Kom, fylg mér
14.–20. september. 3. Nefí 8–11: „Rísið á fætur og komið til mín“


„14.–20. september. 3. Nefí 8–11: ‚Rísið á fætur og komið til mín,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók, 2020 (2020)

„14.–20. september. 3. Nefí 8–11,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Jesús birtist Nefítunum

Ég er ljós heimsins, eftir James Fullmer

14.–20. september

3. Nefí 8–11

„Rísið á fætur og komið til mín“

Í 3. Nefí 8–11 heyrði fólkið rödd Guðs tala til þess. Gætið að því hvað rödd hans segir við ykkur við lestur þessara kapítula.

Skráið hughrif ykkar

„Sjá, ég er Jesús Kristur, sem spámennirnir vitnuðu um, að koma mundi í heiminn“ (3. Nefí 11:10). Með þessum orðum kynnti hinn upprisni frelsari sig , sem varð til að uppfylla 600 ára gamla spádóma í Mormónsbók. „Þessi birting og yfirlýsing,“ ritaði öldungur Jeffrey R. Holland, „er brennidepill, megin atburður, allrar sögu Mormónsbókar. Þessi atburður var sú staðfesting og tilskipun sem hafði innblásið og upplýst alla spámenn Nefíta. … Allir höfðu talað um hann, sungið honum lof, dreymt hann og beðið fyrir vitjun hans – og hér var hann kominn. Dagur allra daga! Guð, sem snýr hverri dimmri nóttu í bjart dagsljós, var kominn“ (Christ and the New Covenant [1997], 250–51).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

3. Nefí 8–11

Jesús Kristur er ljós heimsins.

Gætið að því að ítrekað er fjallað um myrkur og ljós – bæði efnislegt og andlegt – hvarvetna í 3. Nefí 8–11. Hvað lærið þið af þessum kapítulum um andlegt myrkur og ljós? Hvað færir myrkur í líf ykkar? Hvað færir ljós? Afhverju haldið þið að frelsarinn hafi valið að kynna sig sjálfan sem „ljós og líf heimsins“? (3. Nefí 9:18; 11:11). Hvernig hefur Jesús Kristur verið ljós í lífi ykkar?

3. Nefí 8–10

Ef ég iðrast, mun frelsarinn taka mig undir væng sinn og vernda og lækna mig.

Hvernig haldið þið að fólkinu hafi liðið eftir að hafa upplifað eyðilegginguna og myrkrið sem greint er frá í 3. Nefí 8? Hvernig haldið þið að því hafi liðið þegar það heyrði rödd frelsarans tala um ljós, miskunn og endurlausn í kaptítulum 9 og 10?

Þótt frelsarinn hefði sagt að hin hræðilega eyðilegging væri afleiðing synda fólksins, þá lofaði hann að lækna þá sem kæmu aftur til hans og iðruðust (sjá 3. Nefí 9:2, 13). Öldungur Neil L. Andersen sagði: „Ég undrast umlykjandi og miskunnsama arma frelsarans og ást hans til þess sem iðrast, hversu eigingjörn sem syndin hafði áður verið. Ég ber vitni um að frelsarinn getur og vill ákaft fyrirgefa syndir okkar“ („Iðrist … að ég megi gjöra yður heila,“ aðalráðstefna, október 2009).

Leitið í 3. Nefí 9–10 að sönnunum um miskunn Krists og hversu óðfús hann er að fyrirgefa. Hvað finnið þið t.d. í 3. Nefí 9:13–22 og 10:1–6 sem hjálpar ykkur að finna elsku og miskunn frelsarans? Hugleiðið upplifanir þegar hann hefur tekið ykkur „undir vængi sína“ og „nært“ ykkur (sjá 3. Nefí 10:4). Íhugið að skrá þessar upplifanir í dagbók eða miðla þeim ástvinum ykkar.

3. Nefí 11:1–8

Ég get lært að heyra og skilja rödd Guðs.

Hefur ykkur einhvern tíma fundist erfitt að skilja eitthvað sem Guð hefur miðlað ykkur? Ef til vill getur upplifun fólksins í 3. Nefí 11:1–8 hjálpað ykkur að skilja hvernig heyra og skilja má rödd Guðs. Þið gætuð íhugað eiginleika raddar Guðs sem fólkið heyrði og hvað það gerði til að skilja hana betur. Hvernig gæti þessi frásögn átt við um viðleitni ykkar til að heyra og þekkja rödd Guðs fyrir persónulega opinberun í lífi ykkar?

3. Nefí 11:8–17

Jesús Kristur býður mér að öðlast persónulegan vitnisburð um sig sjálfan.

Um 2.500 manns voru saman komnir við Nægtarbrunn þegar Jesús Kristur birtist þar (sjá 3. Nefí 17:25). Þrátt fyrir þann mikla mannfjölda, bauð frelsarinn fólkinu að koma og „hver af öðrum“ fann naglaförin á höndum og fótum hans (3. Nefí 11:14–15). Hvað segir þetta ykkur um mikilvægi þess að hljóta persónulega upplifun sem styrkir trú á Jesú Krist? Á hvaða hátt býður frelsarinn ykkur að „rísa á fætur og [koma til sín]? (3. Nefí 11:14). Hvaða upplifanir hafa veitt ykkur vitnisburð um að hann er frelsari ykkar? Þið gætuð líka íhugað hvernig fordæmi frelsarans í þessum versum gætu innblásið ykkur til að þjóna öðrum.

Ljósmynd
Jesús sýnir Nefítunum naglaför handa sinna

Einn af öðrum, eftir Walter Rane

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

3. Nefí 8–9

Þið gætuð endursagt eða hlustað á upptöku af þessum kapítulum í myrkvuðu herbergi, til að hjálpa fjölskyldu ykkar að skilja betur upplifanirnar sem greint er frá í 3. Nefí 8–9. Ræðið hvernig það gæti hafa verið að vera í myrkri í þrjá daga. Að því loknu, gætuð þið rætt um hvernig Jesús Kristur er „ljós … heimsins“ (3. Nefí 9:18).

3. Nefí 10:1–6

Líkingin um hænuna safna saman ungum sínum, getur verið áhrifamikið kennslutæki til að auka skilning barna á eiginleikum og hlutverki frelsarans. Þið gætuð lesið þessi vers meðan fjölskylda ykkar horfir á mynd af hænu og ungum. Afhverju safnar hæna saman ungum sínum? Afhverju vill frelsarinn að við séum í nálægð hans? Hvað gæti gerst ef ungi kýs að koma ekki þegar á hann er kallað?

3. Nefí 11:1–7

Ef til vill gætuð þið lesið einhver þessara versa hljóðri, „[lágværri röddu]“ (3. Nefí 11:3). Hvað þurfti fólkið að gera til að fá skilið röddina sem barst frá himni? Hvað lærum við af reynslu fólksins?

3. Nefí 11:21–38

Er einhver í fjölskyldu ykkar sem býr sig undir skírn? Lestur 3. Nefí 11:21–38 gæti verið þeim gagnlegur til þess undirbúnings. Hvernig getur ígrundun kenninga frelsarans í þessum versum hjálpað þeim fjölskyldumeðlimum sem þegar hafa verið skírðir?

3. Nefí 11:29–30

Hvað kenna þessi vers okkur um deilur? Hvernig getum við „afnumið“ deilur á heimili okkar? (3. Nefí 11:30).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta persónulegt nám

Skráið hughrif ykkar. Öldungur Richard G. Scott sagði: „Vandlega skráð þekking, er fáanleg þekking á tíma neyðar. … [Skráning andlegra hughrifa] eykur líkurnar á því að ykkur berist aukið ljós“ („Acquiring Spiritual Knowledge,“ Ensign, nóv. 1993, 88).

Ljósmynd
Jesús birtist Nefítunum

Einn hirðir, eftir Howard Lyon

Prenta