætið að því að Jakob ræddi líka um þá iðju að hafa fleiri en eina eiginkonu. Hvað finnið þið í Jakob 2:23–30 sem auðveldar ykkur að skilja afhverju Drottinn bauð fólki sínu, við takmarkandi aðstæður, að iðka fjölkvæni? Hvað finnst honum um þá sem það gera án hans heimildar?
Ég get leitað sátta Guðs fyrir friðþægingu Jesú Krists.
Jakob sárbændi fólk sitt um að „[leita] sátta [Guðs] fyrir friðþægingu Krists (Jakob 4:11). Hver haldið þið að merking þess sé? Gætið það hjálpað að fletta upp á hugtakinu sætta í orðabók? Þið gætuð kannski fundið orð eða orðtök í þessum kapítula sem tjá hvernig þið getið komið til Krists og náð sáttum við Guð. Jakob kenndi t.d. að lögmál Móse hafi verið gefið til að leiða fólk til Jesú Krists (sjá Jakob 4:5). Hverju hefur Guð séð okkur fyrir til að leiða okkur til Krists? Hvernig notið þið það til að leita nálægðar Guðs?
Sjá einnig 2. Nefí 10:24.
Ég get forðast andlega blindu með því að einblína á frelsarann.
Þegar Jakob reyndi að snúa fólki sínu algjörlega að Drottni, varaði hann það við að verða andlega blint og að fyrirlíta ekki „afdráttarlaus orð“ fagnaðarerindisins (sjá Jakob 4:13–14). Öldungur Quentin L. Cook varaði við álíka vanda á okkar tíma: „Sum okkar hneigjast til að ,horfa yfir markið,‘ og viðhalda ekki vitnisburði um grundvallaratriði fagnaðarerindisins. Við gerum það þegar við hverfum frá sannleika fagnaðarerindisins að hugmyndum manna, verðum öfgafull í fagnaðarerindinu … eða leggjum meiri áherslu á reglur en kenningu. Ef þið forðist þetta, mun það auðvelda ykkur að sporna gegn hinni trúarlegu blindu og hrösun sem Jakob sagði frá“ („Looking beyond the Mark,“ Ensign, mars 2003, 42).
Hvað getum við gert, samkvæmt Jakob 4:8–18, til að einblína á frelsarann og forðast andlega blindu?
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.
Jakob 1:6–8, 15–19; 2:1–11; 4:18
Hvaða orð og orðtök í þessum versum lýsa kærleikanum sem Jakob bar til þeirra sem hann leiddi? Hvað hafa kirkjuleiðtogar okkar gert til að hjálpa okkur að finna fyrir „þrá og … [áhyggjum þeirra] af sálarvelferð [okkar]? (Jakob 2:3). Fjölskyldumeðlimir gætu kannski sagt frá því hvað við getum gert til að styðja kirkjuleiðtoga okkar. Þið gætuð ráðgert að gera eitthvað sem fjölskylda fyrir kirkjuleiðtoga svæðis ykkar, svo sem að skrifa þeim þakkarorð fyrir þjónustu þeirra eða minnast þeirra og fjölskyldna þeirra í bænum ykkar.
Jakob 2:8
Hvernig læknar orð Guðs „hrjáða sál“?
Jakob 2:12–21
Hvað kenna þessi vers um rétt viðhorf til veraldlegs ríkidæmis? Hvað gerum við til að liðsinna þeim sem eru hjálparþurfi?
Jakob 3:1–2
Hver er merking þess að vera „[hjartahreinn]“ og „[líta] til Guðs með staðföstum huga“?
Jakob 4:4–11
Ein leið til að hjálpa fjölskyldu ykkar að skilja hvað felst í því að vera „óhagganleg“ í trú, er að finna stórt tré í nágrenninu og biðja fjölskyldumeðlimi að hrista einstakar greinar. Látið þá síðan hrista trjábolinn. Af hverju er erfiðara að hrista trjábolinn? Hvað getum við lært af kennslu Jakobs um hvernig þróa á trú sem er „óhagganleg“?
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.