Kom, fylg mér
3.–9. ágúst. Alma 43–52: „Stöndum … staðfastir í trúnni á Krist“


„3.–9. ágúst. Alma 43–52: ,Stöndum … fastir í trúnni á Krist,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„3.–9. ágúst. Alma 43–52,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Moróní og frelsistáknið

Fyrir blessanir frelsis, eftir Scott M. Snow

3.–9. ágúst

Alma 43–52

„Stöndum … staðfastir í trúnni á Krist“

Svo gæti virst að þeir atburðir sem tilgreindir eru í Alma 43–52 séu ykkur ekki mikið viðkomandi. Drottinn hefur þó nokkuð að segja ykkur, líkt og í öllum ritningum. Leitið þess af kostgæfni.

Skráið hughrif ykkar

Þegar við lesum þessi orð í upphafi Alma, kapítula 43 – „og nú hverf ég aftur að frásögn um stríðin milli Nefíta og Lamaníta“ – er eðlilegt að íhuga hvers vegna Mormón skráði þessar stríðsfrásagnir þegar takmarkað pláss var á töflunum (sjá Orð Mormóns 1:5). Satt er að við höfum fengið okkar skerf af stríðum á síðari dögum, en það má draga meiri lærdóm af þessu orðum en um herkænsku og hörmungar stríðs. Orð hans búa okkur líka undir stríðið sem „öll við erum kölluð“ í (Sálmar, nr. 101), stríðið sem við háum dag hvern við hin illu öfl. Það stríð er afar raunverulegt og úrslit þess hafa áhrif á hið eilífa líf okkar. Líkt og Nefítarnir, þá erum við „[knúin betri málstað],“ sem varðar „Guð vorn, trúarbrögð vor og frelsi, og frið vorn, [fjölskyldur] vorar.“ Moróní kallaði það „[málstað] hinna kristnu,“ sem er sami málstaður og við ljáum lið á okkar tíma (Alma 43:45; 46:12, 16).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Alma 43–52

Orrusturnar í Mormónsbók kenna mér um baráttu mína við hið illa.

Að lesa um stríðið á milli Nefíta og Lamaníta, gæti verið ykkur innihaldsríkara, ef þið sjáið þar hliðstæður við andlega baráttu ykkar sjálfra. Þegar þið lesið Alma 43–52, gætið þá að því sem Nefítarnir gerðu sem gerðu þá farsæla (eða ófarsæla). Hugleiðið síðan hvernig þið getið notað það sem þið lærið ykkur til hjálpar við að sigra andlegar baráttur. Skrifið hugsanir ykkar, er þið lærið vers eins og eftirfarandi, um hvernig þið getið fylgt fordæmi Nefítanna:

Gætið líka að því hvernig Lamanítarnir og andófsmenn Nefítanna reyndu að yfirbuga Nefítana. Það getur verið ykkur aðvörun um hvernig óvinurinn gæti reynt að ógna ykkur. Skrifið í námi ykkar hvernig Satan gæti ógnað ykkur á líkan hátt:

  • Alma 43:8 Serahemna reyndi að espa fólk sitt til reiði, svo hann hefði vald yfir því. (Þegar ég reiðist öðrum, gef ég Satan vald yfir mér.)

  • Alma 43:29 Lamanítarnir vildu leiða Nefítana í ánauð.

  • Alma 46:10

  • Alma 47:10–19

Ljósmynd
Nefítarnir berjast við Lamanítana

Minerva•K. Teichert (1888–1976), Varnir Nefíborgar, 1935, olía á masonítplötu, 36 x 48 tommur. Listasafn Brigham Young háskóla.

Alma 46:11–28; 48:7–17

Þegar ég reyni að sýna trúarlega staðfestu, líkt og Moróní, verð ég líkari frelsaranum.

Vilduð þið geta orðið líkari frelsaranum og dregið úr áhrifum óvinarins í lífi ykkar? Ein leið til þess er að fara að áminningunni í Alma 48:17 um að verða „eins og Moróní.“ Gætið að eiginleikum og gjörðum Morónís, sem víða er lýst í Alma 43–52, en einkum þó í 46:11–28 og 48:7–17. Hvað finnst ykkur hrífandi við þennan „máttuga mann“? Hvernig geta eiginleikar og gjörðir eins og hans dregið úr áhrifum djöfulsins í lífi ykkar? Hugleiðið hvað þið finnið ykkur knúin til að gera til að fylgja fordæmi Morónís og verða líkari frelsaranum.

Alma 47

Satan freistar og blekkir okkur stigvaxandi.

Satan veit að flest okkar vilja ekki drýgja stærri syndir eða trúa miklum lygum. Þess vegna freistar hann til smávægilegra lyga og rangrar breytni, til að fá okkur til að syndga lítillega, að því er virðist – jafn oft og hann telur mögulegt að við fáumst til. Þessu heldur hann áfram þar til við höfum villst langt af leið réttláts lífernis.

Þessa forskrift getið þið fundið í frásögninni um Amalikkía að blekkja Lehontí í Alma 47. Hugleiðið er þið lærið hvernig Satan gæti reynt að blekkja ykkur, eins og öldungur Robert D. Hales tilgreinir:

„Hinn svikuli Amalikkía hvatti Lehontí að ,koma niður‘ og hitta sig í dalnum. En þegar Lehontí kom niður, var honum byrlað eitur ,smátt og smátt‘ þar til hann lét lífið og her hans féll í hendur Amalikkía (sjá Alma 47). Með rökræðum og ásökunum leggur sumt fólk gildrur fyrir okkur til að fá okkur niður af hærri stað. Hærri staður er þar sem ljósið er. … Það er öruggur staður“ („Kristileg hugdirfska: Gjald lærisveinsins,“ aðalráðstefna, október 2008).

Sjá einnig 2. Nefí 26:22; 28:21–22.

Alma 50–51

Eining stuðlar að öryggi.

Við þær aðstæður sem skráðar eru í upphafi Alma 50, virtust Lamanítar enga möguleika hafa gegn Nefítum. Vopn, varnarvirki og samtakamáttur Nefítanna lét þá virðast ósigrandi (sjá Alma 49:28–30 og 50:17–20). Lamanítarnir hertóku þó brátt margar borga þeirra – jafnvel þær sem Moróní hafði víggirt (sjá Alma 51:26–27). Hvernig átti það sér stað? Leitið svara við lestur þessara kapítula (sjá einkum Alma 51:1–12). Hugleiðið hvaða aðvaranir felast í þessari frásögn fyrir ykkur og fjölskyldu ykkar.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

Alma 45:2–8

Lestur þessara versa gæti innblásið fjölskyldu ykkar að hafa persónuleg viðtöl við fjölskyldumeðlimi, líkt og Alma gerði við Helaman.

Alma 46:12–22

Frelsistáknið innblés Nefítana til að halda boðorð Guðs og standa vörð um trú sína. Hvað innblæs okkur til að gera hið sama? Ef til vill gæti fjölskylda ykkar búið til eigið frelsistákn – fána eða borða með orðum eða mynd, ykkur til áminningar um að halda boðorð Guðs dag hvern.

Alma 48:7–9; 49:1–9; 50:1–6

Þegar fjölskylda ykkar les um varnarvirki Nefítanna, gætuð þið rætt um hvernig þið verjið heimili ykkar gegn óvininum. Börn gætu haft gaman að því að búa til virki, t.d. úr stólum og teppum, eða þau gætu teiknað hugmyndir sínar um varnarvirki Nefítanna.

Alma 51:1–12

Hvað kenna þessi vers um það sem getur gerst í fjölskyldu okkar við innbyrðis deilur? Hvernig getum við aukið einingu okkar?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta persónulegt nám

Spyrjið spurninga er þið lærið. Spyrjið ykkur spurninga er þið lærið ritningarnar, sem hjálpa ykkur að hugleiða hve vel þið lifið eftir því sem þið lesið.

Ljósmynd
Moróní heldur á frelsistákninu

Frelsistáknið, eftir Larry Conrad Winborg

Prenta