Kom, fylg mér
31. ágúst– 6. september: „Mikil tíðindi fagnaðar og gleði“


„31. ágúst – 6. september. Helaman 13–16: ‚Mikil tíðindi fagnaðar og gleði,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„31. ágúst–6. september,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Samúel Lamaníti kennir á múrnum

Samúel Lamaníti á múrnum, eftir Arnold Friberg

31. ágúst – 6. september

Helaman 13–16

„Mikil tíðindi fagnaðar og gleði“

Þegar þið skráið hughrif ykkar þessa viku, íhugið þá hvernig grundvallarreglurnar í Helaman 13–16 byggja á öðru og styðja annað sem þið hafið verið að læra í ritningunum.

Skráið hughrif ykkar

Í fyrra sinnið er Samúel Lamaníti reyndi að boða „gleðitíðindi“ í Sarahemla (Helaman 13:7), var honum hafnað og hann rekinn burt af forhertum Nefítum. Segja mætti að þeir höfðu reist óvinnandi múra í kringum hjörtu sín sem komu í veg fyrir að þeir meðtækju boðskap Samúels. Samúel skildi mikilvægi boðskaparins sem hann flutti og sýndi trú með því að fylgja boði Guðs með því „að snúa til baka og spá fyrir fólkinu“ (Helaman 13:3). Rétt eins og Samúel, þá stöndum við öll frammi fyrir múrum er við „[greiðum] Drottni veg“ (Helaman 14:9) og keppumst við að fylgja spámönnum hans. Rétt eins og Samúel, þá berum við líka vitni um Jesú Krist, „sem vissulega mun koma“ og bjóða öllum að „[trúa] á nafn hans“ (Helaman 13:6; 14:13). Ekki munu allir hlýða á og sumir munu jafnvel snúast gegn okkur. Þeir sem trúa þessum boðskap í trú á Krist, komast hins vegar að því að þetta eru „mikil tíðindi fagnaðar og gleði“ (Helaman 16:14).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Helaman 13

Drottinn veitir aðvaranir fyrir tilstilli spámanna sinna.

Í ritningunum er spámönnum oft líkt við varðmenn á múr eða í turni, sem vara við hættum (sjá Jesaja 62:6; Esekíel 33:1–7).

M. Russell Ballard forseti kenndi: „Í aldaraðir hafa spámenn framfylgt þeirri skyldu að vara fólk við hættum umhverfis. Postulum Drottins er skylt að vaka yfir, aðvara og liðsinna þeim sem leita svara við spurningum lífsins“ („Guð er við stjórnvölinn,” aðalráðstefna, október 2015).

Meðan þið lesið og íhugið Helaman 13, gætuð þið merkt við hinar mörgu aðvaranir Samúels. Hvað kenndi hann t.d. um iðrun? Um auðmýkt og auðævi? Hvernig eiga þessar aðvaranir við um ykkur? Hvaða aðvaranir hafa nútíma spámenn nýlega veitt og hvað finnst ykkur að þið ættuð að gera varðandi þessar aðvaranir?

Ljósmynd
Russell M. Nelson forseti

Spámaðurinn vísar okkur til Jesú Krists.

Helaman 13–15

Drottinn er miskunnsamur þeim sem iðrast.

Upphaflega var Samúel sendur til Nefítanna til að miðla gleðitíðindum um komu frelsarans (sjá Helaman 13:7). Sökum þess að þeir höfnuðu honum, sneri hann aftur með ströngum aðvörunum um dóma Guðs. Í þessum aðvörunum var náðarboð um að iðrast; leitið að þessu boði í Helaman 13–15 (sjá sérstaklega Helaman 13:6, 11; 14:15–19; 15:7–8). Hvernig eiga þessar aðvaranir við um ykkur? Hvað lærið þið í þessum versum um iðrun? Hvenær hafið þið upplifað miskunn Guðs sem fylgir því að iðrast?

Helaman 14; 16:13–23

Tákn og undur geta styrkt trú þeirra sem ekki herða hjarta sitt.

Í Helaman 14 útskýrir Samúel hvers vegna Drottinn gaf tákn um fæðingu og dauða frelsarans: „Þannig að þér megið trúa á nafn hans“ (Helaman 14:12). Þegar þið lesið Helaman 14, skráið þá niður táknin um fæðingu frelsarans í versum 1–8 og táknin um dauða hans í versum 20–28. Hvers vegna haldið þið að þessi tákn séu áhrifarík leið til að vísa á fæðingu og dauða Jesú Krists?

Munið þið eftir einhverjum táknum sem Drottinn hefur gefið sem hjálpa ykkur að trúa á hann? Spámenn hafa t.d. sagt fyrir um tákn sem eiga sér stað fyrir síðari komu frelsarans (sjá „Tákn tímanna,“ Leiðarvísir að ritningunum, https://www.churchofjesuschrist.org/study/scriptures/study-helps?lang=isl). Hafa einhver þessara tákna komið fram á okkar tíma? Önnur tákn sem vekja trú á Jesú Krist geta verið persónulegri og ekki eins stórbrotin. Gefið ykkur tíma til að hugleiða hvernig þið hafið orðið vitni að hönd hans í lífi ykkar.

Hvaða aðvörun er gefin varðandi tákn í Helaman 16:13–23? Hvernig getið þið forðast hugarfar fólksins sem lýst er í þessum versum?

Sjá einnig Alma 30:43–52; Ronald A. Rasband, „Að guðlegri skipan,“ aðalráðstefna, október 2017.

Helaman 16

Ég kemst nær Drottni með því að fylgja ráðum spámannanna.

Öldungur Neil L. Andersen kenndi: „Í mínu lífi hef ég uppgötvað að þegar ég ígrunda orð spámanns Guðs vandlega og af kostgæfni og reyni skref fyrir skref að laga vilja minn að hans innblásnu kenningum, mun trú mín á Drottin Jesú Krist ætíð styrkjast. Ef við leiðum hjá okkur leiðsögn hans og teljum okkur vita betur, mun trú okkar veikjast og draga úr eilífri yfirsýn okkar“ („Spámaður Guðs,“ aðalráðstefna , apríl 2018). Hvernig staðfesta orð og gjörðir Nefítanna í Helaman 16 það sem öldungur Andersen kenndi? Hvaða eigin skuldbindingar finnst ykkur þið ættuð að gera varðandi spámenn Drottins og boðskap þeirra?

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

Helaman 13:3–4

Hvað blæs fjölskyldu ykkar í brjóst varðandi viðbrögð Samúels við boðum Drottins í Helaman 13:3–4? Í vikulegu námi ykkar gætuð þið ef til vill hvatt fjölskyldumeðlimi til að deila þeim hughrifum sem „í hjarta [þeirra kemur].“

Helaman 13:38

Sú hugmynd að hamingja felist í að „[gera] misgjörðir“ er algeng á okkar tíma. Með hvaða hætti hefur hlýðni við fagnaðarerindið fært okkur sanna hamingju?

Helaman 15:3

Hvernig sýna leiðréttingar Guðs fram á elsku hans til okkar? Biðjið fjölskyldumeðlimi að spyrja Drottin auðmjúklega hvernig þeir geti bætt sig.

Helaman 15:5–8

Hvað lærum við um trúarumbreytingu frá Lamanítunum sem lýst er í þessum versum? Hvernig getum við fylgt fordæmi þeirra?

Helaman 16:1–3

Myndi fjölskylda ykkar hafa gaman af að leika söguna um Lamanítann Samúel? Eftir að hafa lesið frásögnina gætu fjölskyldumeðlimir skipst á að standa á stóli og lesa nokkra af spádómum Samúels meðan aðrir í fjölskyldunni þykjast vera að skjóta örvum eða kasta steinum. Þetta gæti hjálpað fjölskyldu ykkar að skilja hvernig Samúel og Nefítunum gæti hafa liðið. Ung börn hefðu ef til vill líka gaman af að teikna myndir af sögunni. Hvernig getum við verið eins og Samúel og miðlað fagnaðarerindinu með öðrum þrátt fyrir ótta okkar?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta persónulegt nám

Leitið að forskrift. Forskrift er áætlun eða líkan sem hægt er að nota til að ljúka verkefni. Í ritningunum finnum við forskrift sem sýnir hvernig Drottinn framkvæmir verk sitt, t.d. með því að senda þjóna sína til að aðvara fólkið.

Ljósmynd
Lamanítinn Samúel kennir

© Mormónsbók fyrir unga lesendur, Lamanítinn Samúel, eftir Briana Shawcroft; afritun óheimil

Prenta