„16.–22. mars. Jakob 5–7: ,Drottinn erfiðar með okkur,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)
„16.–22. mars. Jakob 5–7,“ Kom, fylgið mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020
16.–22. mars
Jakob 5–7
Drottinn erfiðar með okkur
Lestur ritninganna eykur líkur á opinberun Þegar þið því lesið Jakob 5–7, leitið þá leiðsagnar andans til að liðsinna ykkur og fjölskyldu ykkar. Hvaða boðskap hefur Drottinn fyrir ykkur?
Skráið hughrif ykkar
Það eru afar margir sem enn hafa ekki heyrt fagnaðarerindi Jesú Krists. Finnst ykkur einhvern tíma verkið að safna þeim saman í kirkju Drottins yfirþyrmandi, þá gætuð þið fundið huggun í boðskap líkingasögunnar um ólífutréð í Jakob 5, sem er: Víngarðurinn er Drottins. Hann hefur falið okkur lítinn blett til aðstoðar í verki hans – fjölskylduna okkar, vinahópinn og áhrifasvæði okkar. Stundum er fyrsta manneskjan sem við hjálpum í þessum tilgangi við sjálf. Við erum þó aldrei ein í þessu verki, því herra víngarðsins erfiðar við hlið þjóna sinna (sjá Jakob 5:72). Guð þekkir og elskar börn sín og mun búa hverju þeirra leið til að hlýða á fagnaðarerindið, jafnvel þeim sem áður höfnuðu honum (sjá Jakob 4:15–18). Þegar verkinu verður síðan lokið, munu allir þeir sam hafa „unnið af kostgæfni með [honum] … njóta gleði með [honum] yfir ávöxtum víngarðs [hans]“ (Jakob 5:75).
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Hvað er líkingarsaga?
Líkingarsaga er frásögn sem kennir andlegan sannleika á táknrænan hátt. Í líkingasögunni um ólífutréð táknar víngarðurinn t.d. heiminn, mjúka ólífutréð táknar Ísrael (þá sem hafa gert sáttmála við Guð) og villtu ólífugreinarnar tákna þjóðirnar (þá sem hafa ekki gert sáttmála við Guð).
Þegar þið lærið líkingasöguna í Jakob 5, leitið þá fleiri tákna og ígrundið hugsanlega merkingu þeirra. Hvað haldið þið t.d. að góði ávöxturinn tákni? Hvað gæti slæmi ávöxturinn táknað?
Jesús Kristur er herra víngarðsins.
Áður en þið byrjið að læra líkingasöguna um ólífutréð í Jacob 5, gæti verið gagnlegt að rifja upp Jakob 4:10–18, til að skilja afhverju Jakob fann sig knúinn til að miðla fólki sínu þessari líkingasögu. Í Jakob 6:3–5 getið þið fundið fleiri atriði sem Jakob vildi leggja áherslu á; gætið að þeim atriðum í líkingasögunni. Hvaða boðskap finnið þið fyrir ykkur sjálf í Jakob 5?
Jakob 5 er langur kapítuli – sá lengsti í Mormónsbók. Kannski hjálpar það að skipta honum í eftirtalda hluta, sem afmarka tímabil í sögu heimsins:
-
Vers 3–14.Dreifing Ísraels fyrir tíma Krists
-
Vers 15–28.Þjónusta Krists og postulanna
-
Vers 29–49.Fráhvarfið mikla
-
Vers 50–76.Samansöfnun Ísraels á síðari dögum
-
Vers 76–77.Þúsund ára ríkið og heimslok
Skoðið skýringarmyndina sem fylgir þessum lexíudrögum, til að skilja betur líkingasöguna.
Guð býður mér að hjálpa sér að safna saman börnum sínum.
„[Aðrir þjónar]“ (Jakob 5:70) sem kallaðir voru í víngarð Drottins eru fólk eins og þið – sem meðlimir kirkjunnar, höfum við öll þá ábyrgð að hjálpa Guði við samansöfnun barna hans. Hvaða reglur finnið þið í Jacob 5, einkum í versum 61–62 og 70–75, um að erfiða í víngarði Drottins? Hvernig hafið þið fundið hann kalla ykkur til þjónustu í víngarði sínum? Hver er reynsla ykkar af því að taka þátt í verki hans?
Sjá einnig „Trúboðsverk,“ Leiðarvísir að ritningunum, churchofjesuschrist.org/study/scriptures/gs/introduction?lang=isl; „Old Testament Olive Vineyard [Víngarður Gamla testamentisins],“ „Help the Church Grow [Hjálpa kirkjunni að vaxa]“ (myndbönd, ChurchofJesusChrist.org).
Ég get sýnt staðfestu þegar aðrir ögra trú minni.
Oft er rætt um reynslu Nefítanna af Serem á okkar tíma: Til er menntað og vel máli farið fólk, sem reynir að rífa niður trú ykkar. Jakobi varð þó „ekki haggað“ (Jakob 7:5). Hvernig brást Jakob við þegar reynt var að rífa niður trú hans? Hvað lærið þið af viðbrögðum hans? Hvað getið þið gert nú til að vera viðbúin því þegar trú ykkar er ögrað?
Sjá einnig „Answering Gospel Questions,“ Gospel Topics, topics.ChurchofJesusChrist.org; Jeffrey R. Holland, „Gjald og blessanir lærisveinsins,“ aðalráðstefna apríl 2014.
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.
Jakob 5
Sumum fjölskyldum hefur fundist gagnlegt að teikna táknin í líkingasögunni um ólífutréð samhliða lestrinum. Fjölskylda ykkar gæti haft gaman af þessari aðferð eða einhverri annarri til að hlutgera táknin í líkingasögunni. Þið gætuð kannski afmarkað svæði á borði til að tákna víngarðinn (eða heiminn) og teiknað mynd af mjúka ólífutrénu (eða húsi Ísraels) og haft við hönd eitthvað sem er hlutað niður, eins og t.d. púsluspili, (til að tákna hinn dreifða Ísrael) og dreifa úr því og síðan að safna því saman aftur (til tákns um samansöfnun Ísraels). Hvað kennir þessi líkingasaga okkur annars vegar um Drottin og hins vegar um þjóna hans?
Jakob 5:70–77
Hvað hvetur ykkur og fjölskyldu ykkar til að þjóna Drottni „af öllum mætti,“ er þið lesið um erfiði Drottins „í síðasta sinn“ í víngarði sínum? (Jakob 5:71). Þið gætuð beðið fjölskyldumeðlimi að persónugera vers 75, með því að bæta nafni sínu í versið – t.d. „[Blessaður ert þú [nafn]].“ Þeir gætu mögulega sagt frá gleði sinni af því að þjóna herra víngarðsins, t.d. er þeir hafa miðlað fagnaðarerindinu, þjónað í musterinu eða styrkt kirkjumeðlimi. (Sjá einnig M. Russell Ballard, „Setjið traust ykkar á Drottin,“ aðalráðstefna október 2013.)
Jakob 6:4–7
Hvernig hefur Drottinn rétt okkur miskunnararm sinn? Hvaða merkingu hafa orðin „halda okkur fast að“ í þessum versum? Hvernig heldur Drottinn sér fast að okkur? Hvernig getum við haldið okkur fast að honum?
Jakob 7:1–12
Hvað lærum við af þessum versum um hvernig fólk reynir að leiða aðra afvega? Hvernig getum við fylgt fordæmi Jakobs og verið staðföst í trú okkar á Krist?
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.