„11.–17. maí. Mósía 18–24: ,Við höfum gjört sáttmála við Guð,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)
„11.–17. maí. Mósía 18–24,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020
11.–17. maí
Mósía 18–24
Við höfum gjört sáttmála við Guð
Thomas S. Monson forseti kenndi: „Þegar við lesum og hugleiðum ritningarnar, munum við heyra andann hvísla ljúflega í sál okkar“ („Við göngum aldrei ein,“ aðalráðstefna, október 2013).
Skráið hughrif ykkar
Frásögnin um Alma og fólk hans í Mósía 18; 23–24 sýnir merkingu þess að „komast í hjörð Guðs“ (Mósía 18:8). Þegar það var skírt, gerði það sáttmála við Guð um að „þjóna honum og halda boðorð hans“ (Mósía 18:10). Þetta var hátíðleg persónuleg skuldbinding, en tengdist því líka hvernig það kom fram við hvert annað. Já, ferðin tilbaka í návist föður okkar á himnum er persónuleg og einstaklingsbundin og engin getur haldið sáttmálana fyrir okkur, en það merkir ekki að við séum einsömul. Við þörfnumst hvers annars. Við, sem meðlimir kirkju Krists, gerum sáttmála um að þjóna Guði með því að liðsinna og þjóna hvert öðru í ferð okkar, „að bera hver annars byrðar“ (Mosiah 18:8–10). Fólk Alma þurfti vissulega að bera byrðar, líkt og við öll gerum. Drottinn hjálpar okkur að „[bera] byrðar [okkar] léttilega (Mósía 24:15), t.d. með því að sjá okkur fyrir samfélagi heilagra, sem lofar að syrgja með okkur og hughreysta okkur, rétt eins og við höfum líka lofað.
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Skírn felur í sér sáttmála um að þjóna Guði og standa sem vitni hans.
Í Mósía 18:8–10 eru kenningar Alma um skírnarsáttmálann eða loforðin sem við gefum Guði við skírn. Hugleiðið eftirfarandi spurningar við lestur þessara versa:
-
Hvað lærið þið af þessum versum um loforðin sem þið gáfuð við skírn ykkar? Hverju lofar Guð ykkur?
-
Hvað segir sáttmálinn um að þjóna Guði (sjá vers 10) varðandi viðleitni okkar til að þjóna hvert öðru? (sjá vers 8–9).
-
Hvað gerið þið til að standa við loforð ykkar?
-
Hvernig getið þið orðið „[gagntekin] andanum“ með því að halda skírnarsáttmála ykkar? (Mósía 18:14). Hvernig hjálpar andinn ykkur að halda sáttmála ykkar?
Í þessari frásögn er rétt skírnaraðferð líka tilgreind. Hvað lærið þið af versum 14–17 um hvernig standa skuli að skírn? Hvað annað lærið þið um skírn af Matteus 3:16; Rómverjabréfinu 6:3–5; 3. Nefí 11:21–28; og Kenningu og sáttmálum 20:72–74?
Sjá einnig Kenning og sáttmálar 20:37, 77, 79.
Fólki Guðs ber að vera sameinað.
Líkt og Alma og fólk hans uppgötvuðu, þá þarf stundum að láta af venjubundnum lífsvenjum til að fylgja Jesú Kristi og tileinka sér ýmislegt nýtt og framandi. Fólk Alma styrkti hvert annað, sem var hluti þess að tilheyra „[kirkju] Krists“ (Mósía 18:17). Hvernig innblása kenningarnar í Mósía 18:17–30 ykkur til að verða betri meðlimir kirkjunnar? Hvað getið þið gert til að hjálpa meðlimum deildar eða greinar ykkar að „[tengjast] böndum einingar og elsku hver til annars“? (Mósía 18:21).
Sjá einnig Henry B. Eyring, „Hjörtu okkar bundin einingu,“ aðalráðstefna, október 2008.
Orð spámannana munu uppfyllast.
Abínadí setti fram nokkra ákveðna spádóma um örlög Nóa konungs og fólks hans, ef þau neituðu að iðrast. Spádómar þessir virtust sumum þó ótrúverðugir (sjá Mósía 12:1–8, 14–15), einkum þar sem Nefítarnir höfðu varist Lamanítunum í um 50 ár með góðum árangri (sjá Mósía 9:16–18; 11:19). Orð spámannann munu þó öll uppfyllast – engu síður á okkar tíma og á tíma Abínadís.
Hvað finnið þið í Mósía 19–20 sem fékk Gídeon til að lýsa yfir að spádómar Abínadís hefðu uppfyllst? (sjá Mósía 20:21). Hvernig styrkir þessi frásögn trú ykkar á aðvörunum og leiðsögn spámanna Guðs og skuldbindingu ykkar um að fylgja orðum þeirra? Hvenær hafið þið séð orð spámanns uppfyllast á ykkar tíma?
Guð getur gert byrðar mínar léttari.
Bæði fólk Limís konungs og fólk Alma féll í ánauð, þó af ólíkum ástæðum og við ólíkar aðstæður. Hvað getið þið lært af því að bera saman frásagnirnar af fólki Límís í Mósía 19–22 og fólki Alma í Mósía 18; 23–24? Þið gætuð skráð hvernig hvor þessara hópa brást við ánauð eða hvernig hvorum fyrir sig var að lokum bjargað. Gætið að boðskap sem gæti átt við um ykkur sjálf. Hvað lærið þið t.d. af þessum frásögnum sem getur hjálpað ykkur að bera byrðar ykkar?
Ég get treyst Drottni.
Alma og fólk hans varð áfram í ánauð, jafnvel þótt þau hefðu iðrast synda sinna. Reynsla þeirra sýnir að með því að leggja traust á Drottin og lifa eftir sáttmálum okkar, getum við sigrast á erfiðleikum okkar, þótt við komum ekki í veg fyrir þá. Þegar þið lesið Mósía 23:21–24 og 24:8–17, gætið þá að orðum og orðtökum sem gætu hjálpað ykkur að treysta Guði, burt séð frá aðstæðum ykkar.
Sjá einnig Thomas S. Monson, „Ég mun eigi sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig,“ aðalráðsefna, október 2013.
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.
Mósía 18:1–4
Sagt er að hægt sé að telja frækorn í einu epli, en ekki eplin sem koma út frá einu frækorni. Einungis einn einstaklingur var opinn fyrir vitnisburði Abínadís, en sá einstaklingur – Alma – hafði áhrif á margar kynslóðir Nefíta. Ef til vill gætuð þið notað ávöxt með frækornum til að útskýra þessa reglur. Hvernig á þessi boðskapur við um fjölskyldu okkar? Hvað getum við gert til að miðla öðrum vitnisburðum okkar?
Mósía 18:8–10
Hvað lærum við af þessum versum um skírnarsáttmála okkar? (sjá einnig Kenning og sáttmálar 20:73, 77–79). Hvað gerum við til að búa okkur undir eða halda skírnarsáttmála okkar?
Mósía 18:30
Hvaða staðir hafa sérstaka merkingu fyrir okkur, sökum andlegra upplifana okkar þar?
Mósía 21:11–16; 24:10–15
Hvað lærum við af því að bera saman ánauð fólks Alma og fólks Limís?
Mósía 21:15; 24:11–15
Hvað kenna þessi vers um hvernig Drottinn svarar bænum?
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.