Kom, fylg mér
29. júní – 5. júlí. Alma 23–29: Þeir urðu „aldrei fráhverfir“


„29. júní – 5. júlí. Alma 23–29: Þeir urðu ,aldrei fráhverfir,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„29. júní – 5. júlí. Alma 23–29,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Antí-Nefí-Lehítar grafa vopn sín

Antí-Nefí-Lehítar grafa stríðsvopn sín, eftir Jody Livingston

29. júní – 5. júlí

Alma 23–29

Þeir urðu „aldrei fráhverfir“

Hvaða boðskap finnið þið fyrir ykkur sjálf og fjölskyldu ykkar, er þið lærið Alma 23–29? Hverju getið þið miðlað í námsbekkjum ykkar í kirkju?

Skráið hughrif ykkar

Veltið þið stundum fyrir ykkur hvort fólki geti í raun breyst? Ef til vill hafið þið áhyggjur af því að hvort þið eða ástvinir ykkar fáið sigrast á afleiðingum slæmra ákvarðana eða slæmum ávana. Ef svo er, gæti frásögnin um Antí-Nefí-Lehítana orðið ykkur gagnleg. Þetta fólk voru svarnir óvinir Nefítanna. Þegar Ammon og bræður hans ákváðu að prédika fagnaðarerindið fyrir þeim, „hlógu [Nefítarnir] háðslega að [þeim].“ Að drepa Lamanítana, virtist betri lausn en að snúa þeim til trúar. (Sjá Alma 26:23–25.)

Lamanítarnir breyttust hins vegar – fyrir trúarkraft Drottins. Þeir voru eitt sinn kunnir sem „þjóð, sem var full af hörku og grimmd (Alma 17:14), en „einkenndust [síðar] af guðrækni sinni (Alma 27:27). Í raun þá urðu þeir „aldrei fráhverfir“ (Alma 23:6).

Ef til vill þurfið þið að segja skilið við slæmar hefðir eða leggja niður „uppreisnarvopn“ (Alma 23:7). Ef til vill þurfið þið bara að vera örlítið guðræknari í vitnisburði ykkar eða hneigjast síður til fráhvarfs. Hvaða breytingar sem þið þurfið að gera, þá getur Alma 23–29 vakið ykkur von um að varanleg breyting sé möguleg fyrir friðþægingarkraft Jesú Krists.

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Alma 23:1–5

Þegar börn Guðs taka á móti fagnaðarerindinu, fylgja miklar blessanir í kjölfarið.

Þegar konungur Lamanítanna lýsti yfir að orð Guðs „mætti ekki neinni hindrun“ meðal fólks síns (sjá Alma 23:1–5), lauk hann upp fyrir þeim dyrum mikilla blessana. Þegar þið lesið Alma 23–29, gætið þá að þessum blessunum. Hvernig getið þið tryggt að orð Guðs „mæti ekki neinni hindrun“ í lífi ykkar eða fjölskyldu ykkar?

Alma 23–25; 27

Trú mín á Jesú Krist og fagnaðarerindi hans breytir lífi mínu.

Lamanítarnir, sem Ammon og bræður hans vitjuðu, virtust ólíklegir til að snúast til trúar – því þeir voru fjötraðir hefðum feðra sinna og eigin ranglæti. Þó tóku margir þeirra á móti fagnaðarerindi Jesú Krists og gerðu grundvallarbreytingar á eigin lífi. Þessir Lamanítar kölluðu sig sjálfa Antí-Nefí-Lehíta, til tákns um eigin trúskipti. (Merking viðskeytsins „antí“ er hér ekki sú sama og viðskeytsins „and“ í „andkristur.“)

Að ígrunda trúskipti þessara Lamaníta, gæti fengið ykkur til að hugleiða hvernig þið sjálf snerust „til Drottins“ (Alma 23:6). Ein leið til að læra þessa kapítula, gæti verið með því að auðkenna á hvaða hátt trúskipti Antí-Nefí-Lehítanna breytti lífi þeirra. Þið getið byrjað á eftirtöldum versum.

Þegar þið hugleiðið breytingarnar sem urðu á Antí-Nefí-Lehítunum, íhugið þá hvernig trú ykkar á Krist er að breyta ykkur. Hverju finnst ykkur þið enn eiga eftir að breyta, svo að fagnaðarerindið hafi aukið vægi í lífi ykkar?

Alma 23:6–7

Alma 23:17–18

Alma 24:11–19

Alma 25:13–16

Alma 27:26–30

Alma 24:7–19; 26:17–22

Guð er miskunnsamur.

Þótt syndirnar sem Antí-Nefí-Lehítarnir þurftu að sigrast á væru líklega nokkuð ólíkar því sem á við um líf okkar, þá reiðum við okkur öll á miskunn Guðs. Hvað finnið þið í Alma 24:7–19 og 26:17–22 sem eykur skilning ykkar á miskunn hans? Við lesturinn gætuð þið hugsað um þetta: Hvernig ykkur hefur verið boðið að iðrast, upplifun ykkar af iðrun, hvernig þið hafið forðast að syndga aftur og blessanirnar sem þið hafið hlotið fyrir iðrun. Hvað lærið þið um miskunn Guðs í lífi ykkar, er þið lesið versin á þennan hátt?

Alma 2629

Að þjóna Drottni, vekur gleði.

Ammon og Alma sögðu frá líkum tilfinningum um trúboð sitt, þrátt fyrir ólíkar upplifanir. Íhugið að lesa Alma 26 og 29 og gera samanburð á þessum versum. Hvað er þar líkt sem þið takið eftir? Hvaða orð og orðtök eru þar endurtekin? Hvað getið þið lært af Ammon og Alma um hvernig finna má sanna gleði, þrátt fyrir áskoranir ykkar? (Sjá fyrirsögn kapítula í Alma 5–16, til að lesa um áskoranirnar sem Alma tókst á við. Sjá fyrirsögn kapítula í Alma 17–28 , til að lesa um áskoranir Ammons og bræðra hans.)

Alma 26:5–7

Hvað eru kornbindi og kornhlöður?

Við uppskeru er korni oft safnað saman í knippi sem kölluð eru kornbindi, sem síðan er sett í hús sem stundum er kölluð kornhlaða. Öldungur David A. Bednar greindi frá mögulegri túlkun líkingarmálsins í Alma 26:5: „Kornbindin í þessari líkingu tákna nýskírða kirkjuþegna. Kornhlaðan er hin heilögu musteri“ („Heiðarlega halda nafni og stöðu,“ aðalráðstefna, apríl 2009). Ígrundið hvað líkingin í Alma 26:5–7 kennir ykkur um mikilvægi musterissáttmála.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

Alma 24:6–19

Afhverju grófu Antí-Nefí-Lehítarnir vopn sín „djúpt í jörðu“? (Alma 24:16). Ef til vill gætu fjölskyldumeðlimir haft gaman að því skrifa á blöð það sem þau vilja sigrast á eða láta af. Að því loknu gætu þau grafið holu, sett blöðin ofan í og mokað yfir.

Alma 24:7–12

Að læra þessi vers, gæti aukið skilning fjölskyldu ykkar á hinni dásamlegu gjöf iðrunar. Hvað gerðu Antí-Nefí-Lehítarnir til að iðrast synda sinna? Hvernig hjálpaði Drottinn þeim að iðrast? Hvað getum við lært af þessu fordæmi?

Alma 24:20–27

Hvað hafið þið séð sem vitnar um sannleiksgildi þessarar yfirlýsingar Mormóns: „Þannig sjáum við, að Drottinn vinnur eftir mörgum leiðum til að veita fólki sínu sáluhjálp“? (Alma 24:27).

Alma 26:2

Hvernig myndi fjölskylda ykkar svara spurningum Ammons í Alma 26:2? Ef til vill gætuð þið búið til lista yfir svör þeirra á langan blaðrenning og sett hann á áberandi stað fyrir sjónum allra. Hvetjið fjölskyldumeðlimi til að bæta við hann, er þeim verður hugsað um fleiri blessanir sem Guð hefur „veitt okkur.“

Alma 29:9

Hvernig voru Ammon og Alma verkfæri í höndum Guðs? Íhugið að skoða verkfæri eða áhöld á heimili ykkar og ræða á hvaða hátt hvert þeirra er gagnlegt fjölskyldu ykkar. Hvernig hjálpar þetta okkur að skilja hvernig hvert okkar getur verið „verkfæri í höndum Guðs“*

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta kennslu okkar

Hafið fjölbreytni í náminu. Að hafa fjölbreytni í ritninganámi fjölskyldunnar, getur stuðlað að áhuga og þátttöku fjölskyldumeðlima. Eftir að fjölskyldumeðlimur hefur lesið vers, gæti hann eða hún t.d. beðið aðra í fjölskyldunni að segja með eigin orðum frá því sem lesið var.

Ljósmynd
Antí-Nefí-Lehítar grafa vopn sín

Teikning af Antí-Nefí-Lehítunum að grafa vopn sín, eftir Dan Burr

Prenta