Kom, fylg mér
6.–12. júlí. Alma 30–31: „[Kraftur] Guðs orðs“


„6.–12. júlí. Alma 30–31: ,[Kraftur] Guðs orðs,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„6.–12. júlí. Alma 30–31,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Alma kennir Kóríhor

Allt ber vott um að til sé Guð (Alma og Kóríhor), eftir Walter Rane

6.–12. júlí

Alma 30–31

„[Kraftur] Guðs orðs“

Alma lét reyna á „[kröftug] áhrif“ orðs Guðs (Alma 31:5). Þegar þið lesið Alma 30–31, skráið þá þau hughrif sem þið upplifið af hinu máttuga orði Guðs.

Skráið hughrif ykkar

Frásögnin í Alma 30–31 sýnir glögglega kraft orðsins – til góðs og ills. „[Fjálgleg]“ orð „[fagurgala],“ hins falska kennara Kóríhors, voru ógn við að „leiða margar sálir til tortímingar“ (Alma 30:31, 47). Kenningar nefísks andófsmanns að nafni Sóram, urðu á líkan hátt til þess að fjöldi fólks lenti „í mikilli villu“ og „[rangsnéri] vegum Drottins“ (Alma 31:9, 11).

Alma hafði aftur á móti óbilandi trú á að orð Guðs myndi hafa „kröftugri áhrif á huga fólks en sverðið eða nokkuð annað“ (Alma 31:5) – þar með talið orð Kóríhors og Sórams. Orð Alma fólu í sér eilífan sannleika og vöktu kraft himins til að þagga niður í Kóríhor (sjá Alma 30:39–50) og blessanir himins yfir þá sem fóru með honum til að færa Sóramítunum aftur sannleikann (sjá Alma 31:31–38). Þetta eru dýrmæt fordæmi fyrir fylgjendur Krists á okkar tíma, er „[mörg fjálgleg orð]“ og „[mikil villa]“ hafa aftur mikil áhrif á huga fólks (Alma 30:31; 31:9). Við getum þó fundið sannleikann með því að treysta á „kraft Guðs orðs,“ líkt og Alma gerði (Alma 31:5).

Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Alma 30:6, 12

Hvað er andkristur?

Í Alma 30 er Kóríhor sagður vera „andkristur“ (vers 6). Andkristur er sá sem hefur yfirskin Krists, en er í raun í andstöðu við Krist (1. Jóhannesarbréfið 2:18–22; 4:3–6; 2. Jóhannesarbréfið 1:7). Í víðara samhengi er það hver eða hvað sem falsar hið sanna fagnaðarerindi eða áætlun sáluhjálpar og er ljóst eða leynt í andstöðu við Krist“ (Leiðarvísir að ritningunum, „Andkristur“).

Hvað sjáið þið í okkar heimi sem „falsar hið sanna fagnaðarerindi“? Systir Julie B. Beck, fyrrverandi aðalforseti Líknarfélagsins, kenndi til að mynda: „Hver sú kenning eða regla sem [við] heyrum frá heiminum, sem er andfjölskylduleg er líka andkristileg“ („Teaching the Doctrine of the Family,“ Ensign, mars 2011, 15).

Kóríhor ræðir við Alma

Kóríhor horfist í augu við Alma, eftir Robert T. Barrett

Alma 30:6–60

Mormónsbók getur hjálpað mér að sporna gegn áhrifum þeirra sem reyna að blekkja mig.

Við lestur Alma 30:6–31 gætu kenningar Kóríhors hljómað kunnuglega. Það er sökum þess, eins og Ezra Taft Benson forseti kenndi, að Mormónsbók opinberar og getur varið okkur gegn „illum fyrirætlunum, aðferðum og kenningum djöfulsins á okkar tíma. Fráhverfingum í Mormónsbók svipar til þeirra sem má finna á okkar tíma. Guð, í sinni alvisku, gerði Mormónsbók þannig úr garði, að við fengjum greint og vitað hvernig sjá má í gegnum ósannar hugmyndir okkar tíma, í menntun, stjórnmálum og heimspeki“ (Teachings of Presidents of the Church: Ezra Taft Benson, [2014], 132).

Íhugið að búa til lista yfir falskenningarnar sem Kóríhor kenndi í Alma 30:6–31. Hverjar eru sumar afleiðingar þess að leggja trúnað á þessar kenningar? Hver er til að mynda afleiðing þess að trúa að „þegar maðurinn væri dáinn, væru það endalokin“? (Alma 30:18). Hvaða falskenningar kenndar af Kóríhor eru líkar þeim falskenningum sem þið hafið tekið eftir í heimi okkar í dag?

Það gæti hjálpað að lesa um samskipti Kóríhors og Alma til að búa sig undir aðstæður þar sem aðrir gætu reynt að blekkja ykkur. Það gæti verið gagnlegt að læra Alma 30:29–60, til að skilja hvernig Kóríhor var blekktur (sjá einkum vers 52–53). Hvað getið þið lært af viðbrögðum Alma við kenningum Kóríhors? (sjá Alma 30: 31–35).

Alma 31

Guðs orð hefur kraft til að leiða fólk til réttlætis.

Sumir gætu hafa talið að sá vandi að Sóramítarnir skildu sig frá Nefítunum krefðist stjórnmálalegrar eða hernaðarlegrar lausnar (sjá Alma 31:1–4). Alma hafði hins vegar lært að treysta á „kraft Guðs orðs“ (Alma 31:5). Hvað lærið þið af Alma 31:5 um kraft Guðs orðs? Hvernig hafið þið séð Guðs orð „leiða [fólk] í réttlætisátt“? (Alma 31:5). Hugleiðið hvernig þið getið látið „reyna“ á (nota eða prófa) Guðs orð, til hjálpar einhverjum sem ykkur þykir vænt um?

Til að skilja betur aðferð Alma við að bjarga öðrum, gætuð þið gert samanburð á viðhorfi hans, tilfinningum og verkum og Sóramítanna, eins og lýst er í Alma 31. Eftirfarandi tafla gæti verið gagnleg. Hvað er frábrugðið sem þið sjáið? Hvernig gætuð þið orðið líkari Alma?

Sóramítar

Alma

Sóramítar

Trúðu að þeir sem ekki tilheyrðu þeirra hópi væru fordæmdir til vítis (Alma 31:17).

Alma

Trúði að Sóramítarnir væru „bræður“ hans og að sálir þeirra væru „dýrmætar“ (Alma 31:35).

Sóramítar

Þeir girntust ríkidæmi í hjarta (Alma 31:24, 28).

Alma

Þráði að leiða sálir til Jesú Krists (Alma 31:34).

Sóramítar

Alma

Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

Alma 30:44

Hugleiðið að lesa og ræða saman Alma 30:44, er þið farið í göngutúr eða horfið á myndir af sköpunarverki Guðs. Fjölskyldumeðlimir gætu sagt frá því sem þeir sjá sem vitnar um Guð. Hvernig hjálpar okkur þetta – eða aðrar upplifanir okkar – að vita að Guð er raunverulegur?

Alma 30:56–60

Hvað lærum við af Alma 30:56–60 um hvernig djöfullinn kemur fram við fylgjendur sína? Hvað getum við gert til að vernda heimili okkar gegn áhrifum hans?

Alma 31:20–38

Eftir lestur Alma 31:20–38 með fjölskyldu ykkar, gætuð þið rætt eftirfarandi spurningar: Hvernig var bæn Alma frábrugðin bæn Sóramítanna? Hvernig getum við fylgt fordæmi Alma í einkabænum og fjölskyldubænum?

Yngri börnin gætu sett stein undir koddann sinn, til að hjálpa þeim að muna eftir að biðjast fyrir kvölds og morgna. Þau gætu líka notið þess að skreyta steininn sinn.

Alma 31:23

Hvað gerum við dag hvern á heimili okkar til að læra og tala um Guð?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta persónulegt nám

Undirbúið umhverfi ykkar. „Umhverfið getur haft mikil áhrif á getu okkar til að læra og skynja sannleikann“ (Teaching in the Savior’s Way, 15). Reynið að finna stað til að læra ritningarnar, sem hvetur til áhrifa heilags anda. Upplyftandi tónlist og myndir geta líka laðað að andann.

Sóramíti biðjast fyrir á Rameumptom

Rameumptom, eftir Del Parson