Kom, fylg mér
20.–26. júlí Alma 36–38: „Beina sjónum þínum til Guðs og lifa“


„20.–26. júlí Alma 36–38: ,Beina sjónum þínum til Guðs og lifa,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„20.–26. júlí Alma 36–38,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Maður biðst fyrir

Mynd af manni að biðjast fyrir, eftir Joshua Dennis

20.–26. júlí

Alma 36–38

„Beina sjónum þínum til Guðs og lifa“

„Þegar þú finnur gleðina af að skilja fagnaðarerindið, vaknar löngun eftir að tileinka þér það sem þú lærir“ (Boða fagnaðarerindi mitt [2005], 19). Skráið hugsanir ykkar og hughrif um hvernig nota skuli þennan sannleika sem þið eruð að læra.

Skráið hughrif ykkar

Þegar Alma sá ranglætið í kringum sig, var hann þjakaður af „harmi,“ „andstreymi“ og „sálarangist“ (Alma 8:14). „Ranglæti meðal þessa fólks,“ sagði hann um Sóramíta, „kvelur sál mína“ (Alma 31:30). Honum leið álíka er hann sneri heim úr trúboði sínu til Sóramíta – hann sagði að „hjörtu þeirra tóku að fyllast hörku og þeir reiddust vegna strangleika orðsins,“ og þetta varð til þess að hann varð „mjög sorgmæddur í hjarta sínu“ (Alma 35:15). Hvað gerði Alma vegna þess sem hann sá og skynjaði? Hann varð ekki einfaldlega niðurdreginn eða bitur vegna ástandsins í heiminum. Hann lét „kalla saman syni sína“ og kenndi þeim „það sem réttlætinu tilheyrir“ (Alma 35:16). Hann kenndi þeim að það væri „engin önnur leið eða ráð til frelsunar nema í og fyrir Krist. … Sjá, hann er orð sannleikans og réttlætisins“ (Alma 38:9).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Alma 36

Ég get endurfæðst af Guði er ég auðmýki mig og iðrast.

Fáir munu búa við eins stórbrotna reynslu og trúskipti Alma voru. Í upplifun hans felast samt grundvallarreglur sem við öll getum lært af og hagnýtt okkur, vegna þess að öll verðum við að „[fæðast] af Guði“ (Alma 36:23). Þegar þið lesið Alma 36, leitið þá að kenningarlegu innsæi sem þið getið hagnýtt ykkur. Hvað finnst t.d. einhverjum, sem fæðst hefur af Guði, um synd? Um Jesú Krist? Þið getið einnig tekið eftir breytingum í trú og gjörðum hjá einhverjum sem hefur fæðst af Guði.

Sjá einnig Mósía 5:7; 27:25–26; Alma 5:14; 22:15; Helaman 3:35; „Trúskipti, Trúskiptingur,“ Leiðarvísir að ritningunum, https://www.churchofjesuschrist.org/study/scriptures/study-helps?lang=isl.

Alma 36

Jesús Kristur friðþægði fyrir syndir heimsins.

Þið takið hugsanlega eftir nokkrum endurtekningum í frásögn Alma um trúskipti hans í þessum kafla. Það er sökum þess að Alma 36 er svo framúrskarandi dæmi um hebreskt ljóðform, kallað kíasmus, þar sem orð og hugmyndir eru sett fram í ákveðinni röð sem leiðir að meginefninu og svo endurtekið í öfugri röð. Í Alma 36 er atriðið úr versi 3 endurtekið í versi 27, atriðið úr versi 5 er endurtekið í versi 26, o.s.frv. Meginefnið er mikilvægasti boðskapurinn í kíasmus. Reynið að finna meginefnið í versum 17–18. Takið eftir hve sláandi orðin „náðu nú tökum á þessari hugsun“ höfðu áhrif á Alma og breyttu lífi hans. Hvernig hefur þessi sannleikur haft áhrif á ykkur? Hvaða aðrar endurtekningar finnið þið í þessum versum?

Hvernig hvetur þessi frásögn um iðrun og fyrirgefningu ykkur til að fylgja fordæmi Alma og snúa til frelsarans?

Fyrir frekari upplýsingar um kíasmus, sjá Book of Mormon Student Manual (Church Educational System manual [2009], 232–33).

Alma 37

Ritningarnar hafa verið varðveittar „í viturlegum tilgangi.“

Hafið þið nokkru sinni hugleitt hversu mikið kraftaverk og blessun það er að hafa ritningarnar í dag? Guð hefur „treyst [okkur] fyrir þessum hlutum, sem eru heilagir“ (Alma 37:14). Þegar þið lesið Alma 37, leitið þá að blessunum af því að hafa ritningarnar. Hvernig hafið þið upplifað þessar blessanir? Hvernig getum við notað ritningarnar til að Guð „gæti sýnt komandi kynslóðum kraft sinn“? (Alma 37:18).

Í Alma 37:38–47 ber Alma „orð Krists“ saman við Líahóna. Þegar þið hugleiðið þennan samanburð, íhugið þá hvernig þið hafið upplifað kraftaverkið og kraftinn í kenningum Krists „dag eftir dag?“ (Alma 37:40).

Sjá einnig D. Todd Christofferson, „Blessun ritninganna,“ aðalráðstefna, apríl 2010.

Ljósmynd
Kona að lesa ritningarnar

Ritningarnar kenna okkur hvernig fylgja skuli Guði.

Alma 37:6–7

„Fyrir hið smáa og einfalda verður hið stóra að veruleika“.

Stundum finnst okkur vandamál okkar vera svo mikil og flókin, að lausnirnar hljóta einnig að vera miklar og flóknar. Samt ákveður Drottinn æ ofan í æ að nota „hið smáa og einfalda“ (Alma 37:6) til að framkvæma verk sín og blessa líf barna sinna. Þegar þið lesið Alma 37:6-7, hugleiðið þá og skráið niður hvernig þið hafið tekið eftir virkni þessarar reglu í lífi ykkar. Hverjir eru nokkrir af þessum smáu og einföldu hlutum sem Drottinn blessar ykkur og framkvæmir verk sín með?

Sjá einnig Alma 37:41–46; Dallin H. Oaks, „Hið smáa og einfalda,“ aðalráðstefna, apríl 2018.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

Alma 36:5–26

Þó að upplifun Alma hafið verið óvenjuleg, þá koma fram reglur í trúskiptum hans sem eiga við um okkur öll. Biðjið sérhvern í fjölskyldunni að velja eitt vers úr Alma 36:5–26 sem kennir um að „[fæðast] af Guði.“ Hvað lærum við af þessum versum? Fjölskyldumeðlimir gætu kannski sagt frá því hvernig þeir hafa hagnýtt sér þá reglu sem Alma lýsti.

Alma 36:18–21; 24

Hvernig getum við notað þessi vers til að koma öðrum í skilning um að iðrun er gleðileg upplifun, ekki hræðileg? Hvernig getur iðrun hvatt okkur að deila fagnaðarerindinu með öðrum?

Alma 37:6–7, 38–46

Hvað er nokkuð af því „smáa og einfalda“ (Alma 37:6) sem færir okkur mikið í lífinu? Á hvaða hátt er orð Krists líkt og Líahóna? Hvernig getum við hjálpað hvert öðru að nema ritningarnar af meiri elju?

Alma 37:35

Hvers vegna er það viturlegt að halda boðorðin meðan við erum „á unga aldri?“

Alma 38:12

Veit fjölskylda ykkar hvað taumur merkir? Kannski gætuð þið sýnt henni mynd af slíku og rætt hvernig hann er notaður til að hafa stjórn á dýri. Hvað felst í því að „hafa taumhald á ástríðum [okkar]?“ Hvernig hjálpar taumhaldið okkur að „[fyllast] elsku?“

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta persónulegt nám

Skráið hughrif ykkar. Þegar þið skráið andleg hughrif, sýnið þið Drottni að þið virðið leiðbeiningar hans og hann mun blessa ykkur með enn frekari opinberunum. Þegar þið lesið, skrifið þá niður hugsanir ykkar. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 1230.)

Ljósmynd
Engill birtist Alma og sonum Mósía.

Engill birtist Alma og sonum Mósía, eftir Clark Kelley Price

Prenta