Kom, fylg mér
27. júlí – 2. ágúst Alma 39–42: „Hin mikla sæluáætlun“


„27. júlí – 2. ágúst Alma 39–42: „Hin mikla sæluáætlun,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„27. júlí – 2. ágúst Alma 39–42,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Jesús og María

Kona, hví grætur þú? eftir Mark R. Pugh

27. júlí – 2. ágúst

Alma 39–42

„Hin mikla sæluáætlun“

Þegar þið lesið Alma 39–42, getur heilagur andi veitt ykkur frekara innsæi um ýmislegt sem er að gerast í lífi ykkar.

Skráið hughrif ykkar

Þegar ástvinur gerir alvarleg mistök, getur reynst erfitt að vita hvernig bregðast skuli við. Hluti af því sem gerir versin í Alma 39–42 svo dýrmæt, er að þau sýna hvernig Alma – lærisveinn Krists, sem eitt sinn iðraðist sjálfur þungbærra synda – brást við í slíkum aðstæðum. Koríanton, sonur Alma, hafði drýgt kynlífssynd og Alma treysti því, eins og ávallt, að kraftur hinnar sönnu kenningar mætti leiða hann til iðrunar (sjá Alma 4:19; 31:5). Í þessum kapítulum sjáum við einurð Alma við að fordæma synd og ljúfmennsku hans og kærleik í garð Koríantons. Í lokin skynjum við traust Alma á að frelsarinn „kemur til að bera burtu syndir [og] boðar fólki sínu fagnaðarerindi um hjálpræði,“ þeim sem iðrast (Alma 39:15). Sú staðreynd að Koríanton sneri aftur til þjónustu sinnar (sjá Alma 49:30) getur veitt okkur von um fyrirgefningu og lausn þegar eigin syndir eða syndir ástvina valda okkur „hugarangri“ (Alma 42:29).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Alma 39

Kynlífssynd er viðurstyggð í augum Drottins.

Alma kenndi „að þetta er viðurstyggð í augum Drottins“ (Alma 39:5), til að koma syni sínum fyrir sjónir alvarleika kynlífssynda. Hvers vegna er skírlífi ykkur mikilvægt? Hvers vegna er það Drottni mikilvægt? Eftirfarandi útskýring öldungs Jeffreys R. Holland gæti verið gagnleg:

„Það er greinilegt að mestu áhyggjuefni hans varðandi dauðleikann er hvernig maður kemst inn í þennan heim og hvernig maður fer úr honum. Hann hefur sett mjög ströng skilyrði í þessum málum.

… Líkamleg nánd er eingöngu ætluð fyrir gift hjón, sökum þess að hún er æðsta tákn algjörrar einingar, ein heild og sameining sem er vígð og skilgreind af Guði. … Hjónaband var ætlað að vera algjör samruni milli karls og konu. … Þetta samband er svo algjört, að við notum orðið innsigla til að koma til skila hinu eilífa fyrirheiti þess“ („Personal Purity,” Ensign, nóv. 1998, 76).

Íhugið þær ráðleggingar sem Alma veitti Koríanton í Alma 39:8–15. Hvernig gagnast ykkur þær til að skilja betur mikilvægi skírlífislögmálsins og hvernig standast eigi freistingar? Kennsla Alma sýnir einnig hversu fús Drottinn er að fyrirgefa okkur þegar við iðrumst og að það er von fyrir okkur öll. Þegar þið lesið Alma 39–42 í þessari viku, leitið þá vísbendinga um miskunn Guðs. Hvernig hefur miskunn Guðs verið ykkur blessun?

Sjá einnig „Siðferðilegur hreinleiki,” Til styrktar æskunni 35–37.

Alma 40–41

Ég mun rísa upp og standa frammi fyrir Guði til að vera dæmdur.

Þegar Alma varð var við að Koríanton var með spurningar um upprisuna, kenndi hann honum um það sem gerist eftir að við deyjum. Hvaða sannleika kenndi Alma í kapítulum 40–41, sem gagnlegt væri fyrir Koríanton – eða hvern sem syndgað hefur – að skilja? Þið gætuð komið skipulagi á það sem þið lærið með því að koma auga á efni sem Alma fjallaði um (t.d. andaheim, upprisu og endurreisn) og skrifa síðan niður það sem Alma kenndi um hvert fyrir sig. Hvernig getur það reynst ykkur gagnlegt að muna þennan sannleika þegar ykkar er freistað eða þegar þið biðjist fyrirgefningar?

Alma 40

Með trú get ég leitað svara við spurningum um fagnaðarerindið.

Stundum gætum við haldið að spámennirnir kunni svör við öllum spurningum um fagnaðarerindið. Takið samt eftir að í kapítula 40 stóð Alma frammi fyrir nokkrum ósvöruðum spurningum um lífið eftir dauðann. Hvað gerði hann til að hljóta svör? Hvað gerði hann þegar hann þekkti ekki svörin? Athugið hvernig fordæmi Alma gæti reynst ykkur gagnlegt varðandi spurningar um fagnaðarerindið.

Ljósmynd
Biðjandi kona

Bænin er ein leið til að hljóta svör við spurningum okkar um fagnaðarerindið.

Alma 42

Friðþæging Jesú Krists gerir sáluhjálparáætlunina mögulega.

Koríanton trúði því að refsing fyrir syndir væri ósanngjörn (sjá Alma 42:1). Alma kenndi að til væri leið til að losna við „vansæld“ sem syndin færir okkur: Iðrun og trú á friðþægingu Jesú Krists, sem bæði er miskunnsöm og réttvís (sjá Alma 42:15). Þegar þið lesið Alma 42, takið þá eftir því hvernig friðþæging frelsarans gerir ykkur kleift að hljóta miskunn án þess að „[ræna] réttvísina“ (vers 25). Hvaða sannleika finnið þið í þessum versum sem hjálpar ykkur að skynja miskunn hans?

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

Alma 39:1–9

Væri það gagnlegt fyrir fjölskyldu ykkar að ræða skírlífislögmálið? Ef svo er, getið þið notað eftirfarandi hjálpargögn eins og þörf er á í fjölskyldunni: Alma 39:1–9; „Siðferðilegur hreinleiki,” Til styrktar æskunni, 35–37; „Skírlífi,” Leiðarvísir að ritningunum, https://www.churchofjesuschrist.org/study/scriptures/study-helps?lang=isl; overcomingpornography.org; og myndböndin „What Should I Do When I See Pornography?“ og „I Choose to Be Pure“ (ChurchofJesusChrist.org). Íhugið hvernig þið getið hjálpað fjölskyldu ykkar að skilja blessanir skírlífis og náins sambands í hjónabandinu (sjá t.d. Myndbandið „How to Talk to Your Kids about Intimacy“ [Hvernig ræða á við börnin um nánd] á ChurchofJesusChrist.org).

Alma 39:9–15

Hvað lærið þið í þessum kapítula um að forðast synd?

Alma 42:4

Þið getið farið í leik þar sem miðum er dreift um stofuna, sem á eru skrifaðir kristilegir eiginleikar. Þið getið athugað hversu mörgum miðum fjölskyldumeðlimir geta safnað saman á ákveðnum tíma, síðan rætt hvernig það sem skrifað stendur á miðunum getur hjálpað okkur að verða líkari Guði. Hvernig líkist „reynslutími“ okkar á jörðunni þeim tíma sem okkur er gefinn í leiknum? Hvernig getum við notað „reynslutíma“ okkar á jörðunni til að verða líkari frelsaranum?

Alma 42:12–15, 22–24

Ef til vill getið þið skýrt sambandið milli réttvísi og miskunnar með því að nota teikningu af einfaldri skálavigt til að ræða spurningar eins og: Hvað gerist með vigtina þegar við syndgum? Hvers krefst réttvísin svo að vigtin sé í jafnvægi? Hvernig uppfyllir frelsarinn kröfur réttvísinnar og gerir miskunn mögulega?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta kennslu okkar

Haldið ykkur við grundvallarreglur sem blessa mun fjölskyldu ykkar. Þegar þið lærið Guðs orð með bæn í huga, spyrjið ykkur þá: „Hvað finn ég hér sem reynast mun sérlega þýðingarmikið fyrir fjölskyldu mína?“ Leitið handleiðslu andans þegar þið íhugið hvernig þið getið hjálpað fjölskyldu ykkar að uppgötva þennan sannleika.

Ljósmynd
Alma og Koríanton

Þetta er minn sonur, eftir Elspeth Caitlin Young

Prenta