„22.–28. júní. Alma 17–22: ,Ég mun gjöra yður að verkfæri‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)
„22.–28. júní. Alma 17–22,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020
22.–28. júní
Alma 17–22
„Ég mun gjöra yður að verkfæri“
Þegar þið lesið Alma 17–22, skráið þá hughrif ykkar og bregðist við þeim. Það sýnir Drottni að þið séuð fús til að hljóta fleiri persónulegar opinberanir.
Skráið hughrif ykkar
Hugsið um allar hugsanlegar ástæður sem fólk gefur fyrir því að miðla ekki fagnaðarerindinu: „Ég veit ekki nógu mikið?“ eða „Ég er ekki viss um að þau hafi áhuga?“ eða kannski „Hvað ef ég misbýð þeim?“ Ef til vill hafið þið stundum hugsað eitthvað álíka. Nefítarnir höfðu aðra ástæðu fyrir því að miðla Lamanítum ekki fagnaðarerindinu: Þeir voru „[villt þjóð], sem var full af hörku og grimmd, þjóð, sem naut þess að myrða Nefíta“ (Alma 17:14; sjá einnig Alma 26:23–25). Synir Mósía höfðu þó jafnvel enn ríkari ástæðu fyrir því að finnast þeir verða að miðla Lamanítunum fagnaðarerindinu: „Þeir þráðu, að hverri skepnu yrði boðuð sáluhjálp, því að þeir máttu ekki til þess hugsa, að nokkur mannssál færist“ (Mósía 28:3). Þessi elska sem innblés Ammon og bræður hans, getur líka innblásið ykkur til að miðla fjölskyldu ykkar, vinum og kunningjum fagnaðarerindinu – jafnvel þeim sem eru ólíklegir til að meðtaka það.
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Ég get miðlað fagnaðarerindinu af auknum árangri, ef ég styrki trú mína.
Hafið þið einhvern tíma hitt gamla vini á ný og liðið eins og Alma – ákaflega glaður yfir að þeir hefðu viðhaldið sterkri trú? (sjá Alma 17:1–2). Hvað lærið þið af sonum Mósía um hvernig viðhalda skuli trú á og skuldbindingu við fagnaðarerindið? Hvað finnst ykkur þið hvött til að gera þegar þið íhugið andlegan styrk sona Mósía?
Hvernig hafði andlegur undirbúningur sona Mósía áhrif á starf þeirra meðal Lamanítanna? Ef til vill gætuð þið notað þetta tækifæri til að meta viðleitni ykkar til að kenna fagnaðarerindið „með krafti og valdi Guðs“ (Alma 17:3).
Ég get verið verkfæri í höndum Guðs við að færa börnum hans sáluhjálp.
Thomas S. Monson forseti sagði: „Ég vil ætíð að Drottinn viti, að Tom Monson muni reka erindi hans, ef hann hefur þörf á erindreka („On the Lord’s Errand: The Life of Thomas S. Monson [Í erindagjörðum Drottins: Líf Thomas S. Monson],“ myndband, ChurchofJesusChrist.org). Þegar þið lesið Alma 17:6–12, gætið þá að því sem synir Mósía gerðu, svo þeir gætu verið verkfæri í höndum Guðs. Hvernig getið þið verið verkfæri í höndum Guðs til að blessa aðra? Hvað lærið þið af fordæmi þeirra sem veitir ykkur hugrekki til að gera það sem Drottinn æskir af ykkur?
Sjá Dallin H. Oaks, „Miðla hinu endurreista fagnaðarerindi,“ aðalráðstefna, október 2016.
Ég get hjálpað öðrum að búa sig undir að meðtaka fagnaðarerindið.
Lamoní var leiðtogi „[þjóðar], sem var full af hörku og grimmd“ (Alma 17:14), en samt sigraðist hann á áralangri hefð og tók á móti fagnaðarerindi Jesú Krists. Þegar þið lesið um samskipti Ammons við Lamoní, gætið þá að því sem Ammon gerði, sem ef til vill gerði Lamoní móttækilegri fyrir boðskap hans. Ef hugsanir vakna hjá ykkur um hvað þið getið gert til að miðla öðrum fagnaðarerindinu, skráið þær þá hjá ykkur.
Það gæti líka verið gagnlegt að merkja við eða skrá sannleikann sem Ammon kenndi Lamoní (sjá Alma 18:24–39) og sannleikann sem Aron kenndi föður Lamonís (sjá Alma 22:1–16). Hvað er lagt til í þessum versum að þið gerið varðandi sannleikann sem þið getið miðlað öðrum, þeim til hjálpar við að leita vitnisburðar?
Vitnisburður minn getur haft víðtæk áhrif.
Þótt frásagnirnar um trúskiptin sem við lesum um í ritningunum feli oft í sér dramatíska viðburði, þá er kjarninn sá að þar eru einstaklingar sem höfðu hugrekki til að kveða sér hljóðs og miðla öðrum vitnisburði sínum. Ein leið til að læra um viðburðina í Alma 18–22 er með því að gæta að þeim víðtæku áhrifum sem einn einstaklingur hafði með því að gefa vitnisburð sinn. Ef til vill gætuð þið skráð það sem þið finnið í skýringarmynd eins og þessa sem hér er:
Ammon miðlaði fagnaðarerindinu, sem miðlaði fagnaðarerindinu, sem leiddi til . |
Drottinn réttir arm sinn til mín þegar ég iðrast.
Við lok frásagnarinnar um trúskipti Lamonís, kenndi Mormón nokkuð mikilvægt varðandi eiginleika Drottins. Hvað er ykkur bent á í Alma 19:36 varðandi eiginleika Drottins? Hvenær hafið þið fundið arm Drottins útréttan til ykkar? Hvernig getið þið hjálpað þeim sem þið elskið að skynja miskunn hans?
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.
Alma 17–19
Hvernig getið þið gert frásagnirnar í þessum kapítulum ljóslifandi fyrir fjölskyldu ykkar? Þið gætuð leikið frásögnin um Ammon að vernda sauðina eða um Abis að safna saman mannfjöldanum til að verða vitni að mætti Guðs. Ef til vill gætu fjölskyldumeðlimir teiknað myndir af ólíkum hluta frásagnarinnar og notað þær til að segja söguna. Hvað mun fjölskylda ykkar gera til að fylgja fordæmi Ammons og Abis?
Alma 18:24–39
Ef til vill gætu fjölskyldumeðlimir ykkar lesið saman Alma 18:24–39 og auðkennt sannleikann sem Ammon kenndi Lamoní. Afhverju teljið þið að Ammon hafi kennt Lamoní þennan sannleika fyrst? Afhverju er okkur mikilvægt að eiga vitnisburð um þennan sannleika?
Alma 20:8–15
Hvað getum við lært af því hvernig Lamoní brást við föður sínum? Hvernig getum við fylgt því fordæmi Lamonís að taka afstöðu með því sem rétt er? (Sjá t.d. myndbandið „Dare to Stand Alone [Þora að standa einn]“ á ChurchofJesusChrist.org.)
Alma 22:15–18
Lesið Alma 20:23 til að sjá það sem faðir Lamonís var fús til að láta frá sér til að bjarga eigin lífi. Lesið síðan Alma 22:15 til að sjá hvað hann var fús til að láta frá sér til að öðlast gleði fagnaðarerindisins. Hvað var hann fús til að láta frá sér til að þekkja Guð? (sjá vers 18). Ef til vill gæti hver fjölskyldumeðlimur skráð áætlun um að láta eitthvað frá sér til að þekkja Guð betur?
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.