„4.–10. maí. Mósía 11–17: ,Ljós, sem aldrei getur myrkvast,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)
„4.–10. maí. Mósía 11–17,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020
4.–10. maí
Mósía 11–17
„Ljós, sem aldrei getur myrkvast“
Orð Abínadís ollu mikilli breytingu hjá a.m.k. einum meðlim í hirð Nóa konungs (sjá Mósía 17:2–4). Lesið Mósía 11–17 með bæn í hjarta um að þið munuð hljóta innblástur um hvernig þið getið breyst.
Skráið hughrif ykkar
Stórt bál getur myndast af einum neista. Abínadí var aðeins einsamall að vitna gegn hinum máttuga konungi og hirð hans. Orðum hans var að mestu hafnað og hann var dæmdur til dauða. Vitnisburður hans um Jesú Krist, sem er „ljós, sem aldrei getur myrkvast,“ (Mósía 16:9), vakti eitthvað innra með hinum unga presti, Alma. Þessi trúarneisti óx smám saman, er Alma leiddi marga aðra til iðrunar og trúar á Jesú Krist. Eldtungurnar sem drápu Abínadí dóu fljótt út, en trúareldurinn sem myndaðist af orðum hans, átti eftir að hafa varanleg áhrif á Nefítana – og á þá sem lesa orð hans á okkar tíma. Flest munum við ekki upplifa það sem Abínadí gerði sökum eigin vitnisburðar, en öll upplifum við stundir prófraunar, þar sem hugrekkis og trúar krefst til að fylgja Jesú Kristi. Ef til vill eflir það okkur hugrekki og eldmóð vitnisburðar að læra um vitnisburð Abínadís.
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Ég get stutt sannleikann, þótt ég standi einn.
Ímyndið ykkur hve letjandi það hlýtur að hafa verið fyrir Abínadí að kalla þá til iðrunar sem virtust áhugalausir um að breyta ranglátum háttum sínum. Boðskap hans var endurtekið hafnað. Abínadí gafst þó aldrei upp.
Hvenær hefur ykkur fundist þið ein koma sannleikanum til varnar? Hvað lærið þið við lestur Mósía 11–13 og 17 sem getur hjálpað ykkur að vera viðbúin þegar Drottinn þarfnast þess að þið komið fagnaðarerindi hans til varnar? Hvaða fleiri reglur lærum við af fordæmi Abínadís?
Ég þarf að skilja orð Guðs með hjartanu.
Prestar Nóa konungs voru kunnugir orði Guðs – þeir gátu vitnaði í mörg ritningarvers og sögðust kenna boðorðin. Þau boðorð voru þó „ekki greypt í hjörtu [þeirra],“ og þeir höfðu „ekki lagt [sig] fram um að skilja með hjartanu“ (Mósía 13:11; 12:27). Afleiðing þess var að þeir breyttust ekki.
Þegar þið lesið Mósía 12:19–30, hugleiðið þá merkingu þess að skilja orð Guðs með hjartanu. Hvetur þetta ykkur til að gera einhverjar breytingar á því hvernig þið lærið fagnaðarerindið?
Drottinn mun styðja þjóna sína í verki hans.
Upplifanir Abínadís sýna fjölda dæma um hvernig Drottinn styður þjóna sína – nokkur slík dæmi má finna í Mósía 13:1–9. Drottinn leyfði þó líka að Abínadí yrði ofsóttur, færður í varðhald og myrtur sökum vitnisburðar síns. Hvað finnið þið í þessum versum sem sýnir að Abínadí treysti Drottni? Hvaða áhrif hefur fordæmi Abínadís á viðhorf ykkar til kallana og ábyrgðar ykkar?
Jesús Kristur þjáðist fyrir mig.
Nóa konungur og prestar hans trúðu að sáluhjálp hlytist með Móselögmálinu. Abínadí vildi gera þeim ljóst að sáluhjálp hlytist með Messíasi, Jesú Kristi. Gætið að orðum og orðtökum í Mósía 14–15, sem lýsa frelsaranum og þjáningum hans fyrir ykkur. Hvaða vers auka elsku ykkar og þakklæti til hans?
Hvernig er Jesús Kristur bæði faðirinn og sonurinn?
Þessi ritningarvers geta stundum valdið ruglingi, því svo gæti virst sem Abínadí sé að kenna að himneskur faðir og Jesús Kristur séu ein og sama veran, en við vitum þó að þeir eru aðskildar verur. Hvað átti Abínadí við? Hann kenndi að Guð sonurinn – Jehóva – væri frelsarinn (sjá Mósía 15:1), sem íklæddist holdinu og yrði maður að hluta og Guð að hluta (vers 2–3). Hann laut vilja Guðs föðurins algjörlega (vers 5–9). Jesús Kristur er, sökum þessa, bæði sonur Guðs og fullkominn jarðneskur fulltrúi Guðs föðurins (sjá Jóhannes 14:6–10).
Abínadí sagði ennfremur að Jesús Kristur væri líka faðirinn í þeim skilningi að við værum „afsprengi hans“ þegar við tækjum á móti endurlausn hans (Mósía 15:11–12). Við verðum, með öðrum orðum, andlega endurfædd af honum (sjá Mósía 5:7).
Sjá einnig Jóhannes 5:25–27; 8:28–29; 17:20–23; „The Father and the Son [Faðirinn og sonurinn],“ Ensign, Apríl 2002, 12–18.
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.
Mósía 11–13; 17
Abínadí og Alma voru innblásnar fyrirmyndir um trúfesti við sannleikann, jafnvel þótt óvinsælt væri. Fjölskyldumeðlimir ykkar gætu fundið fyrir félagslegum þrýstingi um að hvika frá stöðlum sínum. Hvað getum við lært af Abínadí og Alma um að hvika ekki frá sannleikanum? Listaverkunum sem fylgja þessum lexíudrögum er ætlað að hjálpa fjölskyldu ykkar að sjá fyrir sér frásögnina. Eftir að hafa lært þessa kapítula, íhugið þá að leika raunverulega atburðarrás, fjölskyldumeðlimum ykkar til hjálpar við að sporna gegn þrýstingi um að hvika frá stöðlum sínum. Þið gætuð líka miðlað hvert öðru upplifunum þar sem þið hafið komið sannleikanum til varnar.
Mósía 12:33–37; 13:11–24
Hver er merking þess að hafa boðorð Guðs „greypt í hjörtu [okkar]“? (Mósía 13:11). Ef til vill gætuð þið skráð fáeinar hugmyndir (eða teiknað myndar af þeim) á stórt hjartalaga blað. Afhverju eru boðorðin ykkur dýrmæt? Hvernig getum við greypt þau í hjörtu okkar?
Mósía 14
Í þessum kapítula finnið þið nokkur orð og orðtök sem lýsa Jesú Kristi. Ef til vill gæti fjölskylda ykkar skráð þau þegar þið finnið þau. Hvað finnst fjölskyldumeðlimum um frelsarann þegar þau læra þessi orð og orðtök?
Mósía 15:26–27; 16:1–13
Þessi vers segja frá örlögum barna Guðs, ef Jesús hefði „ekki komið í heiminn“ (Mósía 16:6) eða ef þau fylgdu honum ekki. Hvað er það góða sem hefur gerst sökum þess að hann kom og friðþægði fyrir okkur? Sjá einnig myndbandið „Why We Need a Savior [Afhverju við þurfum frelsara]” (ChurchofJesusChrist.org).
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.