Kom, fylg mér
23.–29. mars. Enos–Orð Mormóns: Hann starfar í mér, svo að ég gjöri vilja hans


„23.–29. mars. Enos–Orð Mormóns: Hann starfar í mér, svo að ég gjöri vilja hans,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„23.–29. mars. Enos–Orð Mormóns,“ Kom, fylgið mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Enos, sem ungur drengur, með föður sínum, Jakobi, og móður sinni

Jakob og Enos, eftir Scott Snow

23.–29. mars

EnosOrð Mormóns

Hann starfar í mér, svo að ég gjöri vilja hans

Þegar þið lesið Enos til og með Orð Mormóns, gætið þá að boðskap sem verður gagnlegur ykkur og fjölskyldu ykkar.

Skráið hughrif ykkar

Enos fór út í skóg á dýraveiðar, en þess í stað baðst hann þar fyrir „allan liðlangan daginn … [þar til] kvölda tók“ (Enos 1:3–4). Þar sem sál Enos hungraði eftir að öðlast fyrirgefningu synda sinna, var hann fús til að biðja eins lengi og nauðsyn krafðist og jafnvel að „heyja baráttu“ frammi fyrir Guði (Enos 1:2). Þetta er einlæg bæn, að biðja ekki of mikið um hvaðeina sem við viljum, heldur að ræða við Guð í einlægni og gera okkur samhljóma vilja hans. Þegar þið biðjið þannig og rödd ykkar er „[nær] himnum,“ munið þið uppgötva, líkt og Enos, að Guð heyrir og lætur sér vissulega annt um ykkur, ástvini ykkar og jafnvel óvini ykkar (sjá Enos 1:4–17). Á slíkum stundum getur Guð kunngert ykkur vilja sinn og þið verðið fúsari og hæfari til að gera vilja hans, því þið eruð samhljóma honum. Þótt þið, líkt og Mormón, „[vitið ekki] alla hluti, [þá veit] Drottinn … allt, … og hann starfar í [ykkur], svo að [þið gjörið] vilja hans“ (Orð Mormóns 1:7).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Enos 1:1–3

Orð foreldris geta haft varanleg áhrif.

Hver er boðskapur þessara versa fyrir foreldra og börn?

Enos 1:4–27

Einlægum bænum mínum verður svarað.

Upplifun Enos af bæn er ein sú minnisstæðasta í ritningunum. Upplifun ykkar kann að vera tilkomuminni, en þarf ekki að vera þýðingarminni. Upplifun Enos gæti sýnt hvernig bæta mætti bænir ykkar. Hér eru nokkrar spurningar til hugleiðingar:

  • Hvaða orð lýsa viðleitni Enos er hann baðst fyrir?

  • Hvers bað Enos í upphafi? (sjá Enos 1:4). Hvað getið þið lært af viðbrögðum Enos, eftir bænheyrslu hans? (sjá Enos 1:5–7).

  • Hvernig brást Enos við svörunum sem hann hlaut?

  • Hvað getið þið lært af Enos um hvernig hafa má „[óhagganlega]“ trú á Drottin? (Enos 1:11).

JaromOmní

Drottinn mun blessa mig þegar ég held boðorðin.

Eitt það loforð Guðs sem oftast er endurtekið í Mormónsbók, er að ef Nefítarnir héldu boðorðin, myndi þeim farnast vel (sjá 2 Nefí 1:20; Jarom 1:9–12; Omní 1:6). Í bókum Jaroms og Omnís er sagt frá nokkrum leiðum sem sýna hvernig loforðin uppfylltust. Hvað lærið þið af þessum frásögnum sem getur hjálpað ykkur að „vegna vel á [ykkar] grund“?

Omní 1:14, 21

Hverjir voru íbúa Sarahemla?

Eftir að Nefítarnir höfðu flúið Nefíland, uppgötvuðu þeir fjölda fólks sem lifði á stað sem hét Sarahemla. Fólkið í Sarahemla var afkomendur hóps Ísraelsmanna, líkt og fjölskylda Lehís, sem hafi farið frá Jerúsalem og var leitt af Guði til fyrirheitna landsins. Meðal þess fólks var Múlek, einn af sonum Sedekía, konungs Júda, sem var færður í ánauð af Babíloníumönnum um 587 f.Kr. (sjá Jeremía 52:1–11; Mósía 25:2; Helaman 8:21).

Eftir að íbúar Sarahemla komu í fyrirheitna landið, varð Kóríantumr(sjá Omní 1:21) á vegi þeirra, sem var einn eftirlifandi af Jaredítunum, en saga hans er sögð í Bók Eters.

Orð Mormóns

Hver eru Orð Mormóns?

Orð Mormóns tengja töfluhlutana tvo sem eru uppistaða Mormónsbókar. Hér útskýrir Mormón þessar tvær heimildir og orð hans kenna mikilvægan boðskap um að treysta Drottni, jafnvel þótt við skiljum ekki fyllilega leiðsögn hans.

Þegar Nefí var að rita heimildina um fólk sitt, bauð Guð honum að búa til tvö töfluhluta, sem nefndir eru smærri töflur og stærri töflur Nefís. Nefí vissi ekki afhverju honum var boðið að búa til tvö töfluhluta, en hann treysti því að Drottinn gerði það í „[viturlegum] tilgangi, en þann tilgang [þekkti hann] ekki“ (1. Nefí 9:5; sjá einnig „Nokkrar skýringar á Mormónsbók“).

Öldum síðar, er Mormón var að gera útdrátt úr stærri töflum Nefís, fann hann litlu töflurnar. Smærri töflurnar höfðu að geyma marga atburði sem líka voru á stærri töflunum, en á smærri töflunum var meira andlegt efni og þjónusta og kennsla spámannanna. Guð blés Mormón í brjóst að hafa smærri töflur Nefís með í heimild sinni, auk stærri taflnanna.

Mormón skildi ekki, líkt og Nefí, þann tilgang Guðs að hafa tvo töfluhluta, en treysti að það væri gert „í viturlegum tilgangi“ (Orð Mormóns 1:7).

Við vitum nú hver tilgangur Guðs var með þessu. Árið 1828, eftir að Joseph Smith hafði þýtt hluta af útdrætti Mormóns af stærri töflum Nefís (handritssíðurnar 116), glataði Martin Harris því handriti. Guð bauð Joseph að endurþýða ekki þann hluta, því illir menn myndu breyta orðunum og reyna að draga úr trúverðugleika Josephs (sjá K&S 10, kapítulafyrirsögn; K&S 10:14–19, 30–45). Þakksamlega, þá hafi Guð séð þetta fyrir og gert smærri töflurnar mögulegar, sem náðu yfir sama sögutímabil og glötuðu síðurnar 116. Smærri töflurnar geyma bækurnar sem koma á undan Orðum Mormóns og útdráttur Mormóns af stærri töflunum kemur á eftir Orðum Mormóns.

Ljósmynd
Mormón gerir útdrátt af gulltöflunum

Moróní gerir útdrátt af töflunum, eftir Jorge Cocco

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

Enos 1:1–17

Fjölskylda ykkar gæti horft á mynd af Enos að biðja og leitað í Enos 1:1–17 að orðtökum sem mætti nota sem yfirskrift fyrir myndina. Þið gætuð líka beðið fjölskyldumeðlimi að teikna myndir af upplifun Enos. Hvað lærum við af Enos um að leita fyrirgefningar?

Jarom 1:2

Hvernig hefur Mormónsbókarnám okkar „opinberað [okkur] sáluhjálparáætlunina“?

Omní 1:12–22

Hvað kenna þessi vers um mikilvægi þess að hafa orð Guðs í lífi okkar?

Orð Mormóns 1:3–9

Hvernig verðum við blessuð af því að skrifa sögu okkar sjálfra og fjölskyldunnar? Hvernig geta sögur okkar haft Krist meira að þungamiðju?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta kennslu okkar

Komið oft saman. Henry B. Eyring forseti kenndi: „Látið aldrei það tækifæri fara forgörðum að safna saman börnum ykkar til að læra um kenningu Krists. Slíkar stundir eru svo sjaldgæfar í samanburði við verk óvinarins“ („The Power of Teaching Doctrine,“ Ensign, maí 1999, 74).

Ljósmynd
Enos biðst fyrir

Enos biðst fyrir, eftir Robert T. Barrett

Prenta