Kom, fylg mér
10.–16. ágúst Alma 53-63; „Varðveittir af undraverðum krafti hans“


„10.–16. ágúst Alma 53–63: ,Varðveittir af undraverðum krafti hans,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„10.–16. ágúst Alma 53–63,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Tvö þúsund ungir stríðsmenn

Tvö þúsund ungir stríðsmenn, eftir Arnold Friberg

10.–16. ágúst

Alma 53–63

„Varðveittir af undraverðum krafti hans“

Frásögnin í Alma 53–63 getur sýnt ykkur afleiðingar þess að lifa eftir fagnaðarerindinu eða að hafna því. Þegar þið lesið Alma 53–63, skrifið þá niður hughrif og íhugið hvernig þið getið lifað eftir sannleika þess sem þið lærið.

Skráið hughrif ykkar

Þegar hinn „[litli] her“ Helamans (Alma 56:33) með 2000 ungum Nefítum er borinn saman við hersveitir Lamaníta, ætti hann ekki að eiga möguleika. Fyrir utan að vera fáliðaðir, voru hermenn Helamans „allir mjög ungir“ og höfðu „aldrei áður barist“ (Alma 56:46–47). Á vissan hátt voru aðstæður þeirra nokkuð líkar okkar er okkur finnst stundum við vera fáliðuð og eiga við ofurefli að etja í síðari daga baráttu við Satan og myrkaöflin í heiminum.

Herlið Helamans átti hinsvegar nokkuð framyfir Lamaníta sem hafði ekkert með liðsfjölda eða hertækni að gera. Þeir völdu Helaman, spámann, sem leiðtoga sinn (Alma 53:19); „mæður þeirra höfðu kennt þeim, að ef þeir efuðust ekki, mundi Guð varðveita þá“ (Alma 56:47) og þeir höfðu „[mikla trú] á það, sem þeim hafði verið kennt.“ Þar af leiðandi voru þeir varðveittir af „undraverðum krafti Guðs“ (Alma 57:26). Þrátt fyrir að allir særðust í bardaganum, „fórst ekki ein einasta sál þeirra“ (Alma 57:25). Ef lífið veitir hverju okkar andleg sár, getum við hert upp hugann – boðskapur herdeildar Helamans er að „til [er] réttvís Guð og að undursamlegur kraftur hans [mun] varðveita hvern þann, sem [efast] ekki“ (Alma 57:26).

Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Alma 53:10–22; 56:43–48, 55–56; 57:20–27; 58:39–40

Þegar ég iðka trú á Guð, mun hann blessa mig með undursamlegum krafti sínum.

Erfitt er að finna samsvörun í kraftaverkasögum, eins og um sigra hinna ungu hermanna Helamans, vegna þess að þær virðast ósennilegar. Ein ástæða þess að slíkar sögur eru samt í ritningunum er til að sýna okkur að þegar við trúum, getur Guð framkvæmt kraftaverk í okkar lífi. Þegar þið lesið um hina hugrökku stríðsmenn í eftirfarandi versum, finnið þá vísbendingar um hvernig þeir iðkuðu trú á Guð, hvað gert hafði trú þeirra svo sterka og hvað gerði kraftaverkið mögulegt: Alma 53:10–22; 56:43–48, 55–56; 57:20–27 og 58:39–40. Eftirfarandi töflu er hægt að nota til að skrá það sem þið finnið.

Eiginleiki hermanna Helamans:

Hvað þeim var kennt:

Hvað þeir gerðu:

Blessanir sem þeir hlutu:

Eftir að hafa lesið þessi vers, hvað er ykkur blásið í brjóst að gera til að styrkja trú ykkar?

Helaman minntist á hlutverk mæðra í að styrkja trú hinna ungu hermanna (sjá Alma 56:47–48; 57:20–27). Hvaða hlutverki hafa fjölskyldumeðlimir og aðrir gegnt í því að byggja upp trú ykkar? Hvað getið þið gert til að styrkja trú fjölskyldu ykkar og vina?

Ungir hermenn ásamt mæðrum sínum

Þeir efuðust ekki, eftir Joseph Brickey

Alma 58:1–12, 31–3761

Ég get valið að hugsa það besta um aðra og að móðgast ekki.

Bæði Helaman og Pahóran höfðu góðar ástæður fyrir því að móðgast. Helaman hlaut ekki nægan styrk fyrir herlið sitt og Pahóran var ranglega sakaður af Móróní um að senda ekki þennan styrk (sjá Alma 58:4–9, 31–3260). Hvað í viðbrögðum þeirra í Alma 58:1–12, 31–37 og Alma 61 heillar ykkur? Hvernig getið þið fylgt fordæmi þeirra í svipuðum aðstæðum?

Öldungur David A. Bednar kenndi: „Á einhvern hátt og einhvern tíma mun einhver í kirkjunni segja eða gera eitthvað sem gæti talist móðgandi. Slíkt mun örugglega henda sérhvert okkar – og það mun vissulega gerast oftar en einu sinni. … Við getum ekki stjórnað ásetningi eða hegðun annarra. Við getum hinsvegar ráðið hvernig við bregðumst við. Munið að við erum gerendur og höfum fengið siðferðilegt sjálfræði, og við getum valið að móðgast ekki“ („Og þeim er við engri hrösun hætt,” aðalráðstefna, október 2006).

Sjá einnig Orðskviðirnir 16:32; Móróni 7:45; David A. Bednar, „Hógvær og af hjarta lítillátur,” aðalráðstefna, apríl 2018.

Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

Alma 53:10–17

Antí-Nefí-Lehítar gerðu sáttmála um að úthella ekki blóði. Hvaða sáttmála höfum við gert við Guð? Hvað lesum við í Alma 53:10–17 sem hvetur okkur til að vera trúrri sáttmálum okkar?

Alma 53:20–21

Hvernig getum við líkst betur hinum ungu mönnum Helamans? Það gæti hjálpað að ræða hvað sum hugtök í þessum versum merkja; hvað merkir t.d. að vera „hugdjarfir… sterkir og athafnasamir“? Hvað merkir að „ganga grandvarir frammi fyrir [Guði]“?

Alma 58:9–11, 33, 37

Snúum við okkur til himnesks föður á tímum mikillar nauðar eins og hermenn Nefíta gerðu? Hvernig svaraði hann bænum þeirra? Hvernig hefur hann svarað okkar bænum?

Alma 61:2, 9, 19

Hvað lærum við af Pahóran um hvernig bregðast skuli við þegar við erum ásökuð ranglega?

Alma 62:39–41

Hér er sýnikennsla sem getur hjálpað fjölskyldunni að skilja að við getum kosið að vera annað hvort „forhert“ eða „auðmjúk“ í raunum okkar: Setjið hráa kartöflu og ósoðið egg í sjóðandi vatn. Kartaflan og eggið tákna okkur og vatnið táknar raunirnar sem við glímum við. Meðan kartaflan og eggið sjóða, getið þið talað um nokkrar raunir sem fjölskyldan glímir við. Hvernig er hægt að bregðast mismunandi við slíkum raunum? Hvaða áhrif hafa viðbrögð okkar við raunum á okkur, samkvæmt Alma 62:41? Eftir að kartaflan og eggið eru fullsoðin, skerið þá í kartöfluna og opnið eggið til að sýna að sömu „erfiðleikar“ mýktu kartöfluna en hertu eggið. Hvað getur fjölskylda okkar gert til að vera viss um að raunir okkar vekja með okkur auðmýkt og færa okkur nær Guði?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta kennslu okkar

Leyfið börnunum að njóta sköpunargáfu sinnar. „Þegar þið bjóðið börnum [ykkar] að skapa eitthvað í tengslum við reglu fagnaðarerindisins, eruð þið að hjálpa þeim að skilja þá reglu og veita þeim áþreifanlega minningu um hvað þau hafa lært. … Leyfið þeim að byggja, teikna, lita, skrifa og skapa“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 25).

Tvö þúsund ungir stríðsmenn

Það er rétt, herra, allir hér og taldir, eftir Clark Kelley Price